Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Síða 51

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Síða 51
aður fyrir útflytjendur í vestri. „Og Kaupmannahöfn er hliðið að AusturEvrópu," bendir hann stoltur á. PAKKHÚSA- FLÆMI Til þess að bæta stöðu hafn- arinnar í samkeppninni hafa mannvirki hennar verið í stöð- ugri endurnýjun. Meðal þess tækjabúnaðar sem til er í Kaup- mannahöfn má nefna Hercu- lesflotkrana sem lyftir 204 tonnum og nýtt tölvukerfi sem hefur auðveldað alla stjórnun og yfirsýn. Auk þess er þar að finna einu fríhöfn Danmerkur sem hefur þann kost fyrir inn- flytjendur að þeir geta beðið með að greiða tolla og skatta þangað til varan er send á sölu- stað. Höfninni má skipta í fjóra hluta. Það er elsti hlutinn, næst miðbænum, en þar er athafna- svæði fyrir ferjur, skemmti- ferðaskip oþh. Annar hlutinn er Fríhöfnin sem er fyrir norðan Löngulínu. Þar norður af er Norðurhöfnin sem er í beinum tengslum við mikið iðnaðar- svæði auk þess sem þar er gámahöfn og bílahöfn og mikið flæmi pakkhúsa. Loks er það Austurhöfnin á Amager en þar er góð aðstaða til að landa olíu, bensíni, kolum, málmgrýti og öðrum efnum sem flutt eru laus. Pakkhúsin sem fyrirfinnast á hafnarsvæðinu eru engin smásmíði því samanlagt flatar- mál þeirra er svipað og 70 knattspyrnuvellir af fullri stærð. Þau eru af öllum gerðum og þar er hægt að geyma hvers kyns varning. TÖLVUKERFI TIL ÚTFLUTNINGS Umferðinni um gámahöfnina er stjórnað með hjálp tölvu- kerfis sem nefnist Danport og er heimatilbúið. Það hefur gert yfirvöldum kleift að mæta 20% aukningu gámaflutninga á einu ári, án þess að bæta við einum einasta manni, hvað þá skrif- borði. Með kerfinu er hægt að fylgjast með hverri hreyfingu gámanna frá því þeir eru settir á land þangað til þeim er skip- að út aftur. Útgerðir skipanna geta tengst kerfinu um útstöð og kallað fram upplýsingar um ástand og staðsetningu gáma sinna á hverju augnabliki allan sólarhringinn. „Danport-kerfið hefur reynst svo vel að nú flytjum við það út,“ segir Eric Schafer. Búið er að koma upp Danport-kerfi í Stokkhólmi og Málmey og verið er að setja það upp í Rost- ock í því sem áður hét Austur- Þýskaland. íframhaldi af þróun Danport hafa hafnaryfirvöld farið út í ráðgjöf um hönnun hafna og vinna nú að því að hanna mikil hafnarmannvirki fyrir yfirvöld á Maldive-eyjum á Indlandshafi. Á vegum dótturfyrirtækis hafnarinnar, Kebenhavns Fri- havn & Stevedoring Co., KFS, starfar fjölmenn sveit fólks sem annast lestun og losun, útleigu tækja, bygginga og athafna- svæða til viðskiptavina hafnar- innar. Stjórnendur KFS hafa leitað í smiðju Japana og komið upp svonefndum „gæðahringj- um“ í Fríhöfninni í því skyni að auka gæði þjónustunnar. Þeir eru opnir fyrir hugmyndum starfsmanna og frá þeim hafa komið margar úrbætur á dag- legum vinnubrögðum sem sparað hafa bæði KFS og við- skiptavinunum tíma og fé. Samanlagt gerir þetta Kaup- mannahöfn að blómstrandi fyrirtæki. Árið 1989 höfðu yfir 50 skip viðkomu þar á hverjum degi. Að vísu drógust flutningar örlítið saman að magni til, úr 9,3 milljónum tonna í 9,1 mill- jón, en það á sér skýringu í Stór gámakrani (kannski bróðir Jaka í Sundahöfn) hífir gám um borð í skip. Höfnin er í góðu sambandi við vega- og járnbrauta- kerfi Danmerkur. VÍKINGUR 51
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.