Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Page 43
Utanurncimi
hann 6.0 ár). Þróun og breyt-
ingar í flutningamálum hafa
verið svo örar undanfarin ár,
að skip úreldast vegna
tækninýjunga á örfáum árum.
Nútíma skip eru yfirleitt ekki
byggð til að endast meir en
ca. 15—20 ár. Á sjötta ára-
tugnum var algengt að mörg
kaupskip þjónuðu hlutverki
sínu 30—40 ára gömul, og
jafnvel eldri.
Að lifa á fragtinni
í orðsins
fyllstu merkingu:
Alþjóðlega siglingamála-
stofnunin hefur upplýst um
frekari brögð að hráolíuþjófn-
aði úr farmgeymum þeirra
skipa, er flytja oliu. Tengt er
inn á farmgeymana og yfir i
brennsluoliugeyma skipsins.
Auk þess er tengt rör út til
sjávar (þar er af nógu að taka)
og farmgeymarnir siðan fylltir
upp með sjó í staðinn fyrir það,
sem tekið er af fragtinni.
Seinast komst þetta upp við
rannsókn á tankskipinu
„Haralabos", er skemmdist í
sprengingu við bryggju i
Egyptalandi.
Bretar mega muna
sinn fífil fegurri
Þá undirritaður las sín
barnaskólafræði, sigldi þriðja
hvert kaupskip í veröldinni
undir ,,Red Duster“, enda
gekk sólin aldrei til viðar í
heimsveldi því er Victoría
drottning lét eftir sig. Á skrif-
andi stundu verða Bretar að
kyngja því að eiga aðeins um
3% af kaupskipaflóta verald-
ar.
Sá stærsti í dag
Statfjord C er heimsins
stærsti borpallur. Sem stend-
ur er verið að draga hann frá
Vats í Rogalandi yfir á
vinnslusvæði sitt. Risinn er
775 000 tonn og vátryggður
fyrir 11.5 milljarða n.kr.
Statfjord A
(gullnáma
Ola Normann)
Statfjord A, borpallurinn
framleiðir fyrir 45 000 n.kr. á
mínútu, eða 64,8 millj. n.kr. á
sólarhring. (240 millj. ísl. kr.).
Ársframleiðslan er að verð-
mæti 20 milljarðar n.kr. á ári.
Mælt í tunnum, er framleiðsl-
an 250 000—300 000 tunnur
á sólarhring. Statfjord C
verður eflaust afkastameiri, ef
hann fær jafn gjöfult svæði til
vinnslu og Statfjord A hefur.
Rússar flytja
nýsjálenska túrista
Tvö rússnesk skemmti-
ferðaskip flytja ferðamenn
frá Nýja-Sjálandi vítt og breitt
um heiminn. Þeir sem enda
sína skemmtiferö í Evrópu
taka yfirleitt flug til síns
heima.
Upp með seglin
Japanska útgerðarfélagið
Tanaka Tangyo fær seinni
hluta þessa árs 26 000 tonna
lausafarmskip (bulkcarrier)
útbúið hjálparseglum. Skipió
verður í timburflutningum,
auk venjulegra lausafarma.
Áætlaður olíusparnaður pr. ár
er áætlaður £ 320.000, eða
13.2 millj. ísl. kr. Ef sú áætlun
stenst munu fleiri skip verða
byggð með þessum útbúnaði.
Útgerðarmenn — vélstjórar.
Önnumst allar raflagnir og viógerðir i bátum, skipum og verk-
smiðjum. Áratuga þjónusta við íslenskan sjávarútveg tryggir
reynslu og öryggi frá sérþjálfuðu starfsfólki.
Skoðun
og viðgeróir
gúmmíbáta
allt áriö.
Teppi og dreglar
til skipa ávallt
fyrirlyggjandi.
GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN
Eyjargötu 9 Örfirisey
Sími: 14010
43 Víkingur