Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 16
Rannsóknar- og starfsáætlun Hafrannsóknarstofnunar til 2001 Vona rænu fjármagna - segir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar „Það liggur kannski ekki al- veg fyrir í smáatriðum hvernig staðið verður að fjármögnun starfsáætlunar okkar til ársins 2001. En við bara treystum því að menn líti á þetta sem mjög mikilvægar rannsóknir og ís- lendingar hafi rænu á að standa að þeim. Ég er í sjálfu sér ekki svartsýnn á að fjár- magn fáist. Miðað við aðrar rannsóknarstofnanir höfum við bjargað okkur furðu vel,“ sagði Jakob Jakobsson forstjóri Haf- rannsóknarstofnunar í samtali við blaðið. í Rannsóknar- og starfsá- ætlun stofnunarinnar 1997- 2001 er vikið að kostnaði og fjármögnun. Rekstrarkostnað- ur Hafrannsóknarstofnunar var 802 milljónir króna árið 1995 á verðlagi þess árs. Rikisframlag var þá 629 milljónir króna. Vakin er athygli á, að l'slend- ingar verja 0,5-1 % af verð- mæti útfluttra sjávarafurða til haf- og fiskirannsókna, en sjávarafurðir hafi undanfarin ár verið á bilinu 70-80% af vöru- útflutningi okkar. Árið 1992 voru verðmæti landaðs sjávar- afla fslendinga um 48 milljarð- ar króna. Til hafrannsókna var þá varið um 650 milljónum, eða um 1,5% og hlutfallið lítið breyst síðan. Til samanburðar vörðu Norðmenn, sem oft er talið eðlilegt að miða við í þessu sambandi, um 4,1 % (2,3 milljarða íslenskra króna) af verðmæti landaðs afla til systurstofnunar Hafrannsókn- arstofnunar árið 1992, um 3,5% ef rannsóknir tengdar fiskeldi eru ekki taldar með. Bent er á að starfsemi Haf- rannsóknarstofnunar er og verður fyrst og fremst miðuð við þarfir sjávarútvegsins í heild. Því sé nauðsynlegt að samtök hans styðji rannsókn- arstarfsemina með beinum fjárframlögum í rannsóknar- sjóð ætluðum til haf- og fiski- rannsókna. Með því móti gæti atvinnugreinin stutt eða kostað að meira eða minna leyti þau verkefni hafrannsókna sem sjávarútvegurinn teldi nauð- synleg og áhugaverð. - Áttu von á myndarlegu framlagi til Hafrannsóknunar- stofnun beint frá útgerðinni í landinu? „Ég hef ekki heyrt um það síðustu mánuðina. Þetta var mjög í umræðunni fyrir tæpu ári. Útgerðarmenn samþykktu þá að leggja fram rúman millj- arð í nýja rannsóknarskipið og það virtist slá eitthvað á um- ræðuna um veiðileyfagjald. Við erum að gæla við þá hugmynd að nýja skipið komi árið 1999. Þá verður Bjarna eða Árna lagt í staðinn," sagði Jakob Jak- obsson. Við verkefnaval fram til árs- ins 2001 verður sem fyrr lögð áhersla á að sinna rannsókn- um sem tengjast veiðiráðgjöf með beinum eða óbeinum hætti. Þá er átt við stofnmæl- ingar ýmis konar, nýliðunar- rannsóknir, veiðitilraunir og rannsóknir á umhverfisað- stæðum, en einnig rannsóknir á afmörkuðum vistkerfum á ís- landsmiðum, sem sérstakt gildi hafa fyrir íslenskt haf- svæði. Með tilkomu nýs og öflugs rannsóknarskips gerbreytist öll aðstaða Hafrannsóknarstofn- unar til djúphafs- og úthafs- rannsókna. I Ijósi þess verður nýrri verkefnisstjórn falið að undirbúa sérstakt rannsóknar- átak um Suðurdjúpsrannsókn- ir. Markmið þeirra verður að afla sem víðtækastrar þekk- ingar um lífríki hafsvæðisins djúpt suður af landinu og á Reykjaneshrygg. Lögð verður áhersla á alþjóðlega samvinnu um þessar rannsóknir. Einnig er ætlunin að auka allar rann- sóknir utan lögsögu á stofnum sem kunna að þola umtals- verðar veiðar í framtíðinni, svo sem karfastofnum, norsk-ís- lenskri síld, smokkfiski og öðr- um tegundum. ■ 16 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.