Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 8

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 8
Skólaslit Stýrimannaskólans í Reykjavík 2003 Sextíu luku skipstj órnarpr ófi Stýrimannaskólanum í Reykjavík var slitið við hátíðlega athöfn föstudaginn 23. mai s.l. Þetta voru 112. skólaslit frá stofnun Stýrimannaskólans árið 1891. Athöfnin hófst með því að Kristjana Stef- ánsdóttir söngkona söng tvö lög við und- irleik Agnars Más Magnússonar píanó- leikara. Þetta voru söguleg skólaslit í 112 ára sögu Stýrimannaskólans, en með undir- ritun Tómasar Inga Olrich menntamála- ráðherra og stjórn Menntafélagsins ehf. hinn 5. desember s.l. tekur Menntafélag- ið að sér rekstur og starfsemi Stýri- mannaskólans og Vélskóla íslands frá og með 1. ágúst n.k. Embætti skólameist- ara Stýrimannaskólans i Reykjavík og Vélskóla íslands verða lögð niður og skólameisturum skólanna veitt lausn frá embætti frá og með sama degi. Faglegir brautarstjórar verða fyrir hvorum skóla, en nöfnum skólanna verður haldið a.m.k. fyrst um sinn. Framkvæmdastjóri Menntafélagsins mun jafnframt verða skólameistari, sem felur í sér skólastjórn Stýrimannaskólans og Vélskólans. Jón B. Stefánsson rekstr- arfræðingur og íþróttakennari var ráðinn framkvæmdastjóri Menntafélagsins í mars s.l. Að Menntafélaginu standa Landsam- band íslenskra útvegsmanna (LÍÚ), Sam- band íslenskra kaupskipaútgerða (SÍK) og Samorka, samtök raforku- hita- og vatnsveitna í landinu. í stjórn félagsins sitja auk þess forseti FFSÍ og formaður Vélstjórafélags íslands. Háskóli sjávarútvegs og siglinga í skólaslitaræðu rakti Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari tildrög þessara umskipta, sem hafa staðið yfir s.l. tvö og hálft ár, síðan í janúar 2001, þegar Krist- ján Ragnarsson formaður LÍÚ fór fram á það við þáverandi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, að LÍÚ tæki að sér rekstur Stýrimannaskólans og Vélskóla íslands og hæfi undirbúningsvinnu að stofnun „sjálfstæðs fræðslufyrirtækis“. Síðar bættust SÍK og Samorka í hópinn. Samningurinn er til næstu fimm ára eða til 31. júlí 2008. Fær Menntafé- lagið við gildistöku samningsins endur- gjaldslaust afnot af eignum skólanna, svo sem skrifstofutækjum, kennslutækjum, hermum og tengdum búnaði, vélum og áhöldum svo og Bókasafni Sjómanna- skólans. Við gildistöku samningsins hinn 1. á- gúst n.k. fær Menntafélagið 10 milljónir króna £ einni greiðslu „vegna þátttöku í kostnaði Menntafélagsins ehf. við undir- búning skólahalds haustið 2003“ eins og segir i samningum. Að lokum er tekið fram, að „Verk- samningurinn breyti engu um rétt þeirra nemenda sem hafa þegar hafið nám við skólana til þess að ljúka skilgreindu námi, skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.“ Skólameistari vitnaði einnig í bréf frá nýskipuðum framkvæmdastjóra Menntafélagsins, dags. 9. maí s.l., en þar segir hann m.a.: „Engin áform eru um að veita afslátt af þeirri menntun eða menntunarkröfum sem verið hafa við skólana og því ekki inni í myndinni að framleiða með njótvirkum hætti réttinda- fólk og þannig rýra gildi þeirrar mennt- unar sem menn hafa sótt á liðnum árum.“ Ennfremur : „Það er yfirlýst stefna Menntafélagsins að fá viðurkenningu á að nám við skólana veiti formlega rétt til háskólanáms. Það er einnig stefna Menntafélagsins að það nám sem þegar er á háskólastigi verði viðurkennt sem háskólanám.“ Skólameistari sagðist fagna þessum ummælum. Hann minnti á þá hugmynd, sem hann hefur áður reifað um stofnun Háskóla sjávarútvegs og sigl- inga á grunni Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla íslands. í Sjó- mannaskóla íslands yrði aðsetur fyrir nám í skipstjórn, vélstjórnar- og tækni- nám, bóklegt nám fiskvinnslu, slysavarna á sjó og landi, haffræði, fiskifræði, veið- arfærarannsóknir og nám í netagerð, flutningafræði kaupskipa, markaðsfræði sjávarafurða, hafnarstjórn, nám 1 alþjóð- legu skipaeftriliti og hafnarrríkisskoðun og störfum við Siglingastofnun íslands, t.d skipaskoðun. „Ef rétt yrði á spilum haldið og þessari breytingu á skipulagi fylgir víðsýni og stórhugur þeirra sem standa að rekstri skólanna er við þessa skipulagsbreyt- ingu sérstakt tækifæri til að lyfta sjó- mannamenntun á íslandi til meiri vegs og virðingar en verið hefur, þannig að sjómannamenntun yrði álitlegur valkost- ur fyrir ungt fólk.“ sagði skólameistari Stýrimannaskólans. Hann minnti á að á íslandi væru í dag a.m.k. 6 háskólar sérstaklega tengdir verslun, landbúnaði og listum og þar af væru þrír skólar landbúnaðarins á há- skólastigi.. Hér væru þó ekki eingöngu við stjórn- völd að sakast, 1 röðum sjómanna og út- gerðarmanna þætti mörgum fjarstæða að nefna slíkt og það heyrðist víða að ekki yrði fiskað út á dönsku eða lestur Njálu. Allt í kringum sjávarútveginn á að vera sjálflært. Þannig hugsunarháttur laði þó ekki ungt og dugmikið fólk að skólurn og starfi í dag. En hér væri óunnið verk fyrir höndum. Það væri eitthvað að hér á landi, þegar ekki væri unnt að reka fisk- vinnsluskóla á framhaldsskólastigi á ís- landi sem ætti þó svo mikið undir sjávar- útvegi og fiskvinnslu , þar eð a.m.k yfir 70% útflutningsverðmæta þjóðarinnar kæmi frá útflutningi sjávarafurða. Fjölmörg námskeið Skólameistari vék síðan að liðnu skóla- ári. Skólinn var settur hinn 21. ágúst s.l. og voru 77 nemendur við nám á haustönn, þegar flest var, í dagskóla og fjarnámi. Á skólaárinu luku 60 einstaklingar skipstjórnarprófum; þar af 26 til efri stiga. Áfangakerfi var tekið upp í Stýri- mannaskólanum árið 1998 og nokkrir nemenda luku fleiri en einu stigi skip- stjórnarréttinda. Útgefin skipstjórnarskírteini á skólaár- inu 2002 -2003 voru: Skipstjórnarprófi til 30 rúmlesta luku 34 „ 1. stigs(20rúml) 10 „ „2. Stigs(ótakm.fiskiskip)“ 6 _________„ „3. stigs(farmannapróf)“ 10 Samtals 60 8 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.