Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 50
1 Aldnar seglskútur hvíla lúin bein í Nýhöfninni, þar sem margur landinn hefur tæmt eins og eina ölkrús. 50 VÍKINGUR Hafnaryfirvöld eru til húsa í fornri byggingu skammt fyrir norðan konungshöllina Ama- líuborg. Húsið stingur ekki í stúf því meðfram höfninni standa í rööum tignarlegar byggingar frá 18. og 19. öld. Fyrir framan hús Kabenhavns havnevæsen standa tveir lágir og gildir stólp- ar með gylltu skrauti og milli þeirra tröppur sem danska kóngafólkið gengur niður þegar það stígur um borð í snekkjuna rennilegu, Danne- brog. Til þess að staðsetja þetta betur fyrir Islendinga þá er þetta skammt norðan og utan við hafnarbakkann sem Gull- foss sálugi lagðist alltaf við þegar hann kom til Hafnar. Þar lögðu íslandsförin áður að og þeir sem lesið hafa Nonna- bækurnar ættu að kannast við sig á þessum slóðum. Þegar gengið er upp í borgina framhjá Amalíuborg er komið á Breið- götu en þar stendur Marmara- kirkjan sem Nonna þótti svo til- komumikil. Við suðurenda Breiðgötu er beygt aftur niður í Nýhöfnina til vinstri en á hægri hönd er Kóngsins Nýja torg. HÖFN í ÞJÓÐBRAUT Það er auðvelt fyrir íslending að týna sér í sögulegum eða persónulegum endurminning- um frá Kaupmannahöfn, svo mikilvæg hefur hún verið í lífi þjóðarinnar allt frá því einokun- in gerði hana að helstu við- skiptahöfn okkar í byrjun sautj- ándu aldar. Síðan hefur það verið eins og eðlilegur upp- hafspunktur á því að kynnast heiminum að tylla niður tá í Kaupmannahöfn. En þótt Gullfoss sé ekki leng- ur í förum hafa skipakomur í Kaupmannahöfn ekki alveg lagst af. Þvert á móti hefur um- ferð skipa um höfnina aukist jafnt og þétt. Og margt bendirtil þess að hlutverk hennar í nýrri og breyttri Evrópu verði enn meira en áður. Mikilvægi hafnarinnar skilst vel þegar litið er á landakort. Hún er í þjóðbraut fyrir þá sem ætla frá Skandinavíu til suðurs. Og hafi Pétur mikli kallað borg- ina, sem fyrst var nefnd eftir honum en síðan Leníngrad, „vesturglugga Rússlands" þá er Kaupmannahöfn núna vel í sveit sett til þess að verða vest- urgluggi hinnar nýfrjálsu Aust- ur-Evrópu. Frá Kaupmanna- höfn er stutt til allra helstu iðn- aðarhéraða Norður-Evrópu og greiðar samgöngur í allar áttir. Kaupmannahöfn tilheyrir þess utan hinni iðnvæddu Noröur- Evrópu þar sem tekjur á mann eru hvað hæstar í veröldinni. Við þetta bætist aö hafnar- skilyrði eru mjög góð í Kauþ- mannahöfn. Höfnin stendur á Amager og Sjálandi, hún er mjög rúmgóð og tengsl hennar við Eystrasalt eru góð. Hún sleppur oftast við lagnaðarís- inn sem oft þekur stóran hluta Eyrstrasalts en nýtur góðs af litlum mun flóðs og fjöru sem einkennir Eystrasaltið. Fyrir vikið er ekki þörf á að skylda skip til að taka lóðs þegar þau koma til hafnar. Yfirvöld hafnarinnar hafa fullan hug á að hagnýta sér þessi hagstæðu skilyrði. Eric Schafer hafnarstjóri bendir á að á næstu árum muni Austur- Evrópa verða eftirsóttur mark-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.