Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 70

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Blaðsíða 70
Filtertækni: Allt á einum stað Um árabil hefur fyrirtækið Filtertækni sérhæft sig í öllu sem viðkemur síum og síubún- aði, svo sem síum fyrir vatns- og vökvakerfi, bæði háþrýsti og lágþrýstikerfi, loftræstikerfi, smur- og eldsneytiskerfi. Filtertækni hefur í gegnum tíðina gengt stóru hlutverki í þjónustu við skip og báta. Nýverið var sett á laggirnar sérstök skipaþjónustudeild. Að sögn Hinriks Morthens fram- kvæmdastjóra er markmiðið með stofnun sérstakrar deildar að ná fram aukinni sérhæfingu á þessu sviði sem gerir þá hæfari til að veita betri þjón- ustu. Sigurður Sigurðsson deildarstjóri lýsir hvaða vöru- tegundir eru í boði. Flann sagði Filtertækni ein- göngu bjóða viðurkenndar vör- Prófun ehf: ur frá þekktum framleiðendum og má þar nefna síur frá Mann + Flummel, Fleetguard, Purolator, Racor og fleirum. Fyrirtækið er einnig með hreinsibúnað fyrir vökva og vökvakerfi og má þar nefna Luberfiner, en Luberfiner voru fyrstir í heiminum að koma með svokallað „By Pass“ hreinsikerfi en þetta kerfi kom fram árið 1936. Það er hægt er að nota þetta kerfi fyrir öll vökva- og smurk- erfi, og er auðveld uppsetning og lágur reksturskostnaður, ásamt frábærum hreinsieigin- leikum, einn að höfuðkostum þess. Þrátt fyrir að eingöngu sé á boðstólnum hágæðavara hefur tekist með beinum samningum við framleiðendur að ná fram Frá hugmynd Prófun ehf. var stofnað 1985 og hefur allar götur síðan ver- ið framarlega í þjónustu og sölu á reykköfunartækjum og ýmiskonar búnaði fyrir kafara. Það var svo árið 1987 að það var fært í tal við stofnand- ann og framkvæmdastjórann, Jóhannes Sævar Jóhannes- son að það vantaði þjónustu- aðila fyrir hylki gúmmíbjörgun- arbáta. „Ég kvaðst tilbúinn að at- huga það mál ef ég fyndi sjál- virkan tækjabúnað til slíkra hluta“ segir Jóhannes Sævar. Enginn slíkur búnaður fannst, en síðla árs 1990 komst Jó- hannes Sævar [ kynni við ung- an verkfræðing Ingiberg Helgason, nýkominn úr námi og uppfullan af hugmyndum. Ingibergur hafði samband stuttu seinna og var þá hafist handa. í mars 1991, mörgum dældum og leiðslum seinna var búnaðurinn tilbúinn til notkunar. Það var ekki hlaupið að því að fá dælur, þétti og leiðslur sem þola efnin sem unnið er með. Menn frá Siglingastofnun tóku búnaðinn út og í apríl 1991 varfyrsta hylkið hlaðið með sjálvirkum, tölfustýrðum búnaði. Þeim fyrsta sinna teg- undar í heiminum. Ýmsir byrjunar erfileikar komu upp, aðallega vegna þess hversu misjafnt rými áfyll- sérlega hagstæðum verðum. Fyrir eldsneytiskerfi er boðið upp á hinn velþekkta búnað frá RACOR, eins var nýverið far- ið'að bjóða svokallaðan eimskiljubúnað frá sama fram- leiðenda, en þessi búnaður er fyrir allar vélarstærðir. Verðið á þessum búnaði er langtum lægra en á öðrum búnaði sem er á markaðnum í dag. Ekki má gleyma rekstrarkostnaði bún- aðarins sem getur verið mis- munandi eftir framleiðendum, en Filtertækni hefur alltaf haft þessa hlið í huga, því hún virð- ist oft gleymast. Þeir bjóða, sem dæmi, „Bay Pass“ hreinsi- kerfi frá Luberfiner fyrir innan við helming þess verðs sem hefur verið boðið frá öðrum framleiðendum, auk þess sem rekstrarkostnaður þessa kerfis er aðeins brot af því sem er á öðrum kerfum. Eins má nefna austurskiljur frá tveimur framleiðendum, en þeir eru Nelson og Facet. Skilj- urnar frá Facet kosta meira en þær frá Nelson. Á móti kemur að viðhald á skiljunum frá Facet er nánast ekkert þar sem engar skiptanlegar síur eru í þeim. Rétt er að nefna þjónust- una, sem mikil áhersla er lögð á, því Filtertækni gerir sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að varan sé til staðar þegar á reynir og leggur því áherslu á gott birgðahald. Boðnar eru heildarlausnir í öllu því sem viðkemur síum og síubúnaði, enda hafa fjölmargir viðskiptavinir Filtertækni lýst ánægju með að geta fengið all- an síubúnað á einum stað. ■ að góðri vöru ingaefnin þurfa og að auki eru þau geymd undir mismunandi þrýstingi. Þá kom einnig upp að mun fleiri gerðir gúmmíbáta en talið var eru í notkun og eru þeir töluvert eldri en upp hafði verið gefið. Þetta kallar á ótal gerðir af áfyllingastútum, ör- yggjum og öðrum varahlutum í lokana. En áfram var haldið og enn er verið að betrumbæta. Starfsmenn Viking gummibádsfabrik í Esbjerg hafa farið lofsamlegum orðum um þennan búnað. Hvert hylki sem hlaðið er fær númer og er skráð samkvæmt því og fram- leiðslunúmeri. Þetta er vistað ásamt hleðsluupplýsingum í kerfið. Því er auðvelt að rekja hylki til eiganda t.d. ef ómerkt- ur bátur finnst á reki. „í dag hefur verið aukið gíf- urlega við getu búnaðarins, en nú getum við hlaðið hylki fyrir flugvélar. Mjög mikill munur er hvort unnið er fyrir sjó eða flug, ekki aðeins hvað hleðsluhlut- föll varðar. Heldur það gífur- lega eftirlit sem haft er með flugrekstraraðilum og það eftir- lit sem þeir hafa með þeim er fyrir þá vinnu. En allt eftirlit er af hinu góða og nauðsynlegt þegar björgunarbúnaður á ( hlut,“ segir Jóhannes Sævar. 70 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.