Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 4

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 4
Einhuga skipstjórnarmenn Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli forsvarsmanna þriggja félaga skipstjórnarmanna um sameiningu. í framhaldi af samþykktum innan stjórna félaganna var ákveðið að kanna vilja félagsmanna til sameiningar. Atkvæðagreiðslu lauk þann 11. júlí og talningu atkvæða var lokið þann 22. júlí. Það er skemmst frá þvi að segja að úrslit voru mjög afgerandi og trúlega leitun á jafn eindreginni viljayfirlýsingu varðandi sam- einingu stéttarfélaga á íslandi. 94,7 % þeirra félagsmanna sem at- kvæði greiddu vildu santeiningu. Kosningaþátttaka var 40,6 % sem er talsvert meiri þátttaka en verið hefur við undanfarin stjórnarkjör. 1.118 manns voru á kjörskrá og lætur því nærri að um 70% af þeim einstaklingum sem eru innan vébanda FFSI verði sameinaðir í einu félagi skipstjórnarmanna upp úr næstu áramótum. Þann 19. september sl. voru talin atkvæði í Skip- stjóra- og stýrimannafélaginu Sindra á Austfjörðum þar sem kannaður var vilji Sindramanna til að ganga til liðs við hið nýja félag. Þátttakan var í einu orði sagt frábær og niðurstaðan sú að 64 % útsendra atkvæðaseðla skilaði sér og hver einasti félags- maður sem greiddi atkvæði á annað borð var fylgjandi samein- ingu eða m.ö.o. 100 %. Þessi einhugur manna segir sína sögu. Hann er okkur for- mönnum félaganna mikil hvatning og styrkir okkur í þeirri full- vissu að við séum að ganga veginn til góðs. Þeim, sem að þessu verkefni hafa unnið, er engin launung á því að framtíðar mark- miðið er að öll félög skipstjórnarmanna sameinist í einu öflugu félagi. Rök manna í þá veru að ástæðulaust sé að hrófla við því fyrir- komulagi sem tíðkast hefur um árabil verða að vera sterk. Þau mega ekki einskorðast við spurningu um eignarhald á einni íbúð eða einhverri gamalli hefð sem á ekkert skylt við kjarabaráttu stéttarinnar. Það er staðreynd sem ekki verður horft framhjá að í samanburði á almennum félagslegum réttindum skipstjórnar- manna annarsvegar og rétlindum annarra starfstétta með hlið- stæðar tekjur hinsvegar þá eru skipstjórnarmenn óeðlilega aftar- lega á merinni. Menn verða að gera upp við sig hvort líkurnar á bragarbót í þessurn efnum felist í mörgum smáum félögum eða einu sameinuðu landsfélagi. Það er sannfæring okkar sem að þessu stöndum, að sameining félaga skipstjórnarmanna sé eina rökrétta svarið við þeirri þróun sem átt hefur sér stað innan sjávarútvegsins þar sem auðgildi er æ oftar ofmetið á kostnað manngildis. Ég fullyrði að ekkert félag skipstjórnarmanna er þannig statt um þessar mundir að það líði ekki fyrir smæð sína. Framtíðin hlýtur að liggja í einu félagi og það er ekki spurning hvort, heldur hvenær það heillaskref verð- ur að veruleika. 4 6-7 8-10 12-14 15 16-18 20-21 22-27 28 30 31-34 36-37 38-39 42-43 Forystugrein Árna Bjarnasonar forseta FFSÍ. Ljósmyndakeppni Víkingsins 2003. Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík. Hrefnuveiðarnar í sumar í máli og myndum. Upplýsingar um nikótín Viðtal við Jón B. Stefánsson skólameistara og framkvæmdastjóra Menntafélagsins sem tek- ið hefur við rekstri Stýrimannaskólans og Vél- skólans. Aflaskipið Baldur kominn á land í Keflavík. Að hafa flotann í höfn voru mínar verstu stundir. Viðtal við Kristján Ragnarsson for- mann LÍÚ. Færeyska húfan. Frásögn eftirVilmund Krist- jánsson. Sigling um Netið. Fiskveiðistjórnun hefur verið stolið af nýfrjáls- hyggju. Gagnrýnin grein eftir Menakhem Ben- Yami. Tímasprengjur í hafinu. Á botni Eystrarsalts liggur mikið af efnavopnum frá seinna stríði. Utan úr heimi. Hilmar Snorrason segir fréttir úr hinum stóra heimi siglinganna. Sputnik hlerar frá Poly - lce Ámi Bjamason Útgcfandi: Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Borgartúní 18, 105 Reykjavík. Afgrciðsla og áskrift: sími 562 9933 Rilstjóri og ábyrgðarmaður: Sæmundur Guðvinsson, sími 868 2159, nctfang sgg@mmedia,is. Auglýsingastjóri: Sigrún Gissurardóttir, sími 587 3647 Ritncfnd: Árni Bjarnason, Eiríkur Jónsson, Hilmar Snorrason Forscti FFSÍ: Árni Bjarnason Umbrot, filmuvinnsla, prcntun og bókband: Gutenberg Aðildarfclög FFSÍ: Félag íslenskra skipstjórnarmanna, Skipstjóra- og slýrimannafélag Norðlendinga, Fclag íslenskra loftskeytamanna, Félag bryta, Félag matreiðslumanna, Skipstjóra- og stýrimannafélögin: Aldan, Rcykjavík; Bylgjan, Ísafirðí; Sindri, Neskaupstað; Verðandi, Vcstamannaeyjuin; Vísir, Suðurncsjum. Blaðið kcmur út fjóruin sinnum á ári. Sjómannablaðið Víkingur - 4

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.