Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Qupperneq 59

Sjómannablaðið Víkingur - 01.08.1984, Qupperneq 59
Þaö var góöur bátur, Teistan, sagöi gamli maö- urinn. Fékkstu ekki oft vont á henni? spuröi ég. Vont? sagöi gamli maöurinn. Hann var ekki alltaf kræsinn þó lagt væri íhann. Þaö vargagn aö maöur anaöi ekki aö neinu í blindni. Þá var ekki radarinn eöa dýptarmælirinn. Maöur varö aö stóla á veöurgleggni sína og barómetiö. Nei, þaö varengin sætsúpa. Þaö hafa styrkar hendur haldiö um stjórnvölinn, trúi ég, sagöi ég. Þaö skal ég ekkert um segja, sagöi gamli maö- urinn. Maöur þekkti sjólagiö eins og fingurna á sér. Báturinn, drengur minn, þáturinn, þetta var listafleyta enda smíöaöur af besta smiö sem þá var aö finna. Þaö mátti gæta sín á henni í mót- höggi, slá af ef komu stórir gúlar. Hún var svo þykk um kinnungana. Hann haföi yndi afþvíaö tala um báta og sjó og alltafvarþaö Teistan. Enginn bátur varbetri en hún. Ég varmeö hana í tuttugu ár og eitt betur og hlekktist aldrei á. Ég fiskaöi ekki nein ósköp á hana, en viö skiluöum okkuralltafaö landi þó vont væri á stundum, sagöi hann. Þaö þýöir litiö aö fylla bátana af fiski og skila sér ekki íhöfn. Nei, vitanlega, sagöi ég, eins og ögn utan viö mig. Nei, þaö þýöirlítiö, sagöi hann og neri hendurn- ar. Hann haföi hlemmistórar hendur, sem hann réöilítiö viö í aögeröarleysinu. Þessarhendurvoru eins og sniönar fyrir handföng stjórnvalarins. Andlit hans var gróft og veöurbariö þrátt fyrir elli- heimilisvistina. Þaö mundi aldrei veröa hvítt og mjúkt. Veörahamur og særok höföu sett mark sitt á þaö. Hann heyröi fremur illa. I hlustum hans var ennþá sjávargnýr. Já, Teistan vargóöurbátur. Hún var náttúrulega engin freigáta, sem hægt var aö keyra á fullu i öldu, en hún sló aldrei úr sér þó þykk væri um kinnungana. Þessu bátslagi var hætt viö því ef keyrt var á móti í öldu. Ég er handviss um þaö að ég gæti róiö ennþá ef fæturnir heföu ekki gefiö sig. Þú hefur nú sótt nokkuö stíft? spuröi ég. Nei, blessaöur, maöur dólaöi upp í kálgaröana hjá þeim Eyfellingum ef fiskur gekk grunnt. Nei, mikil sókn var þaö ekki, en hún gat veriö hættuleg svona inni í brimgaröinum. Maöur gat átt þaö á hættu aö fá í skrúfuna. Þá var voöinn vís, drengur minn. En þú varst aflamaður sagöi ég. Heyrt hef ég um þaö. Svona vel í meöallagi, blessaöur. Svona vel í meöallagi. Og þaö kom nú fyrir aö þú sóttir lengra en upp i kálgaröana hjá þeim Eyfellingum, ekki satt? spuröi ég. Jú, maöur sótti stundum vestur á Kargann og Hvítabjarnarboöann. Var ekki hættulegt aö vera nálægt honum í brimi? Jú, hann gat átt þaö til aö brjóta einu sinni á dag ef ylgja var í honum. Annars gekk mér best á dragnótinni, fékk oft góö köst af kola viö Drang- inn. Hún var þykk og falleg þar, rauösprettan. Gamli maöurinn bungaöi i mig brjóstsykrinum, sem konan haföi fært honum. Blessaöur notaöu þetta, sagöihann. Og svo var hringt aö heimsóknartiminn væri á enda og ég kvaddi þennan aldna sjómann, sem ennþá varmeö brimhljóö íhlustunum. Höfundur: Magnús Jóhannsson frá Hafnarnesi. Teikning: Jón Steinar Ragnarsson. Sjómennska og brjóstsykur 59 Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.