Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1979, Blaðsíða 57
Skipstjóra- og st ýri- mannatalið er komið út Ekki hefur farið mikið fyrir sjó- mannastéttinni í þeim æviskrám, sem út hafa verið gefnar. Þar eru embættishmenn, bændahöfðingjar og margskyns sveitarstólpar ríkj- andi. Árangurslaust leita menn tíðum í íslenskum æviskrám, Hver er maðurinn, fslenskir samtíða- menn og svo framvegis, að nöfnum margra okkar merkustu skip- stjórnarmanna. En þeir ivirtust ekki, færðimennirnir, ætla að sinna því verki að skrá æviatriði slíkra manna. Undan er þó skilin hin ágæta bók Jóns Eiríkssonar, skipstjóra, en hún tók einungis til farmanna og óbættir lágu því áfram hjá garði okkar miklu fiskiskipstjórar, sem margir höfðu lagt drýgstan skerf til þess íslands, sem nú er, fundið ný mið og leitt sjósókn í sjávarplássunum. Sú hugmynd var alls ekki ný að gefa út heildar skipstjóratal. Guðmundur H. Oddsson hafði reifað þá hugmynd fyrir meir en áratug. Guðmund þarf ekki að kynna fyrir lesendum Víkingsins, svo lengi, sem hann sat í blaðstórninni, var formaður Öldunnar, forseti Farmanna- og fiskimannasambands og hefur gegnt margvíslegum trúnaðar- störfum fyrir sjómannastéttina. Þessi hugmynd Guðmundar lá þó í láginni þar til 1975, að þeir tóku að ræða hana í fullri alvöru, hann og Guðmundur Jakobsson, bókaútgefandi. margir sjómenn kannast einnig við hann sem út- gefanda fjölda sjómannabóka Ægisútgáfan) og hann tók saman það merka rit „Mennirnir í brúnni I—V“, sem er hið besta heim- VÍKINGUR ildarrit um sjósókn hin síðari ár. Báðir voru þeir Guðmundarnir sjómenn og skipstjórar fyrri hluta ævinnar og því gerkunnugir sjó- mennsku og sjómannastéttinni um allt land. Það kom ekki til álita hjá þeim nöfnum að velja fræðimann til að vinna verkið. Þeir vissu að for- senda fyrir því að vinna þetta verk var fyrst og fremst þekking á skipstjórastéttinni, persónulegur kunnugleiki við fróða menn í hin- um ýmsu verstöðum og frammá- menn í samtökum skipstjórnar- manna. Þeir ákváðu því að safna gögnum í félagi og fjármagna það í félagi, en síðan ynni Guðmundur Jakobsson úr gögnum og Ægisút- gáfan gæfi ritið út. Þeir útbjuggu gögn til útgfyllingar og sendu í allar áttir. Heimtur urðu mjög misjafnar og þeir urðu að leggja land undir fót og heimsækja ver- stöðvar og nota símann óspart. Skipstjórafélögin hvert á sínu félagssvæði, Aldan og Skipstóra- félag íslands í Reykjavík, Bylgjan á Isafirði og Skipstjórafélag Norðlendinga gengu til liðs við þá og var þeim að því mikill styrkur og víða lögðu góðir menn þeim lið. Sá vandi kom upp hjá þeim við skipulagningu verksins, að margir miklir skipstjórar fyrrum, höfðu ekki setið á skólabekk og einnig fundust ekki gögn um marga sem tekið höfðu 30 tíma próf á námskeiðum Fiskifélagsins. Þeim fannst ótækt að láta sumra þessara manna ógetið, sem þeir vissu að höfðu verið skipstjórar langa ævi og farsælir í starfi. Þeir höfðu upphaflega hugsað sér eitt stórt bindi, en þau urðu þijú, alls 925 blaðsíður með 1900 nöfnum og æviskrám. Þeir sáu þó af kunnugleika sínum að marga vantaði, sem þarna áttu að vera, en engin gögn höfðu borist frá og þeir ekki náð til aðstandenda né getað aflað sér upplýsinga um. En það varð að ráði að hefja útgáfu ritsins og bæta heldur við bindi 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.