Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 23
slíkir. Greinar þeirra fjalla um hina margvíslegustu hluti, en nær aldrei er vikið að sjókortamálum. Jafnvel atvinnuskribentar eins og Ásgeir Jakobsson og Jónas stýri- maður, sem virðast láta sér fátt það óviðkomandi, er lýtur að fljótandi förum, koma aldrei inn á þessi mál að því er mér sýnist. Hvað veldur? í Víkingnum fann ég tvær greinar um þessi efni og er þá allt upp talið, en með þeim orðum er þó að sjálfsögðu ekki verið að gera lítið úr þessum tveimur greinum nema síður væri. í 7.-8. tölublaði 1967 ritar Guðmundur Jensson ritstjóri grein í tilefni útkomu fyrstu íslensku fiskikortanna. Verður vikið að henni síðar. í 3. tbl. Víkingsins 1972 ritar sjálfur forstöðumaður Sjómælinga, Gunnar Bergsteinsson ágæta grein um þessi mál, sem stendur eins og klettur úr hafi í allri þeirri umræðufátækt, er ríkt hefur um þetta efni. Þessi grein lýsir ljóslega þeirri nöpru staðreynd, að sjó- mælingar eru algert olnbogabarn í okkar sjósóknarþjóðfélagi, svo ekki sé meira sagt, og nægir að tilfæra þau orð forstöðumannsins, „að ástand sjómælinga við ísland sé í dag svipað og það var fyrir einni öld síðan“. Hér á eftir verður allmikið vitnað í þessa grein eða við hana stuðst því þar er að finna stutt ágrip af sögu sjómælinga hér við land fram til 1972, en engin tímamótaskref hafa bæst við þá sögu síðan. Hér skal aðeins stikl- að á þessari sögu til áréttingar orðum um ófremd í þessum mál- um, því ekki var heldur allt í sómanum um þessi efni fyrir öld síðan, né hefur verið gegnum árin. Danir riðu að sjálfsögðu á vaðið með sjómælingar hér við land og var það Danska sjómæl- ingastofnunin — Det Kongelige Danske Sökort Arkiv — sem að því stóð. Fyrsta íslenska sjókortið kom út árið 1788 eða eðeins 4 ár- um eftir stofnsetningu dönsku sjómælinganna. Þótt svo snemma hafi verið við brugðist, er saga danskra sjómælinga hér við land ekki nein frægðarsaga. Danir mega þó eiga það, að þeir eiga stærstan hlut í sjókortagerð af fs- landsmiðum, hlut sem ekki ber að vanþakka, því illa stæðum við í dag, hefði þeirra ekki notið við. Að sögn Gunnars Bergsteinssonar fór snemma að bera á því, að Danir horfðu í eyrinn, þegar sjó- mælingar hér við land áttu í hlut. Þannig var það skömmu fyrir miðja 19. öld, er danski flotinn fór að bollaleggja frekari mælingar hér við land, þá eyddi þáverandi forstöðstöðumaður Dönsku sjómælinganna öllu slíku tali og sagði að sjókort er til væru nægðu fyllilega. Þetta var því furðulegra sem þessi maður var vanur að nota hvert tækifæri sem gafst til þess að afla fjár til sjó- mælinga og kortagerðar. Sá góði maður Zahrtmann neyddist til þess að endurskoða afstöðu sína til þessara mála nokkrum árum síðar, er Frakkar voru farnir að stunda sjómælingar við Island upp á eigin spýtur vegna lélegra sjókorta. Það sem eftir var af öldinni fóru Danir sér svo hægt við sjómæl- ingar hér við land, að breska ríkisstjórnin sá ástæðu til þess að ýta við hinni dönsku varðandi framgang þessa máls, skömmu fyrir aldamót. Danir tóku sig á og unnu ötul- lega fram til ársins 1908, að þeir töldu sig hafa mælt og kortlagt ís- landsmið. Var síðan nær ekkert aðhafst í þessum efnum fyrr en kom fram undir 1930. Þá hefst saga íslenskra sjómælinga með Friðrik V. Ólafssyni, er kynnti sér sjómælingar hjá dönskum og starfaði að þessum málum bæði með þeim og sjálfstætt að ýmsum verkefnum. Pétur Sigurðsson tek- ur síðan við starfi Friðriks 1937. Mér sýnist íslenskar sjómælingar aldrei hafa verið formlega stofn- aðar með pompi og prakt, heldur hafi þær verið lítil hérlend grein af meiði hinna dönsku, sem varð að sjálfstæðri stofnun við sambandsslitin við Dani. Sjálf- stæði stofnunarinnar var Jdó ekki meira en svo í upphafi. að hún gat ekki prentað sín eigin kort né nokkur annar aðili hér á landi. Urðum við að njóta þar Dana allt fram til ársins 1955. Fyrsta alís- lenska sjókortið kom víst út árið 1953, en það var ekki fyrr en 1960 sem Danir slepptu alveg af okkur hendinni í þessum efnum. Eins og á hefur verið drepið, hafa fleiri en Danir komið við sögu sjókortagerðar af íslands- miðum og eru Englendingar þar fremstir í flokki. Breska flota- málaráðuneytið gaf út dönsku kortin með enskri lesningu og bætti við þau frönskum mæling- um, sem þeir fengu aðgang að. Þá gáfu einkaaðilar í Bretlandi út nokkur fiskikort af íslandsmiðum og sömuleiðis breska „Fiskifélag- ið“ — Whitefish Authority — er safnaði upplýsingum hjá reynd- um skipstjórum og gaf út í korta- formi, hin svonefndu King Fisch- er-kort. Beinar sjómælingar stunduðu Bretar aldrei af ráði hér við land, ef frá er talin mæling nokkurra hafna í stríðinu. Þá mældu Þjóðverjar svæði vestur af íslandi og gáfu út yfir það sjókort árið 1958 eins og komið var inn á fyrr í greininni. Ameríkanar hafa lítillega komið við sögu í sam- bandi við sjómælingar á Faxaflóa og Hvalfirði. Ekki skal úthafs- botnskönnunum Rússa og Ameríkana í grennd við landið hin síðari ár blandað inn í þessa umræðu, enda stærri mál en svo, að við munum af eigin rammleik þar mikið nærri korna á næstunni, allra síst þegar brýnni og nærtæk- ari verkefni bíða úrlausnar. Þótt nokkur sjókort hafi verið 23 VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.