Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 37
vorum þarna alls 10 Islendingar
að konum og börnum meðtöld-
um.“
— Hvaða kaup hefur kafari?
„Samkvæmt taxta Félags ís-
lenskra kafara eru greiddar fjórar
klukkustundir fyrir hvert útkall.
Fyrir þessa fjóra tíma fær kafari
greiddar kr. 71.451.-, sem skiptist
þannig: Fastakaup er kr. 2484 í
dagvinnu. Köfunarálag er kr.
4179 á klst. Síðan er byrjunar-
gjald, sem er greitt einu sinni fyrir
hvert verk vegna ýmissar vinnu
tilheyrandi köfuninni, svo sem
hleðslu á kútum o.fl.: þetta gjald
er 23.459 krónur. Og að lokum er
svo leiga fyrir köfunarbúnað 5317
krónur á klst.“
— Er erfitt starf að vera kafari?
„Menn þurfa að vera heilsu-
hraustir, en alls ekki neinir af-
burðamenn. Hins vegar er árang-
ur starfsins kominn undir verk-
lagni og útsjónarsemi. Þeir sem
vinna sé rhlutina erfitt, geta ekki
unnið svona vinnu niðri í vatni
eða sjó. Það skiptir líka máli að
vera með réttan búnað. Hjálm-
kafari t.d. — í þungu útfærslunni
— er meistari að hreyfa sig í lóð-
réttu línunum. Hann notar loftið í
búningnum sem jafnvægisbúnað.
Vanur maður getur verið ótrúlega
snöggur í hreyfingum. Froskmað-
ur hefur aftur á móti alla mögu-
leika til að hreyfa sig lárétt.
Hvað mundirðu kalla þennan?“
— Kristbjörn dregur fram sænsk-
an auglýsingabækling og bendir
þar á mann í froskbúningi, nema
hvað hann er með hjálm á höfði.
„Ha, hjálmfrosk? Já hann gæti
tekið af sér hjálminn og sett á sig
hettu og sundgleraugu og túttuna
upp í sig, þá væri hann orðinn
froskur. Ef hann hins vegar
klæddi sig úr gallanum og færi í
þennan hefðbundna þurrbúning,
þá væri hann hjálmkafari.“
— Leita ungir menn eftir kaf-
arastarfi?
„Já, sumir eru haldnir þessari
bakteríu, alveg ódrepandi, en at-
vinnumöguleikarnir eru þverr-
andi. En margir leika sér að þessu.
Menn heillast af hinu óþekkta.
FTH
Hjálmkafari í fullum skrúða. Verið er að
úthúa Einar Kristhjörnsson hjá Köfunar-
stöðinni til köfunar.
Kafari að störfum. Einar Kristbjörnsson
er þarna við athuganir á einuin stöpli
Boryarfjarðarbrúarinnar.
T
VÍKINGUR
37