Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 38
Hilmar Snorrason skipstjóri Utan úr heimi 1 heiminum eru 417 sérsmíðuð bílaflutningaskip og líkjast þau einna helst risastórum vöruskemmum Fleiri tölulegar upplýsingar í dag eru 417 sérsmíðuð bílaflutningaskip í heiminum sem geta flutt 9 milljón bílaeininga. Skipafélagið NYK á 18% mark- aðarins, Wallenius Wilhelmsen 16%, Enkor (sem er stjórnað af Wallenius) 16% og K-Line og MOL eru með 14% hvor. Ekki er auðveldur inngangur inn í þessa flutninga. Stærsta yfirtaka í skipaheiminum Eitt stærsta olíuskipafélag í heimi, Bergesen í Noregi, hefur nú verið yfirtekið af dönsku fyrirtæki World Nordic að nafni. Fyrirtækið var stofnað í þeim tilgangi að ná yfirhöndinni í stjórn Bergesen og með yfirtökutilboðinu tókst Helmut Sohmen stjórnarformanni World Nordic að slá fyrri heimsmet í yfir- tökutilboðum í útgerðarheiminum. Hljóðaði það upp á 1,4 billjón dollara og mun Bergesen verða tekið af hlutabréfamark- aði og gert að einkafyrirtæki. Mun fyrirtækið verða hluti af World-Wide Shipping Samsteypunni í Hong Kong. Höfuðstöðv- ar þess verða til að byrja með áfram í Noregi. VandiíJapan í Japan eru stjórnvöld farin að leggja drög að reglum um sér- stakt tryggingargjald sem á að leggjast á öll erlend skip sem koma þar til hafna. Tildrög þessara trygginga má rekja til röð atvika þar sem erlend skip hafa verið yfirgefin við strendur Jap- ans. Ellefu skip voru yfirgefin á stuttum tíma þar í landi en meðal þeirra voru tvö rússnesk og eitt frá Panama. Sá er vand- inn að eigendur finnast ekki að þessum skipum. Hafnir og rlki þar í landi hafa krafið stjórnvöld um aðgerðir þar sem þessir að- ilar hafa orðið að greiða háar upphæðir við að ná út strönduð- um erlendum skipum eða að losna við skip sem skilin hafa ver- ið eftir í höfnum. Hafnaryfirvöld í Hitachi þurfa til að mynda að greiða rúmar 200 milljónir íslenskra króna við að fjarlægja flak af flutningaskipi frá Norður-Kóreu sem þar strandaði í desem- ber s.l. og brotnaði á strandstað. Sams konar vandi hefur reynd- ar víðar komið upp til að mynda hér á landi. Mörgum er eflaust minnistæður minnisvarði um rússneska togaraútgerð sem lengi var til ósóma á Akureyri, bæjarbúum og yfirvöldum til ómældr- ar gremju. Hvalir ráða ferðinni Söguleg breyting var gerð á aðskildum siglingaleiðum í Fundy flóa i Kanada þann 1. júlí s.l. Pá var i fyrsta sinn í heiminum gerð breyting á aðskildri siglingaleið vegna sjávardýra en sigl- ingaleiðin lá um hafsvæði þar sem hvalir hafa haft sumaraðset- ur. Samgönguráð Kanada lagði fram á fundi hjá Alþjóðasiglinga- stofnuninni (IMO) í apríl á síðasta ári ósk um að siglingaleiðin yrði færð til vegna hvalanna og var það samþykkt á fundi í London í desember. Fjöldi hvala á þessum slóðum höfðu orðið fyrir því að skip sigldu á þá og nær alltaf biðu hvalirnir í lægri hlut við perustefni stórra flutningaskipa. Eigandi dæmdur vegna mengunar Mengun var lítið þekkt orð fram til þess að olíuflutningaskip- ið Torrey Caynion strandaði á Seven Stone rifinu undan suð- vestur Englandi árið 1968. í dag má ekki