Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Page 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Page 29
Surtsey fyrlr stafni. Lífríkið við Surtsey Guðbjartur Gunnarsson segir f máli og myndum frá rannsóknar- ferð með Árna Friðrikssyni Sunnudagskvöldið 24. júní s.l. lét hafrann- sóknarskipið Árni Friðriksson úr Reykjavíkur- höfn og var ferðinni heitið að Surtsey. Tilgang- ur ferðarinnar var að rannsaka hvernig gróður og dýralíf hefur þróast ísjónum umhverfis eyna á siðustu 4 árum, en 1980 var síðast farið í rannsóknarleiðangur. Að vísu var farið á síðasta ári, en sá leiðangur misheppnaðist alveg vegna veðurs. Auk áhafnar R.S. Árna Friðrikssonar, sem er 11 manna, tóku þátt í leiðangrinum Aðal- steinn Sigurðsson fiskifræðingur, sem var leiðangursstjóri, Karl Gunnarsson og Sigurður Jónsson þörungafræðingur og Erlingur Hauksson sjávarlíffræðingur. Þá voru einnig 4 kafarar sem höfðu það hlutverk að safna sýnum af sjávarbotni. — Tóku þeir sýni á ýmsu dýpi — allt niður á 30 m. Þegar sýnatöku var lokið á hverjum stað köf- uðu Karl Gunnarsson og Erlingur Hauksson með neðansjávarmyndavél og tóku Ijósmyndir á svipuðum stað og sýnin voru tekin. Var það gert til að betur væri hægt að glöggva sig á útbreiðslu hinna ýmsu þörungartegunda á svæðinu en þær eru nokkuð margar, þótt í augum leikmanna sé þetta bara slý og þari. Einn góðviðrisdaginn var farið í land á eynni og var þá safnað sýnum ífjöru og teknarmyndir af gróðurbeltum frá flæðarmáli og eins langt upp og eitthvað var hægt að finna. Hlutverk Aðalsteins og Erlings í þessum leiðangri var að greina og safna saman öllum lífyerum, sem fundust í sýnum, en þær voru nokkuð margar, allt frá smæstu marflóm og upp í all stórar skeljar. Öllu þessu var safnað saman og sett í geymsluvökva til nánari athug- Guðbjartur Gunnarsson stýrimaður. 29 Vikingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.