Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 73

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1992, Síða 73
stand á ný en því er við að bæta að nýsmíði skips með sömu farþega- getu, hjá evrópskri skipasmíðastöð, yrði ekki undir 300 milljónum dala í kostnaði. Af þessurn ástæðum hefur líf skipsins verið framlengt. Gert verður við skipið í Tyrklandi en þangað verður það dregið. Eftir sem áður verður það rekið undir banda- rfskum fána. Farþegaflutningsgeta skipsins verður aukin úr 1930 í 2400 farþega og er því augljóst hversu áhugavert þetta skip er til endur- byggingar samanborið við nýsmíði. YFIRMANNASKORTUR Grísk siglingamálayfírvöld hafa heimilað að úgerðarmenn megi ráða til sín yfirmenn sem liafa hafið líf- eyristöku, að vissum skilyrðum upp- fylltum. Mikill skortur er á yfir- mönnum þar í landi og er hér um að ræða neyðarúrræði til að ekki fari illa. hau skilyrði eru sett að viðkom- andi menn séu undir 65 ára aldri og standist læknisskoðun. Hefji þeir störf að nýju mun það ekki hafa áhrif á eftirlaunagreiðslur til þeirra en einnig verður þeim gert kleift að auka'við sig réttindum, óski þeir þess. Þá er bara eftir að kanna hvernig eftirlaunareglum grískra sjómanna er háttað. FRAMKVÆMDIR I HAMBORG Þýska ríkið hefur lagt fram 170milljónir marka til dýpkunar- framkvæmda á Elbu. Þetta er gert til að fjórða og nýjasta kynslóð gáma- skipa geti siglt að gámahöfninni í Hamborg. Hafnaryfirvöld hafa haft af því mikinn ótta að ef ekki verði farið í dýpkun á Elbu, úr 9,5 metrum í 13,5 metra, komi höfnin til með að tapa stórum hluta gámaskipaumferð- ar á komandi árum. „MENGUNARVARNIR" Það eru ekki ýkja mörg ár síðan orðið mengun fór að berast í eyru landsmanna. 1 fyrstu var mengun sett í samband við stóru olíuskipaslys- in, s.s. Torrey Canyon, Olympic Bravery og Amoco Cadiz. Síðan hafa mengunarmálin hvert af öðru tröll- riðið heimsbyggðinni. Mengun er ekki lengur bara stóru olíuslysin heldur allt sem veldur skaða á lffríki jarðar. Náttúruperlur hafa ekki farið varhluta af rusli og nú hafa yfirvöld í flestum löndum heims hert verulega á refsingumvegna mengunar. Nýlega var farþegaskip sektað um 10.000 dollara vegna mengunar sem bryti skipsins olli með því að tæma úr öskubakka útfyrir skipssíðuna. UPPBOÐSMARKAÐUR — ÞJÓNUSTA Fiskmarkaðurinn í Hafnarfirði hefur til umráða nýlegt 4.000 m2 markaðshús við Óseyrarbryggju Hafnarfirði, sem er í góðum tengslum við umferðaræðar á landi og sjó. Uppboð alla virka daga kl. 09.00 Veitum seljendum og kaupendum lipra og góða þjónustu. Verið velkomin, reynið þjónustuna! Starfsmenn FMH VIO FORNUBÚÐIR- PÓSTHÓLF 383 • 222 HAFNARFIÐRI SÍMI 91-651888 ■ FAX 91-651878 73

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.