Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 36
Mikið af efnavopnum frá árum heimsstyrjald arinnar síðari liggur enn á botni Eystrarsalts Lengi fram eftir síðari hluta síðustu aldar voru tunnur í Eystrarsalti, sem meðal ann- ars innhalda taugagas frá heimsstyrjöldinni síðari, látnar afskiptalausar eða reynt að leyna tilvist þeirra. Nú er hins vegar farið að ræða þá alvarlegu mengunar- hœttu sem þarna er á ferð- inni. Tunnurnar ryðga og eit- urgasið getur síast út. Þúsundir af sprengjum og tunnum með ætiefnum og taugagasi liggja vítt og breytt á botni Eystrarsalts og austurhluta Atlantshafs. Það voru herir Bandaríkjamanna, Breta og Rússa sem fleygðu þeim í sjóinn eftir síðari heimsstyrjöld. Fjöldi skipa, fullhlöðnum vopnum, var sökkt í stríðinu og þeim síð- an gleymt. Vísindamenn segja, að umbúðir vopnanna hafi ryðgað í gegnum árin svo að eiturefni eins og arsenik, eiturgas, sinnepsgas og taugagas geti lekið út. Rannsóknarmenn frá Eystrar- saltslöndum og Rússlandi hafa fundið eiturefni sem hafa blandast öðrum efnum á hafsbotninum og sinnepsgas í klumpum hefur rekið á land. Sprengjur í vörpuna Vandamálið batnar ekki við það, að fiskimenn sem veiða á þessum slóðum hafa verið að taka stórvirkari veiðarfæri í notkun, svo sem botnvörpur sem sprengjurnar slæðast í. -Það sem af er þessu ári hafa komið uppi tíu tilvik þar sem sjómenn hafa fundið sprengjur, segir Berg Rasmussen hjá sjómannasamtökunum á Borgundar- hólmi, en í grennd við eyjuna var miklu af sprengjum varpað í sjóinn á sínum tíma. Dönsk yfirvöld veita þeim verðlaun sem koma upplýsingum um slíka vopna- fundi til danska hersins. Undanfarin tvö ár hefur herinn fengið yfir 400 slíkar til- kynningar. Vísindamenn eru þeirrar skoðunar, að sum eiturefni leysist upp í sjónum, en önnur, svo sem arsenik, geti orðið hluti fæðukeðjunnar. En þeir vita lítið um á- hrif þessa á líffræði hafsins, en fólk sem snertir þessi eiturefni eða andar þeim að sér verður fyrir skaða. Fjöldi sjómanna hefur leitað sér aðstoðar vegna brunasára sem þeir hafa fengið eftir að ltafa hand- fjatlað óþéttar sprengjur. Fiskveiðar eru nú bannaðar á fjórum svæðum þar sem mestu var fleygt af eiturefnum. Á öðrum svæðum þar sem hafstraumar og togveið- ar hafa lagst á eitt um að valda því að gamlar sprengjur hafa sprungið, eiga skip að hafa um borð gasgrímur, sérstaka hanska og lækningakistur með efnum til að sprauta í þá er komast í snertingu við eiturefnin. Krafa um hreinsun Á síðari árum hafa kröfur um að þessi vopn verði hreinsuð upp orðið háværari, meðal annars frá þeim sem berjast fyrir umhverfisvernd. Fjögur lönd við Eystrar- salt, Pólland, Eistland, Lettland og Lit- háen fá inngöngu í Evrópusambandið á næsta ári sem leiðir til þess að allir mengunarvaldar í löndunum verða rann- sakaðir. En það eru uppi mjög skiptar skoðanir um það hvað skuli gera við þessar ryðguðu tímasprengjur hafsins. Berg Rasmussen á Borgundarhólmi segir að það rnundi bæta mjög úr ef öll níu Eystrarsaltsríkin fylgdu fordæmi Dana í þessum efnum. Þegar danskur skipstjóri verður var við grunsamlegan hlut með afla hringir hann í sjóherinn. Menn frá hernum koma síðan um borð til að athuga áhöfnina, skipið og aflann. Skipverjar fá síðan greiddar bætur fyrir tapaðan tíma frá veiðum. Rasmussen seg- ir vitað, að pólskir, sænskir og þýskir sjómenn noti botnvörpu á þessum slóð- um og fái sprengjur i þær. Þeir kasti þeim hins vegar samstundis aftur fyrir borð og dreifi þeim þar með áfram. Því sé nær að borga fiskimönnunum svo þeir afhendi hernum sprengjurnar. Efnavopn á fleiri hafsvæðum Eystrarsalt og Norðursjór eru aðeins hluti af neðansjávarkirkjugörðum heims þar sem liggja efnavopn. Mikið af alls konar vopnabúnaði liggur í hafi fyrir utan Bandaríkin, Ástralíu, Bretland, Kanada, Japan og Rússland, segja sam- tökin Bannið efnavopn sem hafa aðsetur í Elaag í Hollandi. Aðrir staðir eru ekki þekktir þar sem ekki þurfti að gefa upp- lýsingar um það sem kastað var í hafið fyrr en eftir samninginn um efnavopn árið 1985. Engu að síður er ljóst að á- standið í Eystrarsalti er sérstaklega við- kvæmt. Þar er minna dýpi en á flestum öðrum stöðum þar sem vitað er um vopn og það tekur helming fersksjávarins þar 30 ár að endurnýjast. Óeining um lausnir Nokkir vísindamenn og stjórnmála- rnenn leggja til að efnavopnin verði dreg- in uppúr sjónum. Forseti Eistlands, Arnold Ruutel, sagði fyrir nokkru á fundi um umhverfi Eystrarsalts, að 60 þúsund tonnum af efnavopnum hefði verið fleygt þar í hafið og þar væri um að ræða 14 36 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.