Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 9

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Page 9
Stoltir útskriftamemendur dsamt skólameistara. Nám til 30 rúml. prófs er samtals 168 kennslustundir og kennt á kvöldnám- skeiðum vor og haust og tekur námið samtals 8 vikur. Ein stúlka útskriíaðist með skipstjórn- arpróf 1. stigs, Lára Hrönn Pétursdóttir og stóð sig með mikilli prýði. Þeir sem ljúka skipstjórnarprófum 2. og 3. stigs fá útgefið alþjóðlegl atvinnu- skírteini skv. STCW-95 samþykktinni, sem Siglingastofnun íslands gefur út að uppfylltum skilyrðum um siglingatíma. Á skólaárinu voru haldin fjölmörg námskeið fyrir starfandi skipstjórnar- rnenn, fjarskiptanámskeið (GMDSS), rat- sjárnámskeið (ARPA), námskeið í með- ferð á hættulegum varningi (IMDG), meðferð slasaðra og notkun lyfjakistu og 40 kennslustunda námskeið var haldið fyrir háseta á farskipum sem nefnist „Að- stoðarmaður í brú“ og luku 10 sjómenn þvi námi. Samtals luku 86 starfandi sjómenn hinum ýmsu námskeiðum, sem krafist er skv. alþjóðasamningum, sem ísland er aðili að. Verðlaun veitt og gjafir færðar Við annar- og skólaslit Stýrimanna- skólans voru veitt hefðbundin verðlaun. Bestan árangur á farmannaprófinu á skólaárinu hafði Guðmundur Rúnar Jónsson og fékk hann farmannabikar og verðlauna úr sjóði Guðmundar B Krist- jánssonar, sem kenndi við Stýrimanna- skólann í 40 ár. Guðmundur Rúnar út- skrifaðist á haustönn og voru verðlaunin veitt þá. Besta frammistöðu og árangur á skip- stjórnarprófi 2. stigs á vorprófum hafði Hilmar Arnfjörð Sigurðsson frá Ólafsvík og fékk hann verðlaun skólans. Land- samband íslenskra útvegsmanna veitti Hilmari vandaða kortabók í verðlaun fyr- ir bestan árangur í siglingafræðigreinum, 47 stig af 50 mögulegum. Bestum árangri á skipstjórnarprófi 1. stigs náði Einar Örn Einarsson, fékk 73 stig af 80 mögu- legum. Félagslíf í skólanum var með miklum ágætum og gaf Skólafélag Stýrimanna- skólans út myndarlegt tölublað af 25. árgangi Skólablaðsins Kompás. Að venju voru margir fulltrúar afmæl- isárganga Stýrimannaskólans mættir við skólaslitin og fluttu skólanum kveðjur og gjafir. Hörður Þórhallsson talaði fyrir hönd 40 ára útskriftarnema og gáfu þeir skóla- bræður myndarlega upphæð í svonefnd- an Kompássjóð, en hugmyndin er að þegar lóð Sjómannaskólans verður lag- færð, þá verði reist á lóðinni listaverk af kompási, sem hefur um aldir verið aðal- siglingatæki allra skipa. Halldór Halldórsson talaði fyrir hönd 30 ára prófsveina og færðu þeir skólan- um að gjöf fjórða rammann sem þeir gefa af skólastjórum Stýrimannaskólans, en rannnarnir eru fagurlega útskornir. Árni Bjarna- son forseti Far- manna- og fiski- mannasambands íslands ávarpaði skólameistara og færði honum þakkir FFSf og veglega bóka- gjöf- Sigrún Þor- steinsdóttir skólafulltrúi sem hefur starfað á skrifstofu Stýri- mannaskólans í 21 ár síðan 1982 var sérstaklega heiðruð og henni þökkuð góð og trygg þjónusta við skólann. Hjónin Rannveig Tryggvadóttir og Örnólfur Thorlacius fyrrv. rektor fluttu skólanum og skólameistara kveðjur sínar og Skólameistarafélags íslands við þessi tímamót. Við skólaslitin afhenti skólameistari fyrir hönd Björgunarsjóðs Stýrimanna- skólans- Þyrlusjóðs - forstjóra Landhelg- isgæslunnar ávísun að upphæð kr. finnn milljónir til kaupa á tækjum til björgun- ar- og leitarstarfa í þyrluflota Landhelgis- gæslunnar. Hvatti skólameistari nemend- ur að halda áfram stuðningi við þyrlu- sveitina og öryggismál sjómanna al- mennt. Að lokum kvaddi skólameistari útskrif- aða nemendur og bað þá að minnast ætíð ábyrgðar á skipi og mönnum. Hann sleit síðan Stýrimannaskólanum í Reykjavík í 112. skipti. Að loknum skólaslitum voru að venju veglegar kaffiveitingar í boði skólans sem Kvenfélagið Aldan sá um. Sjómannablaðið Víkingur - 9

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.