Sjómannablaðið Víkingur - 01.01.1991, Síða 38
BALTIMORE
■ ■ ■
Sædýrasafnið í
Baltimor. Þaö er talið
eitt hið besta í Ameríku.
söngur var aöeins rofinn af tóni eimvagnsflaut-
unnar.
Meö lagningu og starfrækslu fyrstu járnbrautar
í Ameríku höfðu menn í Baltimore tryggt vöxt og
viðgang borgarinnar, sem eins og fyrr byggðist á
siglingum, verslun og viðskiptum. Með lagningu
ritsímans 1844 tengdist Baltimore umheiminum
enn frekar og verslun og viðskipti í borginni og
umferð um höfnina var stöðug og jöfn.
Nýtt hlutverk „innri hafnarinnar“
Allt frá þessum tíma hefir höfnin í Baltimore
haldið sínum hlut í flutningum og skipaumferð.
Breyttir tímar og þarfir hafa ekki fariö hér hjá
garði. Elsti hluti hafnarinnar, Innri höfnin, er í dag
vinsælasti ferðamannastaður á þessu landsvæði
og fátt sem minnir á útskipun kola, korns og ann-
ars varnings, en því meira fer fyrir útimörkuðum
og veitingahúsum, að ógleymdu einhverju besta
sædýrasafni sem undirritaður hefir skoðað. Það
er í nýrri sjö hæða byggingu, sýnir meira en 5000
sækindur af furðulegasta uppruna og alls taka
kerin um 4 miljónir lítra af sjó og ferskvatni.
Líkt og hér í Sædýrasafninu er fleira sýnt en
fiskar og má þar nefna fugla ýmisskonar og
smærri spendýr. Þessi stofnun, National Aquar-
ium in Baltimore, er svo vinsæl meðal borgarbúa
og aðkomumanna, að oft getur reynst erfitt að
komast þar inn um helgar.
38 VÍKINGUR
Spangeled Banner" og má ætla að þessir æsi-
legu atburðir hafi orðið honum efni í þetta fagra
tónverk.
Höfnin varö lífæð borgarinnar og þaðan sigldu
fjórmöstruðu Clipperarnir um öll heimsins höf. Á
18. og 19. öld, þegar landnám þjóðarbrotanna frá
Gamla heiminum var í algleymingi og landnem-
arnir brutu sér leið æ lengra vestur á megin-
landið, varð þörf fyrir samgöngur innanlands sí-
fellt brýnni. Minni skip sigldu upp ár og sýki, en
þar sem þær voru ekki fyrir hendi vandaðist mál-
ið. Höfnin í New York stækkaði um þessar mundir
á kostnaö hafnarinnar í Baltimore, einkum vegna
þess að þaðan var auðveldara að koma vörum
inn í land um Erie-sundið.
Framámenn í Baltimore sáu að við svo búið
mátti ekki standa. Þeir stofnuðu fyrsta járnbraut-
arfélagið í Bandaríkjunum árið 1827 og lögðu
járnbraut frá Baltimore til Ohioárinnar, 380 mílum
vestan Baltimore. Það tók þrjú ár. IJmferð um
brautina frá Baltimore til Ohio með farþega og
vörur hófst árið 1830. Þar með var fyrsta járnbraut
í Ameríku komin í gagniö og á næstu árum og
áratugum komu slík farartæki í stað uxakerra og
hestvagna. í stað stritandi hesta og uxa sá nú
gufuvélin um erfiðið og í áratugi má segja að
bandaríska þjóðin hafi alist upp við hin þungu og
reglulegu slög járnbrautarlestarinnar, þar sem
járnhjól runnu eftir járnteinum og þessi eintóna