Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Qupperneq 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Qupperneq 23
Eftirlíking krabbakjöts Japanir hafa þróaö sérstak- an framleiðsluferil sem gerir það kleift að nota fiskmarning i afurð sem er með holdagerð og bragði sem likist mjög mik- ið krabbakjöti. Afurð þessi hefur margra vikna geymsluþol i kæliskáp og hefur náð um- talsverðum visældum meðal annars i Bandaríkjunum. Aðal hráefnið sem er notað er Al- aska ufsi (Alaska pollac), en afurðarinnar, sem oft gengur undir nafninu „surimi krab“, er neytt sem aðalréttar, í salöt og sem álegg. Sala á þessari eft- irlíkingu af krabbakjöti hefur aukist mjög i Bandaríkjunum síðan innflutningur frá Japan hófst fyrir alvöru árið 1981. Var innflutningurinn árið 1983 um 13.000 tonn. Einnig hefur þessi afurð náð vinsældum I V-Evrópu sem væntanlega á eftiraðaukast. Megin ástæðan fyrir vin- sældum afurðarinnar er ef til vill sú að á bragöið er hún mjög lik ekta krabba, en er mun ódýrari. Það hefur svo gert fólki léttara með að kaupa hefðbundna „dýra“ afurð. Þá hefur geymsluþolið sennilega sitt að segja. Nú er einnig rætt um að humar- og rækjueftirlíkingar, ásamt fleiru, eigi eftir að koma í kjölfar krabbakjötseftirliking- arinnar. Framleiðsluferill Skipta má framleiðsluferlin- um i tvö megin stig. Hið fyrra gefur af sér hálfunna afurö, „surimi“, sem oft er geymd fryst fyrir áframhaldandi vinnslu. Seinna stigið er siðan fullvinnsla úr uppþýddu súrimi og nefnist þá afurðin „kama- boko“. í aðalatriðum er fram- leiösluferillinn eftirfarandi: Surimi: 1. Fiskur er þveginn, af- hreistraður (ef nauðsyn krefur), slægður, hausaður og flakaður. 2. Þá fara flökin i gegnum marningsvél sem skilur frá smábeinog roð. 3. Marningur er þveginn 3—5 sinnum. Tilgangurinn með þvottinum er i fyrsta lagi sá að fjarlægja blóð, litarefni og fitu. í öðru lagi eru vatnsleysanleg protein HAUSING/FLÖKUN I ÞVOTTUR I MARNINGSVÉL I Nr. 1 DÆLA VATNSSKILJA ÞVOTTATANKUR I Nr. 2 DÆLA i SALT- VATNSSKILJA * LAUSN ÞVOTTATANKUR I Nr. 3 DÆLA VATNSSKILJA J FÍNHREINSUN I SKRÚFUPRESSA J BLÖNDUN l PÖKKUN/FRYSTING Framleiðsluferill surimi. þvegin úr marningnum, en það er nauðsynlegt fyrir seinni kamaboko-fram- leiðslu. 4. Siðan er hluti vatns skilinn frá marningnum með þar til gerðum þurktromlum og skrúfupressu. Surimi á að innihalda minna vatn en venjulegur fiskur. Það er vegna krystallamyndunar sem getur skaððað ákveð- in protein þegar afurðin er fryst. 5. Salti, sykri og natriumglut- amati er blandað i marn- inginn og hrært vel saman. 6. Marningurinn er frystur og geymdur þar til að áfram- haldandi vinnslu kemur. Segja má að aðal tilgangur- inn með framleiðslu á surimi- marningi sé til að varðveita eiginleika ákveðinna proteina sem gefa afurðinni ákveðna seigju (elastisitet). Við fyrst- ingu á ferskum fiski breytast þessi protein og eftir ákveðinn tima er hætta á að í fiskhold- inu myndist los. Kamaboko: Venjulegast fyrir framleiöslu á krabbakjötseftirlikingu úr Alaska ufsa erfryst surimi þitt upp fyrir kamaboko-fram- leiðslu. Kamaboko er einnig hægt að framleiða úr fersku hráefni og er uppskriftin æva- gömul i Japan og á rætur sínar að rekja allt til 16. aldar. Fram- leiðsla á kamaboko-afurðum jókst mjög á sjöunda áratugn- um í Japan. Frá 1958 — 1970 jókst hún til dæmis úr 436.000 tonnum yfir 1 milljón tonn og er kamaboko framleitt í yfir 3000 verksmiöjum í Japan. í megindráttum er fram- leiðsluferillinn sá að ýmsum efnum, svo sem salti, kryddi og bragðefnum, er hrært út i surimi-marninginn og verður blandan hlaupkennd á að lita. Þetta stig framleiðslunnar er oft nefnt uppleysiferill (sol- ubolizing process).Myndast þá hlaupkennd kvoða sem lik- ist þeyttri og soðinni eggja- hvitu. Bindimjöli er bætt i til að fá rétta seigju i deigið. Þá er marningurinn mótaður og skorinn i jafn granna þræði sem síðan eru ofnir saman, þannig að þeir mynda vöðva- þræöi eins og í krabbakjöti. Er þá eftir að skera stönglana upp í passlegar stærðir og hylja með lituðu kamaboko, þannig aö afurðin fær rauöleit- Kristján Jóakimsson útvegsfræöingur. Þau leiðu mistök urðu í síðasta blaði að nafn höfundar að grein um sólkol- ann féll niður. Höfundurinn er Viðar Helgason fiskifræðingur. Við biðjum Viðar og lesendur af- sökunar. 23 Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.