Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Page 60
AD STYRA
60 VÍKINGUR
STJORNBORD
ÚR
RYÐFRÍU STÁLI
fyrir línu-
og netaspil
Vökvastjórnlokar úr
ryðfríu stáli, með
innbyggðum öryggis-
loka og magnloka.
Rafmagnskúplingar
Þjónustuaðilar
O/ um land allt
ÉANDVJEiAflHF
SMIÐJUVEGI66, KÓPAVOGI. SlMI: 76600
sögumaður var farinn frá borði
og skipið komið á fulla ferð
norðvestur af Gróttu, fór skip-
stjórinn úr brúnni og sagði um
leið við 2. stýrimann, sem var á
vakt: „Farðu til Vestmanna-
eyja“. Hann var kominn hálfa
leið niður stigann að skip-
stjóraíbúöinni er hann sneri við,
kom í brúardyrnar og sagði:
„Stýrimaður, ég meina sko sjó-
leiðina“. Þarna vildi þessi af-
leysingaskipstjóri í sinni fyrstu
ferð hafa það á hreinu að hann
hefði ekki skipað stýrimanni
sínum að sigla þvert yfir
Reykjanesið.
[ reglum um störf skipstjóra,
sem áður er á minnst, kemur
fram að hann hefir drjúgar eftir-
litsskyldur, t.d. með stýrimönn-
um á vaktinni. Flestir skipstjór-
ar munu, þegar mikið liggur við,
vera sjálfir i brúnni ef tvísýnt er
um siglinguna eða hætta steðj-
ar að. Ef slys hefir orðið, svo
sem árekstur við annað skip
eða strand, reynir oft mjög á
starfshæfni skipstjóra. Þá er
mikilvægt að hann hafi alla
þræði í hendi sér. Gefi skýr og
einföld fyrirmæli og sé undir-
mönnum sínum fyrirmynd í hví-
vetna. Menntun skipstjórnar-
manna auðveldar þeim stjórn-
un. Fleira þarf að koma til, svo
sem sjálfstjórn og andlegt jafn-
vægi. Mikil ábyrgð hvílir á þeim
sem veljast til skipstjórnar, svo
og á þeim sem fela mönnum
slík störf. Flestir sem sækja
stýrimannaskóla verða síðar
yfirmenn til sjós. Mikils er því
um vert að þeir sem þaðan út-
skrifast og fá réttindi til skip-
stjórnar séu heiðarlegir menn
og vel hugsandi. Ekki síður til
sjós en við stjórnun flugvéla
þurfa menn að vera andlega
heilir. Flugfélög hafa um árabil
beitt sálfræðilegum athugun-
um við val á flugmönnum. Þótt
slík próf séu ekki algildur mæli-
kvarði hafa þau þó í mörgum
tilfellum sannað gildi sitt. Þeim
er þetta ritar er ekki kunnugt
um að slíkum aðferðum sé beitt
við val á yfirmönnum á skipum.
Allir sem sækja um inngöngu í
Stýrimannaskólann í Reykjavík
leggjafram sakavottorð. Undir-
rituðum er kunnugt um að
menn með afbrotaferil eru ekki
teknir í skólann og er þaö vel.
Fyrir getur komið að skip-
stjóri þurfi að gerast dómari.
Þvf er mikils um vert að sá hinn
sami hafi óflekkað mannorð, sé
valinkunnur heiðursmaður.
Agavald skipstjóra um borð í
skipi er skilgreint í 70. gr. sigl-
ingalaga. Þar er tekið fram að
skipstjóri eða sá sem gegnir
störfum fyrir hann geti þröngv-
að skipverjum til hlýðni með
valdi, ef það er nauðsynlegt til
að halda góðri reglu á skipinu. í
framhaldi af þessu ákvæði er
tekið fram að leyft sé að grípa til
hvers kyns neyðarúrræða til
þess að halda góðri reglu á
skipi þegar það er í háska statt
eða skipverjar gera samblást-
ur. Hver skipverji er þá ótil-
kvaddur skyldur til að veita yfir-
manni aðstoð. Ekki má þó beita
meira harðræði en nauðsyn-
legt er til þess að halda uppi
aga og góðri reglu.
Hlýðniskylda skipverja er,
vegna sérstöðu sjómanna-
starfsins, meiri og víðtækari en
annarra launamanna. Hlýðnis-
kyldan er að heita má algjör.
Réttindi
Að framan hefir nokkuð verið
fjallað um ábyrgð og skyldur
skipstjórnarmanna, sem eru
víðfeðmari en svo að þeim
verði gerð viðhlítandi skil í
stuttri grein í tímariti. í þessum
málum eru einnig nokkur grá
svæði, þar sem leikið getur á
tveim tungum hvernig hugtök
skuli túlkast. Réttindi skip-
stjórnarmanna liggja Ijósari
fyrir. Sá sem lokið hefir tilskild-