Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 49

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 49
m STRANDFER.JUR í SVÍÞJÓÐ Bæði Álandseyjar o« Golland húa við góðar ferjusamgöngur, og það sania má segja uni Borgundarhólm. Gotlandssiglingarnar eru þannig að um fjórar ferjuleiðir er að ræða að sumarlagi frá Svíþjóð, en tvær í skammdegi. Þrjár ferjuleiðir eru til Álandseyja. Myndin er af einni af sænsku ferjunum. er hvað ferjuleiðum hefur fjölgað milli staða, sem má aka að mestu á milli á bílum. Gott dæmi um það, er að nú hefjast innan skamms öflugar siglingar með farþega og bíla milli Hamborgar og Harwich á Bretlandi. Þjóðverjar munu nota 6000 og 8000 tonna skip og hafa skipulagt víðtækt sölustarf á gist- ingum, m.a. á bóndabæjum (guesthouse) í norðanverðu Þýskalandi til að greiða yfrir þessum fólksflutningum. Það vita allir að unnt er að aka yfir til Frakklands frá Þýskalandi og skjótast yfir sundið á ferju. Samt kjósa flestir heldur að sigla þessa leið. Færeyingar búa við góða ferjuþjónustu Færeyingar hafa ekki gleymt að gera vegi heima hjá sér einsog ís- lendingar, sem einsog áður sagði búa við frumstætt vegakerfi einir Evrópuþjóða. Færeyingar geta ekið bílum til meginlands Evrópu. Sameinaða gufuskipafélagið danska DFDS heldur uppi ferju- siglingum til Færeyja. Sigla skip félagsins vikulega milli Dan- merkur og Færeyja. Sigla á mánudögum frá Esbjerg á Jót- landi (skammt frá þýsku landa- mærunum) og frá Þórshöfn á miðvikudögum. Þessar ferjur taka 6—700 farþega og um það bil 230 bíla. Þær eru troðfullar á annatíma. Fareoship A/S sigla síðan vikulega 7. júní—13. september milli Þórshafnar og Bergen í Nor- egi. Kostar farið 420 danskar krónur fyrir manninn og undir bílinn kostar 315 krónur danskar. Þetta er Smyrill, sem einnig siglir til Seyðisfjarðar og til Scrabster á Skotlandi. Af þessu sést að Færeyingar eru mun betur settir en íslendingar, og hafa viðunandi siglingar að þessu leyti. Samnorrœna ferjan Norðurlandaráð hefur á und- anförnum árum fjallað um sam- norræna bílferju, sem smíðuð yrði á kostnað Norðurlandanna. Nefndir og undirnefndir hafa sýnt fram á að slíkur ferjurekstur á að verða arðbær (þó nú væri). Málin standa nú þannig að Færeyingar, sem eiga að gera skipið út og reka það, ef af verður, eiga eftir að svara. En til mála kemur einnig að Færeyingar kaupi sjálfir stórt far- þegaskip og taki þessar siglingar í sínar hendur. Er málið í sjálfheldu á meðan. Hér hefur verið gert stutt yfirlit yfir siglingar með bíla og farþega og vörur, eða svonefndar ferju- siglingar nútímans, sem er blóm- legur atvinnuvegur. Það er engin afsökun að íslendingar séu of fá- menn þjóð fyrir ferjuskip. Það er búið að afsanna með útreikning- um sérfræðinganefndar Norður- landaráðs. Það er aðeins dáðina sem skortir, það dáðleysi er því veldur að nútímaþjóðin íslend- ingar, sem tileinkað hefur sér alla mögulega tækni, býr við frum- stæðasta vegakerfi í Evrópu (eða eigum við að segja í öllum heim- inum heldur?) Bílaeign er mikil á íslandi, og með því að opna vegasambandið við meginlandið, myndi ferða- mannastraumurinn aukast veru- lega til landsins — ferðamanna- tíminn líka, og vöruleiðir opnast. JG tók saman. O Það er glatt á hjalla í flugstjórnar- klefanum. En eftir fimmta viskí- glasið segir flugstjórinn: Jæja, nú drekk ég ekki meira. Ég er með bílinn minn á vellinum. VÍKINGUR 49

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.