olíudropi í sjó koma enda mönnurn löngu orðið ljóst þau áhrif sem mengun hefur á allt okkar lífríki. Stöðugt harðari viðurlög eru við mengunaró- höpputn og eru fjársektir það sem útgerðir fá á sig verði skip- verjum á mistök. Nýlega var útgerð á Kýpur sektuð um 4.8 milljóir króna eftir að tæplega 4 tonn af olíu láku í höfnina í Halifax. Því til viðbótar þurfti útgerðin að borga 3,6 milljónir í hreinsunarkostnað. Olíumengunarinnar varð vart eftir að gámaskipið Cala Palamos hafði látið út höfn. í samvinnu við yf- irvöld á Kúbu, en Havana á Kúbu var næsta höfn skipsins, tókst að sanna að um þetta skip var að ræða. Var það gert með því að taka sýni af olíunni í höfninni og um borð í skipinu og bera sýnin saman. Kanadísk yfirvöld hafa lýst því yfir að þau munu herða enn frekar allt eftirlit með mengun og ákæra þá sem valda henni auk þess að fara fram á háar fjársektir. Ljóst má telja að sjómenn í framtíðinni eiga mun tneiri hættu á að missa vinnu sína vegna mengunaróhappa en nokkurs annars svo sem eins og smygls. Sektir lenda á útgerðum en ekki einstaklingum og því má gera ráð fyrir að einhverjum þurfi að refsa ef útgerð- inni tekst að greiða þær háu sektir sem vænta má í framtíðinni. Stærsta björgunaraðgerðin Eitt stærsta björgunarverkefni síðari tíma í Evrópu, og að því að talið er í heiminum, hófst í byrjun júlí þegar byrjað var á að ná upp bílaflutningaskipinu Tricolor sem sökk í Ermasundi 14. desember s.l. eftir árekstur við gámaskipið Kariba. Ekki verður skipið tekið upp í heilu lagi enda er hér ekki um neitt smáskip að ræða en það var rétt um 50.000 tonn að stærð. Skrokkurinn verður hlutaður niður í 13 einingar sem hver um sig verður um 3000 tonn að þyngd. Verður hver þeirra hífð upp á yfirborðið með aðstoð tveggja risastórra flotkrana. Þá verða einingarnar settar á flutningapramma sem munu verða dregnir til Zeebrugge í Belgíu þar sem þeir verða skornir niður í brotajárn. Það þarf enginn að vera að leita á Netinu eftir ódýrum sjólegnum glæsi- bifreiðum en í skipinu var bílafarmur upp á 2.800 bíla sem að öllum líkindum verður skilinn eftir á hafsbotninum. Búst var við að verkinu lyki i september. Þeir hefðu Iíklega verið snöggir að taka upp fiskiskip við strendur Noregs með þessum búnaði. Engan skít í sjóinn Skemmtiskipaútgerðin Norwegian Cruise Line (NCL) hefur fengið 90 daga frest til að hreinsa upp eftir eitt skipa sinna á hafsvæði í austur Juan de Fuca flóa, um 6 kílómetra undan ströndinni. Að öðrum kosti á fyrirtækið yfir höfði sér opinbera ákæru. Atburðurinn sem hér átti sér stað gerðist vegna mistaka um borð í skemmtiferðaskipinu Norwegian Sun í byrjun mai þegar skipverji dældi frá tanki sem áður hafði verið notaður undir frárennsli frá eldhúsi og sturtum. Taldi skipverjinn að um tóman tank hafi verið að ræða en í honum reyndust vera 52 tonn af klóakvatni. Skipið var í fyrslu ferð með nýjan og mjög fullkomin mengunarhreinsibúnað en allt kom fyrir ekki. Herskipaaðstoðar óskað Stéttarfélag yfirmanna á breskum kaupskipum, NUMAST, hef- 38 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.