Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 50

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Blaðsíða 50
1 Aldnar seglskútur hvíla lúin bein í Nýhöfninni, þar sem margur landinn hefur tæmt eins og eina ölkrús. 50 VÍKINGUR Hafnaryfirvöld eru til húsa í fornri byggingu skammt fyrir norðan konungshöllina Ama- líuborg. Húsið stingur ekki í stúf því meðfram höfninni standa í rööum tignarlegar byggingar frá 18. og 19. öld. Fyrir framan hús Kabenhavns havnevæsen standa tveir lágir og gildir stólp- ar með gylltu skrauti og milli þeirra tröppur sem danska kóngafólkið gengur niður þegar það stígur um borð í snekkjuna rennilegu, Danne- brog. Til þess að staðsetja þetta betur fyrir Islendinga þá er þetta skammt norðan og utan við hafnarbakkann sem Gull- foss sálugi lagðist alltaf við þegar hann kom til Hafnar. Þar lögðu íslandsförin áður að og þeir sem lesið hafa Nonna- bækurnar ættu að kannast við sig á þessum slóðum. Þegar gengið er upp í borgina framhjá Amalíuborg er komið á Breið- götu en þar stendur Marmara- kirkjan sem Nonna þótti svo til- komumikil. Við suðurenda Breiðgötu er beygt aftur niður í Nýhöfnina til vinstri en á hægri hönd er Kóngsins Nýja torg. HÖFN í ÞJÓÐBRAUT Það er auðvelt fyrir íslending að týna sér í sögulegum eða persónulegum endurminning- um frá Kaupmannahöfn, svo mikilvæg hefur hún verið í lífi þjóðarinnar allt frá því einokun- in gerði hana að helstu við- skiptahöfn okkar í byrjun sautj- ándu aldar. Síðan hefur það verið eins og eðlilegur upp- hafspunktur á því að kynnast heiminum að tylla niður tá í Kaupmannahöfn. En þótt Gullfoss sé ekki leng- ur í förum hafa skipakomur í Kaupmannahöfn ekki alveg lagst af. Þvert á móti hefur um- ferð skipa um höfnina aukist jafnt og þétt. Og margt bendirtil þess að hlutverk hennar í nýrri og breyttri Evrópu verði enn meira en áður. Mikilvægi hafnarinnar skilst vel þegar litið er á landakort. Hún er í þjóðbraut fyrir þá sem ætla frá Skandinavíu til suðurs. Og hafi Pétur mikli kallað borg- ina, sem fyrst var nefnd eftir honum en síðan Leníngrad, „vesturglugga Rússlands" þá er Kaupmannahöfn núna vel í sveit sett til þess að verða vest- urgluggi hinnar nýfrjálsu Aust- ur-Evrópu. Frá Kaupmanna- höfn er stutt til allra helstu iðn- aðarhéraða Norður-Evrópu og greiðar samgöngur í allar áttir. Kaupmannahöfn tilheyrir þess utan hinni iðnvæddu Noröur- Evrópu þar sem tekjur á mann eru hvað hæstar í veröldinni. Við þetta bætist aö hafnar- skilyrði eru mjög góð í Kauþ- mannahöfn. Höfnin stendur á Amager og Sjálandi, hún er mjög rúmgóð og tengsl hennar við Eystrasalt eru góð. Hún sleppur oftast við lagnaðarís- inn sem oft þekur stóran hluta Eyrstrasalts en nýtur góðs af litlum mun flóðs og fjöru sem einkennir Eystrasaltið. Fyrir vikið er ekki þörf á að skylda skip til að taka lóðs þegar þau koma til hafnar. Yfirvöld hafnarinnar hafa fullan hug á að hagnýta sér þessi hagstæðu skilyrði. Eric Schafer hafnarstjóri bendir á að á næstu árum muni Austur- Evrópa verða eftirsóttur mark-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.