Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 29

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 29
Stofnstœrð karfa í úthafinu í sumar fór fram mánaðarlangur sam- eiginlegur leiðangur íslendinga, Þjóð- verja og Rússa þar sem tilgangurinn var að meta stofnstærð karfa í úthafinu. Auk rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar tóku þýska rannsóknaskipið Walther Herwig III og rússneska skipið Smolensk þátt í leiðangrinum. Leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni var Þorsteinn Sigurðs- son og Árni Sverrisson var skipstjóri. Vísindamenn frá þeinr þjóðum sem þátt tóku í leiðangrinum hafa farið yfir niður- stöður leiðangursins og samkvæmt upp- lýsingur Hafrannsóknastofnunarinnar eru þær helstu eftirfarandi: • Einungis mældust tæp 100 þúsund tonn af úthafskarfa með bergmálsað- ferð ofan 500 metra dýpis. Mat með svokallaðri trollaðferð ofan 500 metra dýpis gaf samhljóða niðurstöðu. Á undanförnunr áratug hefur mat á stofnstærð með bergmálsaðferð lækk- að úr rúmum tveimur milljónum tonna árið 1994 í tæp 100 þús. tonn nú. Minnkunin frá 1994 hefur verið stöðug og er matið nú innan við 5% af rnatinu þá. Þessi minnkun er langt umfram það sem skýra má með veið- um og er hún jöfn yfir allt rannsókn- arsvæðið. Nánast enginn karfi mældist nú á svæðinu vestan við Hvarf. Ekki er vitað á þessu stigi hvort að breyt- ingarnar séu vegna líffræðilegra þátta eða breytinga á umhverfisaðstæðum. Auk þess að rnæla með bergmálsað- ferð var reynt að meta magn djúpkarfa sem heldur sig dýpra en úthafskarfinn og hefur m.a. verið uppistaðan í veið- um íslenskra karfaskipa undanfarin ár. Fannst hann á öllu athugunarsvæðinu en víðast í mjög litlu magni. Mest var um djúpkarfa innan íslenskrar lög- sögu og á landhelgismörkunum suð- vestur af Reykjanesi. Samtals var magn karfa neðan 500 metra dýpis á- ætlað utn 700 þús. tonn eða um 35% minna en árið 2001. Þess ber þó að geta að matið er háð mikilli óvissu og er ekki tölfræðilega marktæk breyting frá niðurstöðum síðustu mælingar árið 2001. Sjávarhiti á því dýpi sem karfi fannst í leiðangrinum mældist nokkru hærri nú en á fyrri hluta síðasta áratugar en þó svipaður og hann var árin 1999 og 2001. Hafrannsóknastofnunin Seiðarannsóknir 2003 Þann 24. ágúst síðaslliðinn lauk 19 daga árlegum rannsóknum á fjölda og útbreiðslu fiskseiða. Seiðarannsóknirn- ar voru gerðar á RS Bjarna Sæmunds- syni og einskorðuðust við hafsvæðið umhverfis ísland. Auk ofangreindra rannsókna fóru fram hita- og seltu- mælingar sjávar, mælingar á koltvísýr- ingi og næringasöltum í sjó og lagning straummælingabauja. Leiðangursstj óri var Sveinn Sveinbjörnsson. Veður var hagstætt allan rannsóknatímann og hafís var ekki til trafala. Niðurstöður um sjávarástand og fjölda og útbreiðslu seiða liggja nú fyr- ir i stórurn dráttum en ekki er búið að vinna að fullu úr gögnunum. Sjávarástand Sunnan og vestan íslands var sjór hlýr og selturikur og upphitun yfir- borðslaga mikil. Flæði hlýsjávar vestur og norður fyrir land var rnjög mikið og náði lengra norð- ur og austar en á sarna tíma síðan 1970. Hinn kaldi Austur-íslandsstraumur fyrir Norðaustur- og Austurlandi var langt undan landgrunnsbrún og þar af leiðandi var sjávarhiti og selta úti fyrir Norðaust- ur- og Austurlandi vel yfir langtíma með- altali. Seiðavísitala Þorskur Mikið var af þorskseiðum og var vísi- talan sú sjötta hæsta sem mælst hefur frá því seiðarannsóknirnar hófust árið 1970. Útbreiðsla þorskseiða var mikil og fund- ust seiði á landgrunninu úti fyrir Suð- veslur- og Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi og suður með Austfjörðum og Suðausturlandi. Seiðin voru með norðlægari útbreiðslu en verið hefur undanfarin ár og endurspeglar það vafalítið útbreiðslu hlýsjávar fyrir Norðurlandi. Stærð seiðanna var meiri en sést hefur áður. Ýsa Seiðavísitala ýsu var sú lang hæsta síðan mælingar hófust og var stærð seiðanna talsvert yfir meðallagi. Dreif- ing seiðanna var mikil en norðlægari en að venju. Fyrstu vísbendingar um stærð ýsuárgangsins 2002 benda því til þess að hann geti orðið yfir meðallagi eða stór. Loðna Seiðavísitala loðnu var mjög lág, eða sú lægsta sent mælst hefur. Mjög lítið fannst af seiðum nema á einni stöð nyrst á athugunarsvæðinu. Stærð loðnuseiðanna var talsvert undir lang- tíma meðaltali. Aðrar tegundir Ekki er búið að vinna gögnin unt aðrar tegundir, en geta má þess að ó- venju nrikið fannst af lýsuseiðunt og var útbreiðsla þeirra og stærð ntikil. Sjómannablaðið Víkingur - 29

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.