Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 22
Háar tölur Áætlað er að á meðalaldri gámaskips muni 10 gámar losna um borð sökum lé- legs sjóbúnaðar og þar af munu fimm þeirra falla fyrir borð. Tíu prósent þeirra munu innihalda hættulegan og mengandi varning. Samkvæmt mati breskra aðila mun tjón af vöidum hvers gáms sem losnar úr sjóbúningi vera um 75.000 pund en 350.000 pund falli gámurinn fyrir borð. [ þessum tölum er metið verðgildi inni- halds gámsins, skemmdir á skipi og öðr- um farmi, slysum, þrifum á skipi og björg- unaraðgerðum. Ætli skipin sem sigla hing- að séu á svipuðum nótum? ■ Gaul fundinn Tuttugu og fimm árum eftir hið dularfulla hvarf breska togarans Gaul hefur flak skipsins loks fund- ist. Eftir að togarinn fórst komu upp þær sögur að skipið hefði verið njósnaskip breska flotans og hefði farið til veiða norður í Barentshafi til að njósna um gömlu Sovétríkin. Þrjátíu og fimm manna áhöfn var á Gaul þegar hann hvarf. Flak togar- ans fannst með aðstoð myndavéla þar sem tókst að sjá bæði nafn og einkennisbókstafi á flakinu því til staðfestingar. Liggur skipið á 270 metra dýpi um 68 sjómílur norður af Hammerfest í Noregi. Skyldu nú raddir um njósnaleiðangur hverfa í Ijósi þessa? ■ A Smáfréttir Stærsti skipakóngur Grikk- lands, George P. Livanos, lést í byrjun júní s.l. sjötugur að aldri. - Berge Sigval Bergesen útgerðarmaður í Noregi lést einnig í byrjun júní þá 78 ára að aldri. Hann átti sjötta stærsta útgerðarfyrirtæki í Noregi þegar það varð gjald- þrota. - Á sjö og hálfu ári hafa 99 stórflutningaskip (bulk) farist og með þeim yfir 600 menn. - Wartsila Diesel áformar að opna verksmiðju nálægt Jakarta í Indónesíu. - ítalir ætla að stofna siglingafána til að auðvelda ítölskum útgerð- um að keppa á alþjóðamark- aði. í Úkraníu er hægt að kaupa hálfbyggð skip á spottprís. Um er að ræða tvö 68.000 tonna tankskip, fjögur frystiskip, þrjár skipakvíar, 28 togara, 11 hraðbáta og flug- móðurskip. Sum skipanna er búið að Ijúka við allt að 80% svo aðeins vantar herslu- muninn að þau geti farið að sigla. ■ 22 Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.