Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 40

Sjómannablaðið Víkingur - 01.03.1990, Blaðsíða 40
HVAÐAN ÞAU KOMA Einu verða þessir menn að átta sig á, að enginn nær árangri, efbeitter offorsi, hvorki með stóryrðum, kjaftshöggum eða ódrengilegum málflutningi. 40 VÍKINGUR flestir, sem fylgst hafa meö þessum leiðindamálum. Hafa þeir þá helst kennt Siglinga- málastofnun ríkisins um slæ- legan framgang þessa máls. Skulu þær deilur ekki rifjaðar upp hér og engin afstaða tekin til þess ágreinings. Þetta sleppibúnaðarmál sýn- ir manni og sannar, hvað ör- yggismál sjómanna snertir, að orðtakið kapp er best með for- sjá á best við, þegar upp verður staðið. Sleppibúnaðarmálið er í raun dæmi um aðgerðir, sem ætlaðar voru til aukins öryggis sjómanna, en var hrint strax í framkvæmd í fljótræði og af mikilli bjartsýni, aðgerðir sem byggðust fyrst og fremst á til- finningalegum forsendum, án nægilegrar faglegrar úttektar og tilrauna. Afleiðingarnar hafa verið þær, að tilætlaður árang- ur hefur ekki náðst, eins og stefnt var að í upphafi. Þaö sem verst er, er það, að sjómenn bera almennt ekki traust til sleppibúnaðar, hvort heldur það er Sigmundsbúnaður, Ols- enbúnaður eða einhver annar búnaður, eins og komið hefur í Ijós. Getur það varla orðið nöt- urlegra, þegar menn geta ekki treyst þeim öryggisbúnaði, sem um borð í skipunum er. Flýttu þér hægt segir mál- tækið. í grein áhugamannanna segir aftur á móti m.a.: „Sjó- menn geta alls ekki beðið eftir mönnum, sem stöðugt f lækjast fyrir og tefja öryggismál þeirra, eins og átakanlega hefur kom- ið fram í sleppibúnaðarmálinu. Það er sorgarsagan." Af þess- um ummælum þeirra er Ijóst, að þeir eru annarrar skoðunar í þessum efnum en ég. Væri annars fróðlegt að fá upplýst hverjir það eru sem flækjast stöðugt fyrir þessum áhuga- mönnum og eyðileggja þar með góð mál. Vil ég þó leyfa mér að fullyrða hér, að öryggis- mál sjómanna eru ekki einka- mál Vestmannaeyinga, en lát- um það liggja á milli hluta. Baráttuaðferðir Enginn dregur í efa áhuga þeirra manna og stórhug, sem standa að þessum áhuga- mannahópi um öryggismál sjó- manna í Vestmannaeyjum og jafnframt góðan ásetning þeirra að vinna þessum málum framgang. Það er á hinn bóginn ekki sama hvernig að þessum málum er staðið. Getur það varla orðið þessum mönnum, hvað þá öryggismálunum sjálf- um til framdráttar, að þeir fái flesta upp á móti sér með ákafa sínum. Einu verða þessir menn að átta sig á, að enginn nær ár- angri, ef beitt er offorsi, hvorki með stóryrðum, kjaftshöggum eðaódrengilegum málflutningi. Má í þessu sambandi nefna sem dæmi, að Siglingamála- ráð, sem allir viðkomandi hags- munaaðilar eiga sæti í, sá sér- staka ástæðu til þess að lýsa yfir vanþóknun sinni á efni síð- ustu blaðagreinar helsta tals- manns áhugahópsins, sem birtist í Morgunblaðinu þann 29. júní 1989, en í bókum Sigl- ingamálaráðs segir m.a.: „Standi greinarhöfundur í þeirri trú, að hann geti unnið að framgangi öryggismála sjó- manna með gífuryrðum og persónulegum svívirðingum, er það misskilningur. Siglingamálaráð telur ekki ástæðu til að svara fullyrðing- um sem fram koma í nefndri grein, enda ekki svaraverðar, eins og þær eru settar fram.“ Það er eitt að tala opinskátt um hlutina, jafnvel þótt menn taki stórt upp í sig. Menn verða samt að reyna að gæta hófs í málflutningi sínum, því það skaðar fyrst og fremst málstað- inn, öryggismál sjómanna, sem allir þeir, sem nálægt þessum málum koma, eiga þó sammerkt að vilja efla og betr- umbæta sem mest má verða. Ég held að engan skorti viljann til þess, þótt baráttuaðferðirnar séu misjafnar. Lokaorð Mín lokaorð eru þessi: Við allir, sem tengdumst þessu sleppibúnaðarmáli, eigum hver og einn þátt í því, hver á sinn hátt, hvernig þetta góða mál þróaðist til hins verri vegar. Er ég tilbúinn að axla ábyrgðina á minurn þætti í þessu sleppibún- aðarmáli. Hættum að líta stöðugt um öxl og velta okkur sífellt upp úr fortíðinni með tilheyrandi leið- indum. Það sem er liðið er liðið og ekki verður aftur snúið með það. Stendurekkiokkurnærað hugsa heldur um sjómennina, sem búnaðurinn var nú einu sinni ætlaður til lífsbjargar? Þeir hljóta að eiga það inni hjá okkur öllum, sem þóst höfum verið að berjast fyrst og fremst fyrir hagsmunum þeirra í þess- um efnum. Aðalatriðið er það, að sjó- menn verða að geta treyst full- komlega á allan öryggisbúnað, sem um borð í skipunum er á hverjum tíma, þegar og ef á reynir. Það þarf að Ijúka þessu sleppibúnaðarmáli með því að skapa traust manna á þessum búnaði, sem ekki er fyrir hendi í dag. Til þess að svo megi verða þarf að hanna prófunar- aðferð, þannig að hægt verði að meta og staðreyna, hvort viðkomandi sleppibúnaður uppfyllir þær kröfur um virkni og öryggi, sem gerðar eru. Prófa þarf bæði frumgerðina og þann búnað, sem þegar er í notkun. Hefur verið unnið að því að undanförnu að hanna slíkar prófunaraðferðir og er það mál langt komið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.