Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 18
Skólameistari segir ekki á dagskrá að veita neinn afslátt af náminu. anna voru sumir smeykir um að nú ætti að koma hér á einhvers konar skemmri skírn í náminu. Jón var spurður hvort hann hefði orðið var við þennan ótta. „Þessar raddir heyrðust en það er alls ekki markmiðið að hér fari fram einhver afsláttar hraðmenntun. Ég hef ekki orðið þess var hjá stjórn menntafélagsins, þar sem fulltrúar atvinnulífsins eru, að uppi sé einhver áhugi á að gefa afslátt af nám- inu. Frekar hitt, að menn vilji gera meiri kröfur til nemenda sem koma í skólana." -Hvemig horfir svo þessifyrsti vetur hér i skólanum við þér? „Skólastarf byrjaði á tilsettum tíma og skólarnir voru settir sameiginlega sem einn skóli í fyrsta sinn. Þetta hefur geng- ið vel og engin merki um annað en að skólastarf sé í eðlilegum farvegi. Ég heyri ekki annað en kennarar og nemendur séu sáttir við breytingarnar.“ -Hvemig hefur þér verið tekið persónu- lega sem skólameistari? Þú kemur úr at- vinnulífinu en ekki skólageiranum? „Ég var svolítið var við tortryggni þeg- ar þetta var að gerast og menn vissu kannski ekki alveg á hverju þeir ættu von á. Sumum fannst skrítið að í þennan stól settist ekki frekar maður sem væri fagmaður, annað hvort á skipstjórnar- eða vélstjórasviði. En rökin á móti eru þau að ég kem hingað sem fagmaður í rekstri og þetta er ekkert annað en stofn- un eða fyrirtæki sem verið er að reka og þarf að gera það vel. Síðan erum við með fullt af fólki til að sinna faglegu hlutun- um. Ég hef réttindi til að kenna á fram- haldsskólastigi þótt ég hafi ekki mikið notað þau. í eina tíð var það svo, að þeg- ar skólastjóri var ráðinn þá varð besli kennarinn venjulega fyrir valinu. Það er ekki þar með sagt að hann væri besti skólastjórinn þólt hann næði góðu sam- bandi við nemendur sem kennari. En þetta hefur breyst. Nú horfa menn ntiklu meira á skólana sem rekstur, sem fyrir- tæki og í öllum framhaldsskólum eru með skólameistara fjármálastjórar og aðrir starfsmenn sem saman sjá um reksturinn. Hins vegar þarf skólameistari ekki bara að stýra rekstrinum heldur þarf hann sömuleiðis að vera faglegur leiðtogi og því hlutverki gegni ég líka. Því ber ég sem skólameistari faglega ábyrgð og hef til þess með mér hæfa menn.“ -Sér loks fyrir endann á þessum viðgerðum sem hafa slaðið yfir á húsi skólans árum saman? ,Já, nú er skólahúsið að rísa aftur upp úr öskustónni. Það er verið að rífa niður stillansana sem settir voru upp fyr- ir þremur árum. Undan þeim er að koma stórglæsilegt hús sem er fært til uppruna sins í nánast öllum atriðum en hefur ver- ið endurnýjað algjörlega. Það er búið að skipta um þak, alla glugga, bæði tréverk og gler, húsið einangrað að utan og múr- húðað. Þetta er því að verða þetta fallega upprunalega hús eins og það var á sínum tíma. Nýtt klukkuverk var sett í turninn og svalirnar í kring steyptar. Minn draumur er að lýsa upp bygginguna því hún stendur mjög hátt en svolítið til hliðar við aðrar byggingar. Því væri mjög gaman að geta gerl þessu húsi góð skil í umhverfinu og það væri jafnframt hluti af þeirri ímynd sem við þurfum að skapa skólanum," sagði Jón B. Stefánsson. Viðtal: Sœmundur Guðvinsson KEMHYDRO - salan Snorrabraui 87 • 105 Re/kjavík Sími: 551 2521 • Fax: 551 2075 T æringarvarnarefni fyrir gufukatla \'ereref&erefefefrfererereirrrrrrrrerrreFrFrrrrr>rrFrrrrr?errreFrrrrereFe?rFrFrrrFrrr?r{ 18 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.