Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 66

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Page 66
V í K I N G U R FRÍVAKT 6amalt og gott 1942 Skipstjóri á íslenskum togara, í fyrri heimsstyrjöld, var á leið til Fleetwood og kom upp í stýrishús- ið um kvöld. Þeir sem voru á vakt sögðu við hann: — Við sjáum hérna vita. — Já, þarna er hann,ekkieru mikið farnar að gefa sig helv. glyrnurnar í karlinum, sagði skip- stjórinn. Svo er haldið áfram sömu stefnu með fullri ferð í klukku- tíma. Þá sagði skipstjórinn: — Heyriði piltar, hvar er hann annars þessi viti? Karlinn: Bölvaðu ekki börnunum Björg mín, það getur komið fram á þeim á efsta degi, helv. . . . ormunum þeim arna. 1952 Aldurhniginn bóndi kom til- prestsins síns og bað hann að lýsa með sér og bústýru sinni. Prestur- inn spurði hvernig því viki við að liann, svo gamall maður, skyldi hugsa til hjónabands. — Jú, svaraði karl, það er auð- skiljanlegt. Hún stelur óskaplega frá mér, svo að það er eins gott að ég eignist hana. Þá fæ ég að hafa allt kyrrt. Konan (reið): — Að þú skulir geta horft framan í mig! Maðurinn: — 0, maður venst öllum fjandanum. 1962 Forstjóri fyrirtækis, sem átti mjög annríkt vegna fundahalda og annarra viðskipta, kom eitt sinn sem oftar heim seint á nóttu. Á eldhúsborðinu lá bréfmiði með eftirfarandi kveðju frá konunni: í fyrradag komstu heim í gær, í gær komstu heim í dag, og ef þú í dagkemur heini á ntorgun get- urðu fundið í ísskápnum leifarnar frá miðdegisverðinum í gær. • 1972 Láki litli gekk til spurninga hjá sveitaprestinum og átti erfilt með að muna hvað œttfeður gyðinga hétu. Pá datt prestinum snjallrceði í hug. — Hvað á pabbi þinn marga naut- kálfa ? — Hann á þrjá, svaraði Láiki — Ágcett, svaraði prestur. Pá segj- um við að sá fyrsti heiti Abraham, annar heili ísak og sá þriðji Jakob. Þetta skildi Láki og mundi. Svo kom fermingin og í kirkjunni lagði þrestur- inn sþurninguna fyrir Láka: — Hvað eru cettfeður gyðinga margir? — Tveir, svaraði Láki hiklaust. — En við vorum sammála um að þeir vceru þrír, sagði presturinn. - Já, en hann pabbi slátraði ísak l fyrradag. Sjómaður var að dansa við ynd- islega dömu. I hita dansins bilaði belti mannsins og buxurnar runnu á hæla niður. Sjómaðurinn lét sér hvergi bregða en mælti til konunnar: Beltislaus og ber niður á tær, í brókarhafti játa ég það frú: Mér hefði vissulega verið nær að vera í sokkabuxum eins og þú. * það í huga að það er gjafverð á hlut sem kostar hálfa milljón króna að framleiða, eintakið. 66

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.