Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 44

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 44
Pjónusta við sjávarútveginn hefur alla tíð verið snar þáttur í starfsemi félagsins. Hér sjáum viðfyrsta oliuskip íslcndinga, Skeljung 1. að landa olíu við Edinborgarbryggju í Vestmannaeyjum árið 1930. í ár er þess minnst að 75 ár eru liðin frá því hlutafélagið Shell á íslandi, for- veri Skeljungs hf. var stofnað þann 14. janúar 1928. Ýmislegt hefur verið gert af hálfu félagsins til að minnast þessara tímamóta á afmælisárinu. Stofnun HF-Shell á íslandi árið 1928 og þær miklu framkvæmdir sem félagið réðist í markaði þáttaskil í dreifingu elds- neytis á Islandi sem fram til þess tíma hafði verið flutt til landsins í tunnum. Stærsta eldsneytisbirgðastöð landsins var reist i Skerjafirði auk þess sem minni birgðastöðvum var komið upp á lykil- stöðum við ströndina og fyrsta olíuskip íslendinga, Skeljungur 1. var keypl til landsins. Stofnendur HF/Shell á íslandi var hópur kaupsýslu- og athafnamanna sem áttu 51% og Shell samsteypan sem átti 49%. í dag er Skeljungur í eigu Steinhóla ehf. sem er sameiginlegt eign- arhaldsfélag í eigu Kaupþings Búnaðar- banka hf., Burðaráss ehf. og Sjóvár Al- mennra trygginga hf. Skeljungur lif. er enn í samstarfi við Shell samsteypuna sem dreifingaraðlili fyrir Shell vörur á ís- landi. Mun jafn umfangsmikið, langi og Skeljungur rekur í dag liðlega 60 bensínstöðvar víðs vegar um landið. Selectstöðin við Suðurfell í Breiðholti er ein þeirra stöðva sem opin er allan sólarhrínginn. 44 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.