Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 46

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 46
JÁ, HANN ER HEIMA Heyröu elskan, hann félagi minn ætlar aö koma viö hjá mér, hann er hálf einmana. Heyrdu elskan, hann félagi minn ætlar að koma við hjá mér, hann erhálfeinmana. Já, hann er einn í bænum, þurfti að mæta á fund, ekkert flogið í dag. Jú, auðvitað manstu eftir honum. Hann var með mér í skólanum, þú manst á öðru stigi í Stýrimannaskólanum. Já, hvað með það, hann býr úti á landi og þekkir engan hérí bænum. Hvað, það er nú ekki á hverjum degi sem við hittumst. Nei, allt í lagi. Steikin á borðið, rauðvínið í glösin, börnin vilja borða áður en þau fara með ömmu. Við borðum. Oj, þetta er vont kjöt, það blæðir úr matnum, af hverju er ekki kakósúpa? spyr drengurinn. Þetta er seigt, það er ekki hægt að tyggja þetta, ég borða ekki svona, segir stúlkan. Amma reynir að sansa börnin, þau hlusta ekki. Við borðum þegjandi. Steikin er seig, rauðvínið rammt. Rex í börnunum. Amma spyr: Elskan, getur HANN ekki komið við hjá mér á morgun og gert við gluggann í stofunni, hann lekur. HANN lítur upp. Jú...auðvitað tengdamamma. Þögnin tekur við. Símin rýfur þögnina. Já, halló? Er HANN við. Já, augnablik. Síminn elskan. Já, halló? Já, blessaður. Nei, eiginlega eigum við von á félaga utan aflandi í kvöld. Ha, nei, nei. Það er allt í lagi. Sjáumst þá. Bless. Heyrðu, elskan. Hann kollegi minn ætlarað líta inn í kvöld. Já, allt í lagi. Tek af borðinu, set í vaskinn, vaska upp. HANN þurrkar. Síminn hringir. Já, halló?Jú, þetta erhann. Já, blessaður. Nei, hvað segirðu....blablabla. Ég hlusta ekki lengur. Þurrka upp. Fylgi mömmu og hálfunglingunum fram og kveð. Klára að ganga frá í eldhúsinu. Sest við sjónvarpið. HANN kemur eftir hálf- tíma. Jæja elskan, ekki hress? Jú, jú, það vantar ekki. Býður upp á meira rauðvín. Drekkum þegj- andi, ég spyr: Hver var þetta ? Jú, það var fundur í félaginu um daginn og þeir deila, ég verð að vita hvað er um að vera því það er fundur á mánu- dagsmorgun. En....segiég. Annarhálfunglingurinn á tímahjá tannlækni þá. Ég hélt að þú færir með honum? Ja, ég kemst ekki.... Ég heyri mig mótmæla, ég kemst ekki úr vinn- unni þvíég á að mæta á fund. Við finnum út úrþví, segir HANN. Já, ég treysti HONUM til að finna út úrþví. Síminn hringir. jVluÐ/ty STOFNAD 7. Okt. 1893 Skipstjóra- og stýrimannafélagið íXldan ^VENFÉUC/^ JVUÐA// STOFNAD 11. feb. 1939 hefur á undangengnum árum, leitast við að efla félagsstarf og tengsl við félagsmenn. Verðandi skipstjórnarmenn athugið! Við inngöngu í félagið er lagður grunnur að félags- og kjaralegum réttindum. Höldum hópinn, vertu með. Skrifstofan er í Borgartúni 18, 105 Rvík., s. 629933 og 629938. Aldan sendir félögum sínum og fjölskyldum þeirra kveðjur á sjómannadaginn og árnar þeim allra heilla. Skipstjóra- og stýrimannafélagiö ALDAN er elsta stéttarfélag landsins.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.