Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 37
 í r i tflk- Aw y / mh. ’ & ‘Æ' • é * | * i - —- __— ' \ % f 5 s v . - . Bl'fffl ' «ir— •w’ Sumarið 1992. Fiskibátur frá Borgundarhólmi hreinsaður aj sinnepsgasi. mismunandi eiturefni. Hann vildi áætlun um hvernig koma mætti í veg fyrir tjón vegna þessa og minnti á skyldur okkar gagnvart komandi kynslóðum. Vadim Paka, sem stýrir Haffræðistofn- uninni í Kaliningrad, segir rannsóknir sýna að jafnvel mikil hafdýpi séu ekki öruggur geymslustaður eiturefna því botnstraumar geti verið rnjög sterkir og borið efnin með sér. Hann telur ekki að stórslys sé yfirvofandi, en engu að síður séu viðvarandi sterk eiturefni í lífkeðj- unni hættuleg. Aðrir, þar á meðal hernaðarsérfræðing- ar, eru þeirrar skoðunar að best sé að láta vopnin liggja áfram á sínum stað og tím- inn og bakteríur muni sjá um að brjóta þau niður. Það væri bæði mjög dýrt og hættulegt að ætla að sækja þau á hafs- botn þar sem þau gætu þá sprungið og eiturefni borist út. Svend Auken, fyrrver- andi umhverfisráðherra Dana segir ríkis- stjórnina hafa komist að sörnu niður- stöðu að afloknum ítarlegum rannsókn- um. Eitt af því sem lagt hefur verið til er að múra hættulegustu efnavopnin á hafs- botni inn í steinsteypu. Út fyrir slrönd- um Noregs og Svíþjóðar liggja urn 40 skipsflök full af vopnum, þar á meðal efnavopnum, en skipin sigldu á vegum Pjóðverja í stríðinu en var sökkt af her- skipum bandamanna. Vadim Paka telur áríðandi að finna og afmarka stór losun- arsvæði nálægt Borgundarhólmi og Gotlandi. Par hafi sovéskir hermenn hent tunnum og sprengjum fyrir borð hist og her sem hafi síðan dreifst yfir stór svæði. Alheimsvandi Nú um stundir eru þau svæði þar sem vopn liggja í reiðileysi aðeins undir ein- Irverju eftirliti Helsinki nefndarinnar, sem er alþjóðlegur hópur sem á að íylgj- ast með ástandi Eystrarsalts. í áliti nefnd- arinnar frá 1996 segir að efnavopn valdi engum sjáanlegum skaða í umhverfi Eystrarsalts og að ástandið hafi hvorki versnað né batnað. Samtímis birti nefnd- in leiðbeiningar til fiskimanna um búnað sem þeir ættu að hafa um borð til að geta veitt fyrstu hjálp verði einhver skipverji fyrir eitrun. -Pað eru draumórar að halda að hægt sé að hreinsa til í öllum þessum haugum, segir vísindamaðurinn Jean-Pierre Henri- et, sem hefur uppgötvað losunarsvæði vopna á miklu dýpi á hafinu fyrir utan Belgíu. Hann segir að þetta sé alheims- vandi og það sé ekki til nein auðveld leið að eyða svo miklum vopnabirgðum. Slíkt þurfi að gera á löngurn tíma. Bæði sjó- menn og fólk á landi sé stöðugt að finna vopn víðs vegar um Norður-Evrópu. Byggt á grcin í New Yorh Times. Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.