Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Síða 55
Brautskráning nemenda
V élskóla í slands
— í Reykjavík, laugardaginn 19. maí 1979
Brautskráning nemenda Vél-
skóla íslands í Reykjavík fór fram
laugardaginn 19. maí sl. Um 450
nemendur stunduðu nám við
skólann á liðnum vetri, þar af 400
í Reykjavík en vélskóladeildir eru
einnig á Akureyri, í Vestmanna-
eyjum, á ísafirði, í Keflavík og á
Akranesi. Tæplega 200 nýir nem-
endur hófu námið síðastliðið
haust og var rétt á mörkum að
hægt væri að sinna öllum um-
sóknum vegna mikillar aðsóknar.
Um 400 vélstjórar eru útskrif-
aðir á þessu vori með vélstjóra-
réttindi af ýmsums tigum en undir
lokapróf gengu 87 nemendur og
stóðust 70 prófið.
Árlegur kynningardagur skól-
ans, Skrúfudagurinn, var haldinn
að vanda og var gestkvæmt. Þá
gefst öllum tækifæri til að kynna
sér starfsemi skólans og er þetta
tilvalið tækifæri fyrir væntanlega
nemendur og foreldra þeirra að
heimsækja sólann. Gamlir vél-
stjórar koma gjarna og gæða sér á
ljúffengum veitingum vélstjóra-
kvenna en kvenfélagið Keðjan
hefur kaffisölu í skólanum þenn-
an dag. Árshátíð skólans var
haldin um kvöldið og var hún
fjölsótt.
Svokölluð starfsvika er nú orðin
fastur liður í skólastarfinu. Þá eru
nemendur sendir í náms- og
kynnisferðir undir leiðsögn kenn-
ara til ýmissa fyrirtækja og stofn-
ana. Heimsóttar voru smiðjur og
verkstæði, Hitaveita Reykjavíkur,
Sementsverksmiðjan á Akranesi,
Áburðarverksmiðjan, Rann-
sóknastofa iðnaðarins að Keldna-
Fulltrúi 10 ára afmælisárgangs vélstjóra, Halldór Olesen afhendir Andrési Guðjónssyni
skólastjóra myndastyttu.
4. stigs vélstjórar er útskrifast vorið 1979.
holti, Landhelgisgæslan, Þjóð-
minjasafnið, Handritastofnun,
Veðurstofa íslands og auk þess
fjölmörg einkafyrirtæki. Móttök-
ur allar voru forráðamönnum
þessara fyrirtækja og stofnana til
VÍKINGUR
55