Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 15

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 15
Sigurjón Arason og Ari Jónsson: Kolmunnaverkefni Þrjú síðastliðin ár hafa verið gerðar margar tilraunir til að nýta kolmunnann til manneldis. T.d. hefur kolmunninn verið þurrkaður og framleidd kolmunnaskreið og er jafnvel hugsanlegt, að hún leysi þorskskreið a hólmi. Árið 1977 voru framleidd um 22 tonn af kol- munnaskreið á vegum stofnunar- innar og var hún seld til Nígeríu fyrir 1.25£ CIF Lagos hvert kg. Þarlendir menn voru mjög ánægðir með þessa framleiðslu. Á síðasta ári hófst all víðtæk samvinna um samnorrænt verk- efni á vegum Nordforsk. Þátttak- endur eru frá Noregi, Færeyjum og íslandi, en óbein aðild er frá Danmörku og Svíþjóð. Þátttöku- stofnanir af íslands hálfu eru Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins og Hafrannsóknastofnunin. Rannsóknastofnanir fiskiðnað- arins í Noregi, Færeyjum og Reykjavík hafa skipt með sér verkum að því er varðar meðferð afla, vinnslu og afurðafram- leiðslu. í Noregi verður prófaður flutningur í kældum sjó, marn- ingsvinnsla og framleiðsla á boll- um og öðrum marningsafurðum. í Færeyjum verur lögð áhersla á flökun, roðflettingu og fram- leiðslu á flakablokk. Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins mun rann- saka hvaða áhrif meðferð fisksins í veiðarfærum og um borð í veiði- skipum hefur á vinnslugæði, einnig munu verða gerðar til- raunir með flutning og geymslu í ískældum sjó í gámum ásamt til- heyrandi geymsluþolstilraunum. Slæging og þurrkun til skreiðar- framleiðslu verða einnig hlutverk VÍKINGUR Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar- ins. Allar stofnanirnar munu stofna til samstarfs við söluaðila hver í sínu landi til markaðs- könnunar fyrir framleiðsluna. í sumar verða gerðar tilraunir með flutning og geymslu kol- munna í svonefndum krapaköss- um annars vegar og hins vegar ís- að og óísað í kassa. Aðferðin með krapakassana byggist á því að blanda af fisk, ís og sjó, í hlutföll- unum ca. 70% 20% — 10%, er sett í gám strax um borð á miðunum og eru gámarnir ekki tæmdir fyrr en hefja á vinnslu í landi. Sjórinn veldur því að fiskurinn helst fljót- andi í gámunum og þar af leið- andi heldur fiskurinn betur sinni eðlilegu lögun og um leið verður hann auðunnari í vélum. Tvær frumtilraunir með krapakassana hafa verið gerðar á vetrarvertíð- inni. í fyrri tilrauninni voru gerðar samanburðarrannsóknir á flutn- ingi og geymslu lifandi blóðgaðs netaþorsks. Þorskurinn var geymdur um borð ísaður í stíur, óísaður í stíur, ísaður í kassa, óís- aður í kassa og kældur í krapa- kassa. í landi var þorskurinn geymdur í níu sólarhringa við sambærileg skilyrði. Annan hvern dag voru eftirtaldar athuganir gerðar: Hitamælingar, gerlataln- ing, TMA (trimethylamine) — mælingar, ferskfiskmat og vinnslumat. Síðari tilraunin var saman- burðarrannsókn á flutningi og geymslu loðnu ísaðri í fiskkassa, óísaðri í körfu og í krapakassa. Siglt var með loðnuna 400 sjómíl- ur og síðan var loðnan geymd í 9 daga í landi. Fylgst var með loðn- unni á hverjum degi og voru eft- irtaldar athuganir gerðar: Hita- mælingar, gerlatalning, TMA-mælingar, öskumælingar, þurrefnismælingar og gróft skyn- mat. Einn aðaltilgangurinn með þessum frumtilraunum var að prófa gafnana og alla vinnuað- stöðu um borð í veiðiskipunum. Þessi reynsla kemur síðan að góð- um notum við veiðarnar í sumar. Frumtilraunir við þurrkun á kolmunna standa yfir og er verið að gera athuganir með hin ólíku þurrkskilyrði. í þessar tilraunir er notuð loðna, spærlingur og frystur kolmunni. í tilraunum var t.d. at- huguð áhrif hleðslu (kg/m2) á grindur og á hvaða þurrkstigi er hægt að segja fiskinn í kös án þess að hann límist saman. I sumar verður kolmunninn þurrkaður með innyflum og verð- ur meðal annars fylgst með áhrif- um fitu og átu á gæði kolmunna- skreiðarinnar. Með þessum til- raunum verður síðan hægt að segja til um hvenær þurfi að slægja vegna fitu og átu. I sumar verða einnig prófaðar slægingar- vélar, en aðaláherslan veðrur lögð á slæginguna í haust, en þá er kolmunninn orðinn mjög feitur og ekki hæfur til þurrkunar öðru vísi en slægður. Hér vantar einfalda og ódýra slægingarvél, sem ekki fjarlægir hausinn. Nýtlng í skreið verður um 20%, ef kolmunninn er slægður með haus, en um 15% ef hann er slægður án hauss, miðað við að slógið sé 20% af þyngd fisksins. 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.