Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 50
Stýrimannaskólanum
berst giöf
Nýlega barst Stýrimannaskól-
anum í Reykjavík gjöf frá Vigdísi
Ólafsdóttur til minningar um
mann sinn, Hörð Þorsteinsson
sjóvinnukennara og stýrimann, en
hann lést 1977. Er gjöfin mynda-
spjald af 20 gömlum togurum frá
upphafi togaraaldar og fram að
síðustu heimsstyrjöld, ásamt
vatnslitamynd af sjómanni í full-
um sjóklæðum, en fyrirmyndin er
mynd af Þorvaldi Magnússyni
togarasjómanni, sem var á káp-
unni á bók Vilhjálms Þ. Gíslason-
ar, Sjómannasögu, sem út kom
1945. Þetta myndaspjald var í
mörg ár á stöðum þar sem
Hörður hélt sjóvinnunámskeið sín
í Reykjavík. Þegar sjóvinnunám-
skeiðin voru aðlöguð grunnskóla-
kerfinu og hætt að halda þau sér-
staklega, hafnaði myndaspjaldið í
geymslu hjá Fiskifélaginu ásamt
öðrum myndum, sem Hörður
hafði safnað og lágu þar undir
skemmdum. Þegar Halldór Hall-
dórsson stýrimaður og gamall
nemandi Harðar frétti af þessu
ákvað hann, í samráði við Vigdísi,
ekkju Harðar, að myndaspjaldið
væri best geymt uppi í Stýri-
mannaskóla. Myndaspjaldið var
nokkuð byrjað að láta á sjá og
þurfti að lagfæra það. Veitti Þórir
Óskarsson ljósmyndari á Ljós-
myndastofu Þóris á Rauðarárstíg
16, góða aðstoð við það, en hann
hefur í áraraðir útbúið mynda-
spjald af Stýrimannaskólanemum
á hverju vori. Bróðir Vigdísar,
Skafti Ólafsson prentari útbjó
gjafaspjald með eftirfarandi texta:
„Til Stýrimannaskólans í Reykja-
vík til minningar um Hörð Þor-
steinsson sjóvinnukennara frá
Vigdísi Ólafsdóttur og börnum
þeirra, Ingibjörgu, Arilíusi, Kol-
brúnu og Hafsteini.“
Eins og fyrr segir er gjöfin
myndaspjald með myndum af alls
20 gömlum togurum. Meðal
þeirra er mynd af bv. Reykjaborg,
en hún fórst í síðasta stríði eins og
kunnugt er, en fyrri maður Vig-
dísar var einmitt skipverji þar og
fórst hann með skipinu. Einnig
fórst bróðir Jónasar skólastjóra,
sem hét Asgeir en hann var með
togarann í þessari síðustu ferð
hans.
Stýrimannaskólinn á sáralítið
af myndum af gömlum íslenskum
skipum og er vonandi að velunn-
arar skólans bæti úr því á kom-
andi árum. Þá vantar mikið á að
skólinn eigi skólaspjöld af öllum
árgöngunum sem hafa útskrifast
frá skólanum, á það sérstaklega
við árganga frá fyrri hluta aldar-
innar. Nýlega hefur skólanum
verið gefin mynd af árganginum
frá 1912. Var það Páll
Guðmundsson skipstjóri sem af-
henti hana, en faðir hans Guð-
mundur Gilsson, sem er nýlega
látinn, hafði útskrifast það ár.
Áður hefur Hafsteinn Bergþórs-
son gefið mynd af sínum árgangi
frá árinu 1913. Er vonandi að vel-
unnarar skólans athugi þetta þeg-
ar þeir koma á skólaslit á af-
mælisárum sínum.
H.H.
50
VigdísÓlafsdóttirásamt skólastjórahjónunum Pálínu Árnadótturog Jónasi Sigurðssyni.
VÍKINGUR