Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 40
við fjallgöngu, kafarinn fer bara
niður fyrir láglendið en fjall-
göngumaðurinn upp af því. Niðri
í sjónum ert þú kominn í annan
heim, og þú ert þar laus við allan
skarkala ekki síður en á fjöllum
uppi. Það er margt áhugavert að
skoða undir yfirborði sjávar:
gróður, dýralíf, skipsflök og
neðansjávarlandslag, klettar,
drangar, hellar o.fl.“
— Eru einhverjir staðir hér við
land sem öðrum fremur er gaman
að kafa á?
„Ég hef kafað á ansi mörgum
stöðum. Einna minnisstæðust er
mér köfun við Kolbeinsey. Sjórinn
þar er mjög tær og þar eru fal-
legir þverhníptir klettaveggir og
fjölskrúðugt líf. Gróskumiklir
þaraskógar eru líka skemmtilegir,
eins og við Grímsey. Einu sinni
kafaði ég ásamt fleirum við
Bjargtanga. Það var afar
skemmtilegt. Annars er Vatns-
leysuströndin ósköp ágæt. Þar
byrjuðum við Kalli að kafa.
Þangað er stutt að fara úr
Reykjavík.“
— Er ekki varasamt að kafa við
björg eða kletta, ef einhver ylgja
er í sjóinn?
„Það þarf náttúrulega að vera
gott veður, en annars er þetta ekki
hættulegt, þegar maður er kominn
niður. Maður finnur yfirleitt ekki
mikið fyrir bylgjuhreyfingu nema
efst í sjónum. Ég hef orðið var við
hana dýpst á 20 metra dýpi, við
Grímsey.“
— Hefur þú kafað í sambandi
við starf þitt eða menntun?
„Já, ég hef t.d. kafað tvisvar við
Surtsey til að safna sjávarlífver-
um, þörungum og botndýrum. Ég
kafaði þar fyrir Aðalstein
Sigurðsson fiskifræðing og Sigurð
Jónsson þörungafræðing, en þeir
höfðu þar rannsóknir með hönd-
um. Ég hef víðar kafað til að safna
lífverum á grunnsævi. Það má
segja að þetta tilheyri mínu fagi.
Það viðheldur áhuga mínum á
SMUROLÍUR OG SMURFEITI
OLÍUVERZLUIM ÍSLAIMDS HE
HAFNARSTRÆTI 5 ■ REYKJAVÍK
SÍMI 24220
Skoðun og viðgeröir
gúmmíbáta allt árið.
Kókosdreglar og ódýr
teppi fyrirliggjandi.
gúmmIbAtaþjónustan
Grandagarði 13 - Simi 14010
40
VÍKINGUR