Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 68

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1991, Side 68
Hilmar Snorrason skipstjóri Haven brennur undan höfninni í Genúa. Amoco Cadiz var fyrsta systurskip Haven sem fórst. 68 VÍKINGUR Utan ur iKimi Bölvun eða hvað? Það hefur víst farið litið fram- hjá okkur hér á íslandi að miklir skipskaðar hafa átt sér stað suður á (talíu í síðasta mánuði, Ekki er því úr vegi að líta nánar á skipið Haven, sem var 232.000 tonn að stærð, smíðað árið 1973 og sprenging varð um borð í við höfnina í Genúa. Haven var nýlega komið úr mikilli viðgerð eftir að hafa orð- ið fyrir flugskeytum í Persaflóa í apríl 1988 í stríði (rana og íraka. Viðgerö á því hófst í júní 1988 og lauk ekki fyrr en í desember 1990 og var þessi viðgerð talin vera meðal lengstu viðgerða sem framkvæmdar hafa verið til þessa en hún fór fram hjá Keppel i Singapore. Eftir af- hendingu lestaði skipið á Kharg-eyju og fór þaðan til Cadiz og stðan til Genúa þar sem endalok þess urðu ráðin. En Haven átti systurskip og voru skipin af gerð sem kölluð var„ Blighted". Og þar er heldur betur sorgarsaga á ferðinni því þessum systurskipum hefur vegnað vægast sagt skelfilega. Fyrsta skipið sem lenti í vand- ræðum var Amoco Cadiz sem strandaði við Frakklands- strendur í marsmánuði 1978 og orsakaði gífurlegt mengunar- slys. Sprenging varð um borö í Maria Alejandra undan strönd Máritaníu í mars 1980 og sökk skipið. Næsta skip var Mycene en sprenging varð um borð í því mánuði sfðar þegar það var undan Sierra Leone og sökk það einnig. Actiaia varð fyrir flugskeyti, likt og Haven, í des- ember 1987 og hefur skipið leg- ið í Hormuz síðan óviðgert. í maí 1988 varð einnig annað systurskip fyrir árás í Persaflóa þegar (ranir skutu á Barcelona. Aragon skemmdist í stormi undan Madeira í janúar 1990 Því næst varð Haven-slysið. og missti út mikið magn af olíu. Sorgarsaga, ekki satt?

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.