Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Side 54
Kristinn Þór Ásgcirsson Selfossi
Kristján Kristjánsson Akranesi
I>ogi Jósef Guðmundsson Reykjavík
Magnús Birgisson Reykjavík
Óðinn Agnarsson Keflavík
Skortir búnað og þekkingu til
að verjast olíumengun sjávar
Páll Þorgrims Jónsson Reykjavík
Ríkharður Sverrisson Reykjavík
Sigrún Elín Svavarsdóttir Djúpavogi
Sigurbjörn L. Guðmundsson Grindavík
Sigurður Reynir Bjarnason Reykjavík
Sigurður Sigurjónsson Hafnarfirði
Sigurlcifur Ágústss. Kirkjubóli, önundarf.
Skafti Jónsson Kópavogi
Stefán Sigfús Stefánsson Reykjavík
Steingrímur ilildimundarson Álftanesi
Sveinn Steinar Guðjónsson Keflavík
Sveinn Sæmundsson Revkjavík
Sævar Sveinsson Vestmannaeyjum
Valur Jóhannesson Reykjavík
Þór Einarsson Raufarhöfn
Sett fram af Jónasi Egilssyni olíu-
afgreiðslumanni við komu Litla-
fellsins til Húsavikur 1/6 1979.
Fyrir losun.
Að búa hér er besta sæla
ef brennsluolía er til að dæla.
Nú er engu hægt að hæla
hér er ekkert til að mæla.
Eftir losun.
Fullir eiga framtíð búna,
finnst ei tankur minna en hálfur.
Eru flestir orðnir núna
eins og ég vildi vera sjálfur.
Dagana 15.—17. maí sl. efndi
Siglingamálastofnun ríkisins til
námskeiðs um varnir gegn olíu-
mengun sjávar. Námskeiðið var
haldið fyrir atbeina Hafnasam-
bands sveitarfélaga og ætlað fyrir
hafnarstarfsmenn. Það var haldið
í húsi Slysavarnafélagsins á
Granda í Reykjavík.
í setningarræðu Hjálmars
Bárðarsonar siglingamálastjóra
kom m.a. eftirfarandi fram:
Starf Siglingamálastofnunar-
innar að bættum vörnum gegn
olíumengun frá daglegum rekstri
skipa, hefur beinst að því fyrst og
fremst að bæta búnað skipa til
söfnunar um borð á úrgangsolíum
og bæta móttökuaðstöðu fyrir
olíuúrgang af þessu tagi í höfnum
landsins.
í sambandi við eftirlit stofnun-
arinnar með olíustöðvum og
verksmiðjum, hefur starfsemin
ekki enn getað stuðst við ákveðnar
innlendar reglur, en lögð hefur
verið áhersla á að kynnast sam-
bærilegum reglum nágrannaland-
anna um leið og unnið hefur verið
Frá setningu námskeiðs Siglingamálastofnunar ríkisins um varnir gegn olíumengun
sjávar.
að setningu reglna um þetta efni.
í þriðja lagi hefur svo stofnunin
lagt megináherslu á það, að hér
væri búnaður til þess að hreinsa
olíu úr sjó eða framkvæma aðrar
aðgerðir til þess að draga úr nei-
kvæðum áhrifum olíumengunar,
jafnframt því að hér væri ávallt
mannafli sem þjálfaður er í notk-
un slíks búnaðar.
Þá sagði Hjálmar ennfremur að
búnaður hér á landi til að tefja
fyrir útbreiðslu olíu á sjó og til að
ná henni upp af sjávarfleti væri
löngu orðinn allt of lítill og úreltur
til að hægt væri að ráða við
nokkra verulega olíumegnun
sjávar. Fjárveitingarvaldið hefur
hins vegar fellt niður fjárframlög
til þessara mála.
Reynslan hefur sýnt, sagði
Hjálmar ennfremur, að langflest
óhöpp sem verða hér við land og
leiða til olíumengunar sjávar,
verða inni í höfnum, og afskipti
Siglingamálastofnunarinnar af
slíkum óhöppum hafa undirstrik-
að nauðsyn þess, að á hverjum
stað sé búnaður til að verjast
áhrifum slíkra óhappa og um leið
mannafli á staðnum sem veit
hvernig á að bregðast við.
Mörg erindi voru flugg á nám-
skeiðinu, en fyrirlesarar voru
Hrafnkell Guðjónsson frá Sjó-
mælingum ríkisins, Jóhann
Jakobsson efnaverkfræðingur,
Magnús Jóhannesson deildar-
verkfræðingur og Stefán Bjarna-
son mengunarsérfræðingur. 29
menn sóttu námskeiðið, flestir
hafnastarfsmenn, víðs vegar að.
Mikill áhugi er á því, bæði hjá
Siglingamálastofnuninni og með-
al hafnastarfsmanna að halda
fleiri slík námskeið, enda komust
ekki allir á þetta sem þurftu og
vildu, m.a. vegna samgönguerfið-
leika.
54
VÍKINGUR