Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Qupperneq 51
Skólaslit Stýrimanna-
skólans í Reykjavik
Sigrún Elín Svavarsdóttir frá Djúpavogi er fyrsta stúlkan er lýkur prófi þriðja stigs á
Isafirði.
Stýrimannaskólinn í Reykjavík
var slitið í 88. sinn 23. maí. í upp-
hafi minntist skólastjóri tveggja
nemenda sem látist höfðu af slys-
förum á skölaárinu, Ólafs Magn-
ússonar sem lést í desember og
Hilmis Bjarnasonar sem lést í
apríl.
í skóianum voru 169 nemendur
þegar flestir voru. Auk þess var 1.
stigs deild á ísafirði í tengslum við
Iðnskólann þar og önnur 1. stigs
deild á Höfn í Hornafirði.
Utan venjulegrar stundaskrár
voru haldin nokkur námskeið við
skólann svo sem brunavarnanám-
skeið á vegum Slökkvistöðvarinn-
ar og verkstjórnarnámskeið á
vegum Iðntæknistofnunar ís-
lands. Auk heilsufræðikennsl-
unnar í skólanum fengu nemend-
ur að fylgjast með aðgerðum á
slysadeild Borgarspítalans. Enn-
fremur fóru nemendur 2. og 3.
stigs æfingaferðir með varðskip-
unum Tý og Ægi.
Prófi 1. stigs luku samtals 71
nemandi og af þeim var ein stúlka,
Skúlína Hlíf Guðmundsdóttir úr
Grundarfirði. Prófi 2. stigs luku 51
og prófi 3 stigs 37. Prófi 3. stigs
lauk ein stúlka, Sigrún Elín Svav-
arsdóttir, sú fyrsta sem lýkur slíku
prófi hér á landi. Fimm nemendur
luku bæði prófi 1. og 2. stigs á
skólaárinu.
Efstur á prófi 3. stigs var Ás-
björn Skúlason, 9.52, og hlaut
hann verðlaunabikar Eimskipafé-
lags íslands, farmannabikarinn.
Efstur á prófi 2. stigs var Tryggvi
Gunnar Guðmundsson, 9.33.
Hann hlaut verðlaunabikar Öld-
unnar, Öldubikarinn. Landssam-
band íslenskra útvegsmanna veitti
verðlaun fyrir hæstu einkunn í
siglingafræði, fiskimanni á 2. stigi
og hlaut þau Jón Guðlaugsson,
klukku með loftvog.
Bókaverðlaun úr Verðlauna- og
styrktarsjóði Páls Halldórssonar
skólastjóra hlutu eftirtaldir nem-
endur, sem allir höfðu hlotið
ágætiseinkunn. Á 3. stigi: Ásbjörn
Skúlason og Sigurleifur Ágústs-
son. Á 2. stigi: Halldór Benóný
Nellet, Óðinn Gestsson og
Tryggvi Gunnar Guðmundsson.
Bækurnar voru nýútkomið Skip-
stjóra og stýrimanna tal, sem Æg-
isútgáfan gefur út. Gaf útgáfan 4
eintök af þeim bókum til þessara
verðlaunaveitinga. Bókaverðlaun
fyrir góða frammistöðu í dönsku
veitti danska sendiráðið þeim
Kristjáni Kristjánssyni og Skafta
Jónssyni á 3. stigi og Halldóri
Zoéga á 2. stigi.
Eftir afhendingu skírteina
ávarpaði skólastjóri nemendur og
brýndi fyrir þeim að gæta þeirrar
ábyrgðar sem fylgir því að taka að
sér stjórn á skipi.
Viðstaddar skólaslit voru þrjár
dætur Guðmundar B. Kristjáns-
sonar, sem var einn af fyrstu
kennurum skólans og starfaði við
hann í 39 ár. Á þessu ári var öld
liðin frá fæðingu hans og af því
tilefni stofnuðu dætur hans sjóð,
að stofnfé kr. 1 milljón til minn-
ingar um hann. „Minningarsjóður
Guðmundar B. Kristjánssonar
stýrimannaskólakennara og skip-
stjóra.“ Sjóðurinn er ætlaður til að
verðlauna þann nemanda sem við
lokapróf 3. stigs hefur fengið
hæsta einkunn í siglingafræði
miðað við öll stig námsins. Orð
fyrir þeim systrum hafði Ragn-
heiður Guðmundsdóttir læknir.
í tilefni af því að fyrsta stúlkan
51
VÍKINGUR