Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Page 11

Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Page 11
Viðtal jSp sóknarmark. Mér líst ekkert á þá stefnu því hún gerir okkur erfiöara fyrir að samræma veiðar og vinnslu auk þess sem öll markaðsstarfsemi verður þyngri. í annan stað mun það leiða til aukinnar samkeppni milli skipa um aflann, það yrði farið að róa í hvernig veðri sem er og útgerðarkostnaður myndi stóraukast. Því er haldið fram til stuðn- ings sóknarmarkinu að það gefi einstaklingunum meiri tækifæri til að njóta sín, að afla- kóngarnir blómstri. Vafalaust er nokkuð til í því að örfáir skip- stjórar gætu aflað betur, en þó einkum þeir sem hafa yfir stærstu og öflugustu skipunum að ráða. Núverandi kerfi gefur okkur kost á að hafa einhverja heildarstjórn á veiðum og vinnslu. Þá er hægt aö skipu- leggja veiðarnar eftir ástandi markaðsmála, skipta árinu nið- ur í veiðitímabil osfrv. Með því móti fáum við gæðakónga og verðmætakónga í staðinn fyrir aflakóngana." Hlynntur núverandi kvótakerfi — Ber þá að skilja þig svo að þú sért sáttur við núverandi kerfi? „Ég var tiltölulega sáttur viö þetta blandaða kerfi sóknar- og aflamarks, enda rýrnuðu afla- heimildir okkar þegar það var aflagt. En fyrir heildina á nýja kerfið að vera betra, það á að vera þjóðhagslega hagkvæm- ara. Það er Ijóst að lífskjör á íslandi eru háð sjávarútvegi. Ef kostnaður við sóknina eykst leiðir það óhjákvæmilega til rýrnandi lífskjara. Þess vegna er ég hlynntur núverandi kerfi. Það veitir hverju fyrirtæki möguleika á að skipuleggja sinn rekstur, halda rekstrarkostnaði niðri og að- laga veiðar og vinnslu mark- aðsaðstæðum á hverjum tíma. Kerfið tengir best saman veið- ar, vinnslu og markaðsmál. Auk þess á að vera hægt að fylgjast með þvi að farið sé eftir reglunum án þess að halda uppi miklu eftirliti. Loks á það að geta gengið án þess að stjórnmálamenn séu sí og æ að skipta sér af því.“ — Hvernig líst þér á hug- myndirnar um veiðigjald, kvótaleigu eða hvað sem það er nefnt? „Það má alveg hugsa sér slíkt að ákveönum skilyrðum uppfylltum. Það þarf aö eiga sér stað veruleg hagræðing í útgerð á íslandi. Þegar útgerð- in er búin að borga þá hagræð- Oddeyrina á Samherji félagi við aðra. VÍKINGUR 11

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.