Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 77

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1997, Page 77
leika þeirra út frá eigin veltitíma skipanna. Afar mikilvægt er að skipstjórnarmenn geri sér glögga grein fyrir stöðugleika skipa sinna, eins og dæmin sanna. Stöðugleikinn getur breyst hratt t.d. vegna stöðu veiðarfæra eða afla, ísingar, slakra tanka, leka og siglingar- stefnu. Einnig er þekkt að þyngdardreifing skipa breytist gjarnan með tímanum því í þau safnast ýmiss búnaður. Prófanir Mjög ítarlegar prófanir hafa farið fram á stöðugleikavakt- inni í flestum gerðum skipa, sem sigla um ísiensk hafsvæði bæði fiskiskip og flutningaskip. Stöðugleikavaktinni var komið fyrir um borð og skipstjórnar- menn fengnir til að færa dag- bók þar sem komu fram ýmis atriði er varðaði hleðslu skip- anna, siglingarstefnu, sjógang og veður. Mældur stöðugleiki var síðan borinn saman við út- reiknaðan stöðugleika sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum. Athygli vakti að afli og stað- setning veiðarfæra virtist hafa mikil áhrif á stöðugleika smærri skipa, en frítt yfirborð í stórum birgðartönkum höfðu helst áhrif í stærri skipunum. Mikil hreyfing er I stöðugleika gáma- skipa eins og gefur að skilja. Bæði er hleðsia vegna farms afar mikil og einnig hafa þessi skip mikla tanka og fritt yfirborð í þeim getur rýrt stöðug- leika þeirra veru- lega. ÖRYGGI TIL SJÓS Ekki er nóg að mæla og reikna stöðugleika skipa einu sinni eins og nú tíðkast, heldur er sífelld vakt yfir stöðugleikanum nauðsynleg ef ná skal betri árangri en nú fæst við að fækka skipsköðum á hafi úti. Með nýrri tækni er lag til að koma þessum mál- um í betra horf. Ef búnaður sem þessi væri almennt um borð í ís- lenskum skipum og skipstjórn- armenn lærðu að nýta sér hann, er alveg Ijóst að slysum vegna of lítils stöðugleika mundi fækka til muna. ■ ÚTGERÐARMENN SKIPSTJÓRAR Háþrýstiþvottur með 800 - 1000 bar þrýstingi tryggir árangur i/i'ð málun! jLitn MPW SPÓLUROFAR | S Stæröir: 4 - 400 kW //Á/f JOHAN •//f// RÖNNING HF sími: 568 4000 - hRp://www.ronning.is Sléttur botn sparar olíu og peninga. 800 bar þrýstingur hreinsar alla gamla botnmálningu í burtu. Hreinsum alla lausa málningu og ryð af skipsskrokkum og millidekkjum. BLÁSTUR 1F HAMRABORG 7, 200 KÚPAVOGI SfMI: 5B4 2295, BlLASlMI 893 2882 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 77

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.