Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Side 12
Fengum bara...
Það skapaðist
bara þannig að
það vantaði ken-
nara við stýri-
manaskólann á
Höfn, daginn sem
átti að setja skól-
ann. Það var búið
að vera að reyna
að fá mann í
þetta og það end-
aði með að ég sló
til.
Víkingur 12
aö benda á einhver ákveðin
atriði, en það er ekki hægt i
þessu tilfelli, það var í raun
ekki neitt eitt, heldur mörg
atriði, sem tvinnast inn i
þetta.“
Kúreki í brúnni
Við hlaupum aðeins afturá-
bak i tímanum, allt aftur á Sæ-
valdstimann. Þá lenti Örn einu
sinni i gæslunni fyrir landhelg-
isbrot. Af þvi er frásögn Arnar
svona:
„Jú þetta var nú á þeim
árum, að það var ekkert litið
mjög dökkum augum af al-
menningi aö vera tekinn i
landhelgi og mjög margir af
þessum skipstjórum voru
meira og minna inni í land-
helgi.
Sökum reynsluleysis á
þessum árum, þá gekk þetta
svolitið á afturfótunum hjá
okkur og ég endaöi fyrir sjó-
rétti hjá sýslumanni fyrir land-
helgisbrot.
Eftir góða humarvertíð um
sumarið, skelltum við okkur 3
félagar í sumarfriinu okkar til
Kaupmannahafnar. Þar keypti
ég mér gallaföt og kúrekahatt
og var svo aðallega i þessum
fötum til sjós, eftir að ég kom
heim.
Nú, Albert gamli kemur
þarna upp að hliðinni á okkur,
þar sem við vorum með veiðar-
færin úti. Það er sendur
gúmmíbátur yfir til okkar, og
ég sóttur til skrafs og ráða-
gerðar viö skipherrann á
varöskipinu. Ég fór strax með
þeim út i varöskipið og þegar
ég kem upp í brúna, þá er
skipherrann þar og hluti af
mannskapnum um borö,
þannig að það er frekar fjöl-
mennt þarna. Ég stóð þarna
eins og hálfgerður kálfur i
þessum gallafötum, með
skræpóttar slæður og kúreka-
hatt. Eftir að hafa heilsað
skipherranum, þá geng ég
svona eitt eða tvö skref aft-
urábak og við stöndum þarna
hvor á móti öðrum og virðum
hvor annan fyrir okkur, og,
svona til að gera eitthvaö, þá
færði ég hægra jakkalafiö aft-
ur fyrir bak, eins og ég væri að
taka það frá skammbyssu-
beltinu. Þeir urðu voðalega
hrifnir af þessu, þarna i brúnni,
jafnvel skipherrann lika. Þetta
var nú það eina sem gerði
þetta ööruvisi en aðrar land-
helgistökur, aftur á móti hafa
skapast ýmsar sögur um
þetta og þær eru margbreyti-
legar.“
Bull og vitleysa
— Eina útgáfu hef ég
heyrt, sem segir að stýrimaður
á varðskipinu, sem kom að
sækja þig, hafi alls ekki viljaö
trúa að þessi kúrekaklæddi
strákur væri skipstjórinn og
það hafi verið farið að siga
talsvert i hann vegna þess að
hann hélt að verið væri að
leikaáhann.
„Þetta eru bara sögur, bull
og vitleysa. Þaö voru skóla-
bræður minir sem komu aö ná
i mig og þeir vissu að ég var
skipstjórinn."
Maður verður víst að hafa
þaö sem sannara reynist i
þessu sem ööru, en skolli
hefði verið miklu skemmti-
legra aö geta haldið áfram að
trúa hinni sögunni.
Skróparinn
orðinn skólastjóri
Svo kemur þar sögunni að
þessi strákur, sem vildi ekki
læra nema sem allra minnst i
barnaskóla og skrópaði eins
og hann gat, er allt i einu orð-
inn skólastjóri, reyndar þá
kominn nokkuð vel á þritugs
aldurinn. Hvernig gat það nú
oröið?
„Það skapaðist bara þannig
aö það vantaði kennara viö
stýrimannaskólann á Höfn,
daginn sem átti að setja skól-
ann. Það var búið aö vera aö
reyna að fá mann i þetta og
það endaöi með að ég sló til,
en þó ekki nema fram að ára-
mótum. Og það stóð.
En það væri gaman að
segja frá þvi i leiðinni að Jón-
as, sem þá var skólastjóri fyrir
sunnan, hann var mjög sveigj-
anlegur með undanþágur frá
kröfunum um aldur og sigl-
ingatima nemenda, miklu
sveigjanlegri heldur en mér er
sagt að nú sé. Meðal nem-
enda minna þarna var bróðir
minn, sem þá var sextán ára
og fékk undanþágu til að sitja i
skólanum. Hann hefur veriö
stýrimaður siðan og ætlar svo
að kenna við skólann hér i vet-
ur. Hann vildi fara í skóla þetta
ár, og hefði hann ekki fengið
undanþáguna er liklegt að
hann heföi farið i annan skóla
og inn á allt aðra braut. Þetta
er athugandi núna, þegar
kvartað er undan litilli aösókn
að skólanum."
Sko, ástandið er vont
Þegar hér er komið frásögn-
um af ævintýralegum ferli