Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 39
Þriðji og síðasti togarinn sem Örskov skipasmiðastöðin smiðar ur enn á ný hvatt bresku ríkisstjórnina til að bjóða kaupskipum herskipafylgd á þeirn hafsvæðum þar sem mest er urn sjórán í heiminum. Kemur þetta í kjölfar á skýrslu International Maritime Bureau þar sem fram kom að 18% aukning varð á sjó- ránum fyrstu þrjá mánuði þessi árs samanborið við árið í fyrra. Samkvæmt talsmanni NUMAST, hafa einstaka stjórnmálamenn lýst yfir vilja til að senda herskip til verndar kaupskipum, en ríkisstjórnin lítið gefið út á það. Samtökin vilja fá skýra afstöðu til málsins því mönnum stendur tnikil ógnun af sjóránum. Gjaldþrot Sjö hundruð starfsmenn skipasmíðastöðvarinnar Örskov Staal- skibsværft í Frederikshavn í Danmörku misstu vinnu sína fyrir skömmu. Srníði á togaranum Newfoundland Marten og þriggja systurskipa þess er orsök þess að skipasmíðastöðin fór á haus- inn, en togarinn var nýlega afhentur eigendum sínum. Hvernig skyldi nú standa á því að svo fór um þessa þekktu skipasmíða- stöð? Málið á sér langan og meðal annars pólitískan aðdrag- anda, sem meðal annars náði til smíði á svokölluðum Dalmore frystiskipum sem setti skipasmíðastöðina í Árósurn, Aarhus Flydedok, á hausinn. Þá hefur málið meðal annars komist á það stig að forsætisráðherra Dana tók það upp við forsela Rússlands. Þrátt lyrir allt hefur fjöldi danskra skipasmiða misst vinnu sína. Vandinn byrjaði árið 2000 þegar tveir af fjórum togurum sem smíðaðir voru fyrir dansk/grænlenska eignarsamsteypu höfðu verið afhentir leigutaka en öll skipin áttu að fara í leigu til út- gerðarfyrirtækis i Murmansk. Það sem verið var að gera var að nota evrópu/grænlenskt fjármagn til endurnýjunar á öldruðum rússneskum fiskiskipastól, en það sem setti strikið í reikninginn var að veiðiheimildir til fyrirtækisins voru dregnar til baka. Sér- stök eignarhaldsfyrirtæki stóðu á bak við hvert skip og þegar engar tekjur bárust á skipin varð vandinn mikill. Skipin tvö héldu aftur til skipasmíðastöðvarinnar og skipasmíðastöðin tók á sig eignarhald í skipunum til að tryggja áframhaldandi vinnu. Þrátt fyrir að öll skipin hafi selst, tvö fyrstu til íslands, Sléttbak- ur EA og Þór HF, og hin tvö til St. John’s á Nýfundnalandi dugði það ekki skipasmíðastöðinni. Newfoundland Marten hafði legið tilbúinn til afhendingar til fyrri eigenda síðan 9. desember 2000 en síðasta skipið er urn það bil hálfsmíðað. Ekki verður lokið við smíði þess hjá Örskov heldur verður verkið boðið út til ann- arra skipasmíðastöðva. Panamaskurðurinn með nýjar kröfur Nýjar kröfur um svokallaðan Auðkennibúnað skipa (Autom- atic Identification System) taka alþjóðlegt gildi fyrir skip stærri en 300 BT á miðju ári 2007. Þrátt fyrir það er fjöldi skipa þegar búin þessum búnaði en hann virkar á þann hátt, að hvert skip sendir frá sér auðkennimerki sem gefur lil kynna um hvaða skip er að ræða og móttakarar í skipum geta því greint nöfn þeirra skipa og stærð sem í nágrenni eru. Með þessu er auðveldara að hafa samskipti við nálæg skip þar sem ávallt er vitað urn hvaða skip er að ræða. Yfirvöld Panamaskurðarins hafa frá 1. júlí s.l. gert þá kröfu að öll skip sem um skurðinn fara skulu vera með slík tæki. Segja þeir að með tilkomu tækjanna hafi stjórnun um- ferðar um skurðinn gengið margfalt betur og öryggi skipa miklu meira en áður var. í landi er því fylgst með allri umferð og með þessurn búnaði hefur tekist jafnframt að rninnka fjarlægð á milli skipa í skurðinum, sem gefur möguleika á hraðari umferð um skurðinn. Skip sem ekki eru búin slíkurn búnaði fá hann leigð- an meðan á ferð þeirra stendur um skurðinn. Sama dag og kraf- an um AIS í skip sem fara um skurðinn hækkuðu yfirvöld skurðagjöldin um 4,8% auk þess sem að nú eru skip tilkynn- ingaskyld til skurðarins með 96 tíma fyrirvara í stað 48 áður. Er þetta gert vegna aukinnar umferðar stærri skipa um Panama- skurðinn og kröfunnar um nákvæmni áætlunargerð siglinga skipanna um skurðinn. Fleiri drottningar í síðasta tölublaði Víkingsins sagði frá hvernig til kom að nafnið Queen Mary var notað á skip Cunard skipafélagsins í stað Queen Victoria. Nú hefur verið gefið út að 85.000 tonna farþegaskip setn er í smíðum hjá Fincantieri á Ítalíu fyrir útgerð- ina muni hljóta nafnið Queen Victoria. Er það í fyrsta sinn sem þetta nafn er notað á skip hjá Cunard. Queen Mary II var sjósett í mars og prufusiglingar á skipinu hófust í september. Það verð- ur síðan afhent í desember. Tölulegur fróðleikur Kostnaður við sjóflutninga er samkvæmt upplýsingum Lloyd’s List 25 cent á hverja mílu sem er helmingi ódýrara en landflutn- ingur og tvisvar sinnum ódýrari en loftflulningar. Skip annast 95% allra alþjóðlegra flutninga. Árið 2000 voru 43,000 skip í flutningum. Af þeim voru 60% almenn flutningaskip, 26% tank- skip og 14% stórflutningaskip (Bulk). Tveir síðari flokkarnir fluttu 66% allra farma. 70% almennrar vöru er flutt í gámum og tneðal siglingaleið skips er 4500 sjómílur. Kaupskipasjómenn eru um 1,2 milljónir talsins. Árlega Jcrst um 0,3% kaupskipa og um 700 sjómenn með þeim. Þrír fórust með þessu sltipi, Able 1, skrdðu í Panama þegarþað söltk 25. júní s.l. d Indlandshafi. Árleg sjóslys kaupskipa Að meðaltali ferst um 0,3% skipa á ári hverju og 30% þeirra farast af völdum veðurs. Þá farast að meðaltali 700 sjómenn á ári. Af þessum tölurn má sjá að í framtíðinni verða menn að horfa til lausna sem gera skip betur búin til að takast á við vond veður sem og að þjálfa sjómenn til að sigla við slíkar aðstæður. Útflagganir og nýjir fánar Belgíski kaupskipastóllinn hefur á síðustu 12 árum verið að hverfa smátt og smátt yfir á fána Luxemburg. Búist er við að lagabreytingar verði brátt gerðar í Belgíu til að skipin fara að skila sér til baka á ný. Þá er Mongólía brátt að bætast í hóp sigl- ingafánaríkja, en hvorki Mongólía eða Luxemburg eiga land að sjó. Það er ekki lengur nauðsynlegt að eiga hafnarborg til að skrá heimahöfn skipa. Við þurfum reyndar ekki að fara út fyrir landsteinanna til að sjá slíkt því hér á landi hefur kaupskip (Keflavík) verið skráð í Vík í Mýrdal.

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.