Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 28
Þau námu staðar við enda gangsins, lengra ætluðu þau ekki i hili. Þau höfðu nægan tíma enda líklega með þeim fyrstu á staðinn. Það var ekki margt fólk að sjá. Þau stóðu þarna hreyfingarlaus örskamma stund. Hann sá ofan í Ijóshærðan hnakka hennar, hárið var nýsnyrt, það hafði hún látið gera í gær. Tekið slitið úr hárinu, hún hafði ekki haft tíma til þess fyrr en í gær, það hafði hún sagt. Tíma til! Hún hafði haft ná- 28 kvæmlega tvö ár til þess, eða uppundir það. En ekki gert það fyrr en í gær. Aftur fann hann fyrir þessum óþægindum í brjóstinu, eins og tifandi sprengju, og þó. Sem einhver ofvöxtur í brjóstinu, eitthvað sem ekki borgaði sig að hugsa um. Móðirin fór að lesa upp nafna- runu á sjónvarpsskermi sem stóð fyrir ofan þau. Hann leit þangað, þarna stóðu brottfarartímar vél- anna tölvuskýrum stöfum. Hún las upphátt, las öll nöfnin frá byrjun og hann fann flugið henn- ar löngu áður en móðirin. Moskau 8:30 flug 666. Hann leit á úrið, varla nema hálftími til stefnu, tíminn var ekki eins rúmur og hann hafði í fyrstunni haldið. Moskau 8:30, Flug 66, las hún upphátt. Það er það, sagði hún. Dóttirin leit við, forðaðist að sjá framan í hann. Þetta er vélin mín, sagði dóttirin. Hún virtist hálffeg- in þegar hún leit á úrið. Kannski ætti ég að kveðja ykkur núna, við erum á síðasta snúningi. Hún spurði móður sína með augunum, en hann sá ekki hverju hún svar- aði. En nú skildi hann hvers vegna salurinn var þetta mannfár, þau höfðu ekki verið með þeim fyrstu heldur þeim síðustu. Já, það er best að þú kveðjir núna, tók móðirin undir með dóttur sinni og einhvern veginn tókst henni að koma saman í nokkur orð sem hún flýtti sér að hvísla, öllu því flóði af ráðlegg- ingum sem flotið hafði úr munni hennar síðasta hálfa mánuðinn. Þær tóku til að faðmast, ekki af hlýju heldur skyldurækni. Hann vildi ekki heyra hvað fór þeim á milli og kveðjukossana vildi hann ekki sjá og beygði höfuð sitt niður á við og tók eftir að reimin á vinstra skónum var laus og lá máttleysislega út á gráýróttan gólfdúk flughafnargólfsins. Svo kom að þessu vandræða- lega augnabliki sem hann hafði kviðið, eða beðið með eftirvænt- ingu, hvort heldur var. Núna kæmi kveðjukossinn hans. En hún tók aðeins í hönd honum og þegar hann hallaði sér fram sneri hún fimlega við honum andlitinu svo varir hans þrýstust við kinnar hennar. Það var allt og sumt en það var ekki sama. Þú þarft að reima skóinn þinn, sagði hún. Bjalla glumdi og rób- ótröddin sagði á þremur tungu- málum að farþegar í Flug 666 VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.