Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1977, Page 48
HORFNW FELAGAR í Ekki kann ég því vel að ágætur vinur minn og félagi liggi óbættur hjá garði, þessvegna vil ég minn- ast hans með örfáum orðum. Haukur Hólm Kristjánsson fæddist á Bíldudal 1/11 1921. Foreldrar hans voru þau Marta Eiríksdóttir og Kristján Hólm Ólafsson. Haukur ólst upp á Bíldudal hjá ömmu sinni og afa, þeim Jensínu Jónsdóttur og Kristjáni Alberti Bjarnasyni til 13 ára aldurs, en fluttist þá til Hafn- arfjarðar. Fór hann fyrst í Flens- borgarskóla en síðar á loftskeyta- skólann í Reykjavík, en átti heim- ili í Hafnarfirði æ síðan. 1953 kvæntist Haukur þýskri konu, Rósu M. Hinriksdóttur. Börn þeirra eru Frímann Hólm f. 1954, tæknifræðinemi í Dan- mörku, Kristján Hólm, f. 1955, sjómaður, Kristín f. 1960, nemi í Flensborgarskóla og Haukur Hólm f. 1962, nemi. Það er skemmst að segja, að vegna sameiginlegra starfa kynnt- umst við snemma, eða um árið 1941, en þá byrjaði hann að sigla og sigldi það sem eftir var stríðs, og þarf engum að segja hver áreynsla það var að koma beint úr skóla og steypa sér strax í þá bar- áttu sem þá fór fram á höfunum. Það þekktu þá þegar marghertir sjómenn og vissu að talsvert þrek þurfti til. Haukur brást heldur ekki skyldu sinni, en hélt áfram ótrauður og sigldi síðan stanslaust áfram uns yfir lauk. Hann var í sumarfríi sér til hvíldar þegar dauðann bar skyndilega að snemma í ágúst, þá staddur í Júgóslavíu. Haukur sigldi ævinlega hjá Haukur Hólm Kristjánsson loftskeytamaður Minning Haukur Hólm sama félagi, Eimskipafélagi ís- lands og var þar á mörgum skip- um. Síðustu árin á M/s Bakka- fossi. Fengst af fylgdi hann heið- ursmanninum Jónasi Böðvarssyni uns Jónas lét af skipstjóm sökum aldurs. Það fór einlægt vel á með þeim og heyrt hefi ég eftir Jónasi að Haukur hafi verið sá besti loft- skeytamaður sem hann hafi haft á löngum skipstjóraferli. Þetta eru mikil meðmæli. Sama mátti segja um þær skipshafnir sem honum voru samtíða. Var mér það afar vel kunnugt þar sem ég leysti hann af í fríum um margra ára bil. Enda var maðurinn afar skyldurækinn og prúður, gekk hægt um gleð- innar dyr og auðvitað þeim mun geðþekkari fyrir bragðið. Auk þess var hann með allra færustu mönnum í sínu fagi, góður í við- gerðum tækja, fylgdist ákaflega vel með öllu, sem fram fór á öld- um ljósvakans, góður í morse og sendingin það góð að minnti á tónlist eins og hjá öllum sem ná góðu valdi á morse-lykli. Það er furðulegt að þetta stafróf samsett úr einungis tveim merkj- um punkti og striki, skuli geta orðið það sérkennandi að hver einstakur þekkist á sendingunni líkt og maður þekkir venjulega skrift manna á letri. Góð morse-sending er í ætt við tónlist og Haukur var einn þessara manna sem náðu þessum ein- kennilega fögru blæbrigðum, sem hefðu snortið hvern góðan tón- listarmann, sem á hefði hlýtt. Haukur vann undanfarin sum- ur í um það bil tvo mánuði á Reykjavík-Radio hvert sumar meðan sumarfrí þar stóðu sem hæst og var hvers manns hugljúfi. Við kveðjum vin okkar allir starfsbræðurnir, bæði á láði og legi og sendum allri fjölskyldunni dýpstu samúðarkveðjur. Kristján Jónsson, loftskm. VÍKINGUR 336

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.