Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 43

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 43
Hverjir mega stunda köfun í atvinnuskyni? Lög um kafarastörf voru samþykkt á Alþingi 31. mars 1976. Þar er kveðið á um þau skilyrði sem menn þurfa að uppfylla til þess að mega hafa atvinnu af köfun hérlendis. Þessi lög hafa enn ekki komið til framkvæmda, eins og fram kemur í viðtalinu við kristbjörn Þórarinsson, vegna þess að reglugerð vantar um námskeið og próf. Til frekari glöggvunar fara hér á eftir þrjár greinar laganna, en þær eru samtals 11: l.gr. Enginn má í atvinnuskyni stunda köfun í ám eða vötnum, við strendur landsins eða frá íslenskum skipum hér við land, nema hann fullnægi þeim skilyrðum sem sett eru í lögum þessum. 3-gr. Hver sá, er stunda vill köfun, skal fullnægja eftirgreindum skilyrðum: a) vera fullra 20 ára, b) hafa með fullnægjandi ár- angri gengið undir tilskilda læknisskoðun, c) hafa staðist kafarapróf sam- kvæmt 4. gr. 4. gr. Við kafarapróf þau, sem get- ur í c-lið 3. gr., skal sannreynt hvort sá, sem prófið tekur, hafi fullnægjandi fræðilega og verklega þekkingu á kafara- störfum, meðal annars hvort hann þekkir allar almennar ráðstafanir til öryggis kafaran- um meðan hann vinnur starf sitt, svo og, að hann hafi ná- kvæma þekkingu á hlutum þeim, sem notast við köfun, og hvernig þeim skuli haldið við. Ráðherra er heimilt að efna á hæfilegum fresti til námskeiða fyrir þá, sem þreyta vilja kafarapróf og fullnægja til þess skilyrðum a- og b-liðar 3. gr. Ákvæði um tilhögun nám- skeiða, námsgreina, kennslu og kennslugjöld skulu sett í reglu- gerð. Hvar starfa atvinnukafarar? íslensk fyrirtæki eða stofn- anir sem hafa köfun sem fastan eða óhjákvæmilegan þátt í starfsemi sinni, eru ekki mörg. Þessi er helst að telja: Vita- og hafnarmálaskrif- stofan hefur haft kafara á sín- um vegum fleiri eða færri í hálfa öld. Á síðustu árum hefur þó köfun dregist mikið saman hjá þessari stofnun vegna breyttra aðferða við hafnargerð (stálþil í stað steinkerja). Nú er þar aðeins einn fastráðinn kaf- ari, en á fyrri tíð störfuðu allt að 10 manns við köfun yfir sum- artímann á vegum Vita- og hafnarmálaskrifstofunnar. Landhelgisgæslan þjálfar stýrimenn á varðskipunum til kafarastarfa. Hér er eingöngu um froskköfun að ræða. Reynt er að hafa ekki færri en tvo froskkafara á hverju varðskipi. Kafarastörf Landhelgisgæsl- unnar eru svo til eingöngu miðuð við aðstoð við skip, einkum að skera úr skrúfum. Nokkrir starfsmenn Land- helgisgæslunnar hafa lært köf- un erlendis. Þorvaldur Axels- son og Pálmi Hlöðversson, sem sjá um þjálfun kafaraefna, lærðu t.d. báðir hjá danska sjó- hernum. Björgunarfélagið hf. hefur starfað síðan 1964. Það er eign tryggingarfélaga, allra sem standa að skipatryggingum. Það gerir út björgunarskipið Goðann. Þar eru minnst tveir og allt að fjórir kafarar um borð. Verkefni Goðans er fyrst og fremst að aðstoða fiskiskip við drátt og losun úr skrúfu o.fl. Að meðaltali hefur hann að- stoðað skip 90—100 sinnum á ári. Köfunarstöðina er er getið um í viðtalinu við Kristbjörn Þórarinsson. Kafaraþjónusta Guðmundar Guðjónssonar hefur starfað síðan 1954. Tveir kafarar starfa nú á hennar vegum. Þeir hafa m.a. unnið við lagningu og viðgerðir sæstrengja á vegum RARIK, en einnig hefur Guð- mundur Guðjónsson unnið við hafnargerð og viðgerðir á raf- magnskapli og vatnsleiðslu milli Vestmannaeyja og lands. Hafrannsóknastofnunin mætti að síðustu nefna í þessari upptalningu. Rannsóknaköfun hefurnokkuð verið stunduð á hennar vegum, en ekki hefur hún fastráðna menn til þeirra starfa. VÍKINGUR 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.