Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 47

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 47
Þetta mikla skip er í föstum ferðum með farþega «g bíla, vikulega, milli Þórsliafnar og Esbjerg. Auk þess siglir Smyrill einsog allir vita á Skotland, ísland og noreg frá Færeyjum. starfræktar yfir sund og til eyja, þar sem ekki var unnt að aka, þá hafa komið ferjuleiðir milli staða, sem unnt er að aka á milli (þótt skömm sjóleið skeri t.d. dönsku sundin). Svíar fara til Finnlands með einkabíla sína á skipum. Finnar til Þýskalands og Svíþjóð- ar, Norðmenn til Þýskalands. Allt eru þetta leiðir, sem má aka að mestu á þjóðvegum, en fólki þykir aðeisn hagkvæmara og þægilegra að sigla með glæstum ferjum, í stað þess að aka yfir lönd og álfur. Bíllinn er svo tekinn, þegar ferjan er lögst að bryggju, og menn aka inn í landið. En það eru ekki einasta fjöl- skyldur, sem notfæra sér þessi þægindi, vöruflutningafyrirtæki nota ferjurnar í vaxandi mæli, og er nú talið hagkvæmara að senda vörubíla með skipum, en að láta þá aka þjóðvegi landanna, hundruð kílómetra. Þarna sparast tími, og nákvæntnin eykst, því ógerlegt er að vita fyrirfram hversu lengi vörubíll er t.d. á leiðinni frá Gautaborg til Miinchen, eða frá Hamborg ti! Lundúna, ef aka á yfir mörg þjóðlönd. Ef unnt er að fara mestan hluta leiðarinnar með ferju má segja fyrir um tíma. Flutningafyrirtæki og verksmiðj- ur reikna út kostnaðinn — og nú er hagkvæmara að sigla vörubíl- um en aka þeim langar leiðir. Til marks um aukninguna hjá ferjunum, þá hafa farþegaflutn- ingar með skipum yfir Ermarsund tvöfaldast á síðasta áratug, þrátt fyrir flug og aðra möguleika, og eru nú 250 ferðir á dag milli Bret- lands og meginlandsins á anna- tímanum og aldrei færri en 50 ferðir á dag að vetrarlagi. Þetta eru að mestu leyti venjuleg skip, sem taka farþega, bíla eða járn- brautarvagna og þau sigla yfirleitt með 20 hnúta hraða. Til viðbótar eru svo loftpúðaskip og skíðaskip. Ferjuútgerðin Ef haldið er áfram að fjalla ofurlítið um bílferjur og farþega- skip, sem sigla yfir Ermarsund, þá eru það einkum tvö stór félög, sem annast þessa flutninga. Þau eru SEALINK, sem er sameign bresku, frönsku, belgísku og hol- lensku járnbrautanna og TOWNSEND THORESEN félagið, sem er hlutafélag. TOWNSEND THORESEN félagið var stofnað árið 1929 .og hafði þá aðeins eitt skip í ferðum. Á síðasta ári var það með 14 skip í ferðum og velti 105 milljónum sterlingspunda. Netto hagnaður af rekstri félagsins nam 15.5 milljónum punda á seinasta ári. TOWNSEND THORESEN sigldi fyrstu áratugina aðeins milli Dover og Calais, en árið 1964 fór félagið að færa út kvíarnar og siglir nú á sjö leiðum milli Bret- lands og meginlandsins. Fyrir 17 árum flutti félagið 47 VESTURÞÝSKALAND NOREGUR Það er uni að velja tvær rúlur eða bílferjur niilli Þýskalands «}> Noregs. Milli Kiel og Osló og niilli Cuxhaven og Bcrgen. Eargjiild eru 90 DM, fæði innifalið og undir bílinn kostar 75 DM. Siglingin tekur 19—21 klukkiitíina. Það eru þýska skipafélagið Jahre Line og norska skipafélagið Fred. Olsen Bergen Línan, sem annast þessar ferðir. VÍKINGUR

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.