Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 62
AD STYRA 62 VÍKINGUR ekki vera. Þá er tekið fram í lög- unum að heimilt sé að synja manni um útgáfu atvinnuskír- teinis ef „ákvæði 2. málsgrein- ar 68. greinar hegningarlaga eiga við um hagi hans“. í þessum lögum eru sem sagt upplýsingar um atvinnu- réttindi skipstjórnarmanna. Á hinn bóginn eru ekki skýringar á öðrum réttindum og má vera að þau finnist í öðrum lögum eða reglugerðum. Spurt er: Hefir skipstjóri leyfi til að gefa saman brúðhjón? Að þessu hefir oft verið spurt og eru svör á báða vegu. Sá sem þetta ritar minnist þess er ungt par tók sér far með Goðafossi Eimskipafé- lagsins árið 1948. Ungi maður- inn, sem í hlut átti fór til skip- stjórans, sem var sá reyndi sjó- maður Pétur Björnsson, og spurði hvort hann vildi ekki gera sér þann greiða að gifta sig og unnustu sína úti á hafi, helst einhvers staðar miðja vegu milli íslands og megin- lands Evrópu. Skipstjórinn færðist undan þessu. Hann sagði: „Blessaðir látið þér held- ur gifta yður og kærustu áður en við látum úr höfn“. Og þar við sat. Þrátt fyrir svar þessa reynda skipstjórnarmanns segir í lögum að skipstjóri hafi vald til löggjörninga. Að endingu eru hér stuttar umsagnir tveggja reyndra stjórnenda, skipstjóra á milli- landaskipum og skólameistara Stýrimannaskólans í Reykja- vík: Guöjón Ármann Eyjólfsson skólameistari um réttindi og skyldur skipstjórans: „Sérhver skipstjóri verður alltaf að hafa að leiðarljósi að æðsta skylda hans er að tryggja ætíð öryggi skips og áhafnar sem honum er trúað fyrir. Ekkert getur leyst hann undan þeirri ábyrgð og skyldu. Hann verður ávallt að gæta þeirrar varúðar og hygginda sem góð sjómennska krefst og aðstæður kunna að útheimta hverju sinni við siglingu skips- ins. Fyrirhyggja, aðgát og gætni er aðalsmerki allra góðra skipstjóra. Til þess að ná mark- miðum sínum verður skipstjóri að hafa vald til að taka á hverri stundu þær ákvarðanir sem best geta tryggt öryggi skips og áhafnar. Það vald hefir skip- stjóri sem æðsti maður skips- ins. Þetta er viðurkennt í sigl- ingalögum. Það er enfremur þekkt hugtak meðal allra sjó- manna: „Að á hverju skipi er aðeins einn skipstjóri". í því eru m.a. fólgin réttindi og skyldur skipstjórans." Magnús Þorsteinsson, í ára- tugi skipstjóri hjá Eimskip: „Þau gömlu góðu gildi að skipstjóri beri ábyrgð á skipi sínu og að öörum á skipinu beri að fara að fyrirmælum hans hafa ekki breyst. Að hver skips- maður, hvort heldur er á stjórn- palli eða í vélarrúmi, sé starfi sínu vaxinn og sinni því af full-

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.