Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 25
því nær ónotaður um árabil. En mörg brýn verkefni má leysa án þess að til komi sérstakt skip. Undirrituðum hefur dottið í hug hvort ekki mætti nota ferðir hafrannsóknarskipanna, jafnvel varðskipanna, til þess að safna dýptarmælingum á landgrunninu. Mætti ekki útbúa tölvu, sem skráði dýpi og staðsetningu inn á segulband er vinna mætti úr í landi? Nú kann þeirri mótbáru að verða hreyft, að lóraninn sé oft ekki nógu nákvæmur og kortagerða- menn verði að hafa gögn, sem þeir geti reitt sig á til að færa inn í kort. Þetta er að sjálfsögðu rétt viðhorf, en allt er samt til vinnandi að afla áreiðanlegra gagna með þeim hætti er að framan er minnst á. Um borð í rannsóknarskipunum gæti verið sérstakur maður, er gætti tölvunnar og aðgætti, að hún skráði ekki nema pottþétt gögn. Nútíma tölvutækni gerir það einnig sennilega mögulegt að út- búa sjálfvirka skráningatölvu, sem hafnaði gögnum, þegar lór- aninn væri „ruglaður“. Mér finnst ástæða til að gaum- gæfa þessi mál, þannig að þau tækifæri séu nýtt sem best, er gef- ast til söfnunar á sjómælingar- gögnum. Það er hins vegar ljóst, að ástandið batnar ekki verulega í þessum efnum fyrr en almennur áhugi vaknar á framgangi þeirra. Það virðist því fyrst þurfa að hræra upp í þeirri lognmollu áhugaleysis, sem ríkt hefur um sjómælingamál á þessu landi og eru málin reifuð nú með þetta fyrst og fremst í huga. P.S.: í næsta blaði verður í áframhaldi af þessari umræðu fjallað nokkuð um fiskikort og nafngiftir á landgrunninu, íslensk- ar og erlendar. * Hefurðu heyrt um faðerni dvergsins? Nei. Pabbi hans var Skoti. ms. LANGÁ ms. LAXÁ r R E Y K J A V 1 K 1 ms. RANGÁ ms. SELÁ Útbúum lyfjakistur fyrir skip og báta. ms. SKAFTÁ Eigum ávallt tilbúin lyfja- skrín fyrir vinnustaði, bif- reiðar og heimili. HAFSKIP HF. Skrifstofan Hafnarhúsinu. Sími21160 INGÓLFS APÓTEK Símnefni: Hafskip Telex 2034 Hafnarstræti 5. Sími 29300 VÍKINGUR 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.