Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Side 31

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Side 31
Fiskveiðistjórnim hefur verið stolið af nýfrjálshyggju Eftir Menakhem Ben-Yami (Birt í SAMUDRA Report 35, júlí 2003) Þetta er saga um tískubundna og pólitíska hugmyndafræði í hagvísindum, sem hefur yfirtek- ið marga fiskveiðistjórnunina. í sannleika sagt gerðist það með afsprengi, eins konar meðafla, nýfrjálshyggjunnar og dæmi- gerðrar nýklassískrar fyrirmynd- ar. í byrjun var nóg af fiski og engar reglur giltu um ásjónu djúpanna; andi frelsis ríkti uin aðgang að höfunum. Fiskimenn sáu að það var harla gott og þeir veiddu eins marga fiska og þeir þurftu til að næra fjölskyld- ur sínar og nágranna. En fólki fjölgaði og það fyllti jörðina og sífellt fleiri fiski- menn urðu að veiða meira og meira til að anna þörfum stöðugt stækkandi mannkyns. Og stjórnvöld sögðu: „Verði fiskveiðistjórnun svo það verði alltaf nógur fiskur eftir í djúpunum til að fjölga sér.“ Þau takmörkuðu veiðarfæri, fleytur, tímabil, veiðisvæði og þau köll- uðu það stjórnun sóknar. En, fiskimenn héldu áfrarn veiðum og fiskiskipum fjölgaði og stjórnvöld sáu að það var vont. Svo þau bjuggu til veiðileyfi og vís- indamenn þeirra fundu upp sjálfbæra há- marksveiði og leyfilegan hámarksafla. En fiskimenn héldu áfram samkeppni um veiðar og offjárfestingar og afli varð treg- ur. Hagfræðingar töluðu til stjórnvalda: „Verði til eignarréttur." Og þau klöktu út framseljanlegu aflamarki (ITQ). Stjórn- völd trúðu að það væri gott og sögðu við fiskimenn: „Veitið athygli; sérréttindi og einkarekstur er ykkar bjargræði." Og stjórnvöld létu þau boð út ganga að framseljanlegt aflamark skuli rikja yfir djúpunum til að fylla þau og ráða yfir öllum veiðum. Þau sáu að það var harla gott. Þetta er í öllum aðalatriðum guðspjall- ið, sem ríkir um fiskveiðistjórnun í sum- um löndum. Það gerir surnt fólk ríkara og það verður að einlægunt átrúendum og talsmönnum þess; samtímis verða hinir mörgu fátækari eða of hræddir til að verða helstu og hörðustu andstæðing- ar þess. Og afleiðingarnar eru meira eða minna í hverju einasta tilviki samþjöpp- un fiskveiðiréttinda á færri og færri hcndur; jafnvel svo að þau enda í hönd- um fárra stórfyrirtækja á kostnað smáút- gerða og fjölskyldufyrirtækja, sem gera út eitt eða tvö minni veiðiskip eða meðalstór. Fiskveiðistjórnun Fiskveiðistjórnun er ætlað að fylgjast með heilbrigði þeirra sjávarauðlinda sem sjómenn nýta. Hún krefst þekkingar á sjávarlíffræði og sjávarvist- fræði, aldursaflalíkönum og sögulegrar tölfræði um fiskveiðar og vist- kerfin ásamt sveiflum í fiskstofnum á einstökum svæðum. Þar sem fiskveiði- stjórnun getur aðeins stjórnað fólki, hef- ur hún í för með sér samninga, lagasetn- ingar, tækni og framfylgd laga. Það er hellingur til af aðferðum til stjórnunar veiða sem og tæknilegum stjórnvaldsað- ferðum, sem nota má til að ná settum markmiðum. Hin pólitíska sýn valdhafa ákveður val á kerfi og þann framgangs- máta, sem beitt er með leyfum, kvótaút- hlutunum eða takmörkunum á sókn. Það kerfi sem orðið hefur fyrir valinu hefur áhrif, með aðferðinni sjálfri, á þann á- vinning sem fá má úr skauti náttúrunnar. Auk þess má nefna, að úthlutun veiðrétt- ar til stórs hóps lítilla útgerða krefst öðru vísi stjórnunaraðferða en úthlutun til eins stórfyrirtækis. Hefðbundin þekking Þær gömlu stjórnunaraðferðir sveitar- stjórna eða samtaka fiskimanna, sem byggjast á gamalli reynslu og þekkingu á auðlindunum og með hefðbundnu rétt- læti, eru nú að mestu úr sögunni. Þess í stað hafa víðast hvar og um gjörvallan heim komið skriffinnar og tækniaðferðir, sem bera svipmót pólilískra og efnahags- legra sjónarmiða varðandi fisk sem versl- unarvöru og sem uppsprettu hagnaðar; þeir hafa mjög lítið að gera með varð- veislu auðlindanna sem uppsprettu gæða fyrir fiskimenn. Fiskveiðistjórnun hefur þannig breyst í valdabaráttu unt auðlind- irnar. Hagsmunaaðilar eru margir alveg frá fiskimönnum og staðbundnum byggðarlögum, frístundaveiðimönnum og umhverfisþrýstihópum, strandbyggð- um og að lokum til valdamikilla stórfyr- irtækja og markaðsafla; hvort sem þau eru bundin stað, landi eða eru yfirþjóð- leg. Nýklassísk hagfræði Hún hélt innreið sína í margan al- menninginn og þjóðarauðlindirnar eins og um væri að ræða framlengingu á þeim ráðandi viðmiðum, sem eru rnjög út- breidd í iðnvæddum heimi. Guðspjall- inu er dreift um heiminn og pólitískar Strandveiðar búa við margar ógnanir. Menakhem Ben-Yam i. Sjómannablaðið Víkingur - 31

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.