Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 33
landinu verið skipt í 10 SVFÍ um-
dæmi. í tengslum við 18. lands-
þingið var efnt til sérstaks fundar
umdæmisstjóra SVFÍ, þar sem
gerð voru drög að starfsreglum
þeirra, til frekari samþykktar og
ákvörðunar stjórnar félagsins.
Smaþykkt var að efna til lands-
móts og samæfingar í SVFÍ um-
dæmi árið 1980, en það umdæmi
nær frá Eyjafirði allt austur á
Langanes.
Til sérstakrar umfjöllunar og
kynningar var starfssamningur
Almannavarna ríkisins og SVFÍ
og hvatt til nánara samstarfs á
þeim vettvangi og að fá viður-
kenningu á þætti björgunarsveita
félagsins í aðgerðum, ekki síst í
fámennari byggðalögum.
Þakkir og viðurkenningar
í lok landsþingsins voru ýmsum
aðilum færðar þakkir fyrir gott
samstarf. Við framkvæmd Til-
kynningaskyldunnar var starfsliði
strandarstöðva L.í. færðar sér-
stakar þakkir fyrir þeirra ágætu og
annasömu störf, hafnar- og
vigtarmönnum hinna ýmsu
sjávarþorpa ásamt starfsmönnum
verstöðvaradíóanna, lögreglu-
mönnum ávallt eru reiðubúnir til
að fara eftirlitsferðir niður að
höfn, sé þess óskað.
Vegna leitar- og björgunar-
starfa var öðrum björgunaraðilum
færðar kveðjur og þakkir, sérstak-
lega starfsmönnum Landhelgis-
gæzlunnar og Flugstjórnar. í því
sambandi var eftirfarandi tillaga
samþykkt samhljóða.
„18. Landsþing SVFÍ þakkar af
alhug þeim félagasamtökum, sem
styrkt hafa SVFÍ með fjárfram-
lögum og á annan hátt í þeim
málum, sem varða slysavarna- og
björgunarmál.“
Við þingslit sæmdi forseti fé-
lagsinsk Gunnar Friðriksson
eftirtalda menn þjónustumerki
félagsins úr gulli:
Gest Sigfússon, Eyrarbakka,
fyrir áratuga gjaldkerastörf í svd.
Björg, en hann hefur nú látið af
störfum.
Sigurð Guðjónsson, Sandgerði,
form. bjsv. Sigurvonar, fyrir
heilladrjúg störf í þágu björgun-
arsveitarinnar og framtak við
byggingu björgunarstöðvar SVFl
í Sandgerði.
Einar Sigurjónsson, form. svd.
Fiskakletts og Bjarna BJörnsson,
form. bjsv. Fiskakletts í Hafnar-
firði fyrir margháttuð störf að
slysavarna- og björgunarmálum
og þá sér í lagi vegna byggingar
björgunarstöðvar SVFÍ í Hafnar-
firði.
Jóhannes Briem, Reykjavík,
fyrir langt og fórnfúst starf í þágu
bjsv. Ingólfs, lengst af sem for-
maður.
Þá hlutu starfsstúlkur félagsins,
Ragna Rögnvaldsdóttir og Júlía
Hannesdóttir, sérstaka viður-
ÞESSI farkostur, sem sést á
myndinni, er um margt óvenju-
legur, en hann er ætlaður til
farþegaflutninga á fljótum.
Hann er 50 feta langur, 12 feta
breiður og rými er fyrir 34 far-
þega í hægindastólum, en gert
er ráð fyrir tveggja manna
áhöfn. Á farþegarýminu eru
stórir, opnanlegir gluggar, en
aftast er eldhús og veitingabúð.
kenningu fyrir langt og fórnfúst
starf í þágu félagsins.
Óli fer til læknis. Hann er búinn
að vera með magaverk í marga
daga.
— Ekki líst mér á það, segir
læknirinn.
— Þú ert með skaddað magaop
og verður framvegis að taka til þín
fæðuna í gegnum endaþarminn.
Romdu eftir viku og segðu mér
hvernig gengur.
Óli fer og tekur upp nýjar stell-
ingar við matarborðið. Eftir viku
kemur hann aftur til læknisins og
er hinn ánægðasti. Læknirinn
fagnar því, en spyr Óla hvers-
vegna hann iði svona í sætinu. -
Það er ekkert, segir Óli. — Ég er
bara með tyggjó.
Báturinn er knúinn með
tveim 435 hestafla GMC vélum,
sem knýja Hamilton Jet pumps,
eða þotudæiur, og venjulegur
hraði er 20 hnútar. Eldsneytis-
eyðsla er um 150 lítrar á
klukkustund, en eldsneyti er til
10 klukkustunda siglingar.
Báturinn kostar um 50 mill-
jónir króna.
Þotuöld fljótaskipanna
VÍKINGUR
33