Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 28

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2003, Blaðsíða 28
Vilmundur Kristjánsson Færeyska húfan Faðir minn sagði mér eitt sinn sögu sem mér fannst svolítið merkileg. Fiún var um færeyska húfu sem föðurafi minn átti en ég er alnafni hans. Aldrei kynntist ég honum í raun því afi fékk hjartaslag og dó er ég var þriggja ára. Flann hét Vilmundur Bernharð Kristjánsson, og var fæddur 6. mars 1901 á Einarsstöðum í Glæsibæjarhreppi í Eyjafirði. En kannski er réttara að segja fyrst frá aðdragandanunt að frásögn pabba. Amma dó eftir nokkuð langa sjúkrahúss- legu og eftir jarðarför hennar voru hann og systkini hans að skipta búinu milli sín. Ýmsu smálegu átti að henda en hann hirti margt smátt og meðan annars þessa húfu því hann mundi aðdraganda þess að afi eignaðist hana. Hún lá svo lengi með ýmsu öðru smádóti niðri í skúffu hjá honum. Er ég flutti að hciman og keypti mína fyrstu íbúð, gaf pabbi mér húfuna góðu. Ég hengdi hana upp á vegg og gerði ekk- ert meira í þessu húfumáli. Svo var það í fertugsafmælinu mínu að okkur pabba varð reikað inn í herbergið þar sem húf- an hékk. Loksins eftir 9 ára gleymsku mundi ég eftir að spyrja pabba að því hvaða saga væri bak við húfuna. Og þetta var það sem hann sagði mér. Vilmundur afi hafði sem ungur maður, sennilega á árunum 1936-7, verið tvær vertíðir á lítilli þríma- straðri skútu frá Fær- eyjum sem hét Svínoy. Hann flutti til Vestmannaeyja 1925, tók þar minna motor/vélstjórapróf 1926 og mun hafa tekið smáskipapróf einnig. Meðan hann var í Vestmannaeyj- um keypti hann fjórðungs hlut í bát sem hét Friðþjófur. Á þessum árum starfaði hann m.a. sem vél- stjóri og stýrimaður á ýmsum Vestmanna- eyjabátum en fór svo að kenna Færeyingum þorskaneta- veiði. Með honum var Sigurður nokkur frá Skuld í Vestmannaeyj- um en hann var eitthvað styttra þar úti. Aflabrögð Færeyinga á þeim tíma voru víst ansi frumstæð, veiddu þeir þá rnest á færi og kunnu lítið með net að fara. Fiskaði Svínoy eitthvað hér við land en sigldi svo til Færeyja með aflann og hélt síðan áfram veiðun- um þar. Ekki veit ég hvaðan hún var gerð út en hvað um það, þar var þó afi. Böggull í pósti í þessi tvö ár var afi þarna til sjós og kynntist nokkrum Færeyingum ansi vel. Sérstaklega var það þó einn þeirra sem hann kynntist sérlega vel og varð þeim vel til vina. Ég get vel ímyndað mér að þeir hafi farið saman út að skemmta sér og kíkt í glas, farið á hljómleika, lesið sömu bækurnar og jafnvel kíkt í bíó ef slíkt fyrirbæri var þá til í Færeyjum á þeim tíma. Afi orðaði það eitt sinn við Færeying- inn að honum fyndist húfurnar þeirra skemmtilegar og honum langaði að eign- ast eina. Færeyingurinn lofaði að verða honum út um eina við tækifæri. Far sem þeir voru orðnir þetta góðir vinir þá héldu þeir sambandi skrifleiðis er afi kom aftur hingað heim. Afi hafði fyrir fjórum börnum að sjá og lífið á þeim tíma var hreint ekki auðvelt. Hann var á ýmsum Vestmanneyjabátum og því löngum að heiman. Sennilega hef- ur þetta verið svipað hjá Færeyingnum. Með tímanum slitnaði því sambandið. Eitt sinn löngu síðar þegar afi er í landi fær hann senda tilkynningu um að hann eigi böggul niðri á pósthúsi. Hann tölti að sjálfsögðu af stað og sótti böggul- inn. Og mikil var undrun hans er hann opnaði hann. í>ar lá þessi húfa og bréf með. í bréfinu skrifaði systir þessa forna vinar hans að er vinurinn lá á dánarbeði sínu einhverjum mánuðum fyrr hafði hann beðið hana að hafa uppi á afa mín- um og senda honum húfuna. Hann sagð- ist hafa lofað honurn húfunni. Nú vildi hann efna loforðið og launa honum vin- skapinn þó slitnað hafi upp úr með tím- anurn. Svo hún hafði uppi á afa og sendi honum húfuna. Hún sagði honutn upp og ofan um lífshlaup vinarins, hann hafði veikst alvarlega og legið lengi veik- ur og nú vildi hann ljúka sínum málum. Árið 1941 eða 1942 fluttist afi norður í Fljót, gerðist bóndi og bjó fyrst að Brekku hjá bróðir sínum en svo á Illuga- stöðum. lllugastaðir eru stutt frá gatna- mótunum þar sem vegurinn að sunnan greinist í tvennt, annarsvegar til Siglu- fjarðar en hinsvegar yfir lágheiði til Ó- lafsfjarðar. Árið 1953 ílyst hann svo suð- ur til Hafnarfjarðar með fjölskylduna, gerist verkamaður og bjó þar til æviloka