Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Síða 25
nú er verið að ræða þetta enn og aftur og ástæða til að hafa áhyggjur vegna þessa. -Finnst þér sem vægi sjávarútvegs hafi minnkað í huga almennings í allri umræð- unni um stóiyírkjanir og nýjar atvinnu- greinar? Já, tvímælalaust og vissulega fögnum við því að þurfa ekki að vera þessi burða- rás sem við vorurn með auknu vægi allra atvinnugreina. Hins vegar finnst mér með ólíkindum hvað mikil fáfræði ríkir um atvinnugreinina meðal yngra fólks og jafnvel menntamanna, þvi enn gegnir hún gríðarlegu miklu hlutverki og mun gera það um ókomin ár. En slorið er eitt- hvað sem fælir menn frá þótt það skapi engu að síður stærstan hluta okkar gjald- eyristekna. í þessum efnum finnst mér það hafi skyggt á að við og sjómennirnir höfum staðið í deilum. Samleið okkar í þessum efnum er algjör. Pað sýndi sig í fyrra þegar við komum okkur saman um tillögur að þýðingarmiklum breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem ég var sannfærður um að mundu ganga eftir. Sjávarútvegsráðherra hafði hins vegar ekki vilja til að bera tillögurnar fram. í kosningabaráttunni hlutu þessar tillögur náð fyrir augum ntjög margra, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu. Eg er að vona að þetta geti gengið eftir og skapi um leið meiri frið milli okkar og sjó- manna þannig að ekki þurfi að koma til þessara átaka sem við höfum átt í. hað er alveg lilefnislaust að við séunt að takast á þegar við erurn með kerfi sem byggir á því að sjómenn fái hluta aflans, þótt svo megi deila um hvort sá hlutur sé of mik- ill. Þverhaus sem ekki væri hægt að semja við í framhaldi af þessu var eðlilegt að leiða talið að samskiptum sjóntanna og útvegsmanna við samningaborðið. Urn margra ára skeið hafa viðræður um kaup og kjör ekki borið neinn árangur og jafn- an endað með setningu laga um lausn deilumálanna. Kristján er spurður hver sé ástæða þessa að hans dómi og hvort hann sjái fyrir endann á þessu ófremdar- ástandi. Lengi var sagt að þetta væri allt mér að kenna og ég væri sá þverhaus sem ekki væri hægt að semja við þótt ég hafi gert mjög marga samninga við forystu sjó- mannasamtakanna mjög langt aftur í timann. Mér var fljótlega falið að fara fyrir útvegsmönnum i því að semja við sjómenn og þetta gekk vel allt fram til síðustu ára. En ég varð engri stund fegn- ari en þegar FriðrikJ. Arngrímsson tók hér við starfi framkvæmdastjóra og því fylgir þessi þátlur starfsins. Ég er injög feginn að vera laus út úr því, en vor- kenni hins vegar þeim sem þurfa að standa í þessu sem er tvimælalaust leið- inlegasti hluti þessa starfs sem að öðru leyti er fjölbreytt og skemmtilegt. En að hafa flotann í höfn voru mínar verstu stundir og ég hef fundið til mikillar á- byrgðar í því. -Þú þóttir harður í hom að taka í samn- ingaviðrœðum ogfuUtrúar sjómanna held- „Lagði sjálfan mig undir í fisk- veiðistjórnunar- kerfinuu ur engir veifiskatar. Hafa þessi átök haft í för með sér persónuleg sárindi manna á millum? Nei, það tel ég ekki vera. Þegar við hittumst ræðum við um allt annað en gömul deilumál. Menn sem ætla að semja þurfa að finna í hugskoti sinu hvernig þeir geta leyst málin og þá þarf að ríkja trúnaður milli rnanna. Þeir þurfa að geta talað sarnan og þeir verða að geta talað fyrir lausnum. Og það verð ég að segja, að þessi þrískipting sjómannasam- lakanna, sem sumir halda að sé góð fyrir okkur, er slæm fyrir alla. Áður var það Farmanna- og fiskimannasambandið og Sjómannasambandið en nú er það líka Vélstjórafélagið. Svona margskipt forysta er ekki af hinu góða þegar kemur að samningum og þegar litið er til baka hef- ur þessi forystusveit verið misjafnlega á- hugasöm um að taka forystu og leiða mál til lykta. Það þarf oft að tala gegn eigin félögum í samninganefnd en reyna að sannfæra menn um hver sé besti kostur- inn. Gegnuin það er maður búinn að ganga margsinnis og komast heill frá því. -Þú segir að sjómenn eða samtök þeirra hafi ekki alltaf verið samstíga. En hvemig er það með LÍÚ? Það heyrist ekki mikið um ágreining þar á bœ. Vart em menn þar alltaf sammála? Nei, alls ekki. En gegnum tíðina hef ég haft það sem meginmarkmið sem formaður þessara samtaka að hafa skoð- un á erfiðum málum og ekki varpa upp umræðu um að rnálið sé erfitt heldur hvernig eigi að leysa það. Það hefur verið tekist á og menn mismunandi tnikið sammála, en úti frá höfum við komið frarn sem einn aðili. Þú getur samt rétt í- myndað þér þá breytilegu hagsmuni sem eru frá því að gera út báta sem eru alveg niður í 12 tonn, annars vegar báta á línu eða netum eða á dragnót og hins vegar loðnuskip upp í frystitogara. Þetta skar- ast á mörgum sviðum eins og allir hljóta að sjá, en mín gæfa hefur verið sú að hafa geta haldið þessu saman. Svona samtök hafa fyrst og fremst gildi og geta haft áhrif ef það er samstaða í hópnum og það er mín einlæg ósk að þeir sem taka hér við sjái til þess að það muni haldast. Óbreytt hlutaskipti hamla endur- nýjun skipa -Sjómenn hafa settfram eindregna kröfu um að allur fiskur fari á markað en þið lagst ákveðið gegn því? Já, ég tel þetta mjög misráðið af sjó- mönnum. Við sjáum bara hvernig farið hefur fyrir ýsunni á markaði þegar svona mikið framboð er. Nú sitja þeir sem eru í föstum viðskiptum í miklu betri aðstöðu heldur en þeir sem eru á markaði. Okkar útvegur hefur halt þau sérkenni að mikið Slegið á lctta strengi ífundarhléi árið 1992. Frá vinstri: Gylfi Guðmundsson, Kristján Ragnars- son, Þorstcinn Pálsson, þáverandi sjávarútvegsráðhcrra og Sveinn Hjörtur Hjartarson rœða við Þór Friðjónsson. Sjómannablaðið Víkingur - 25

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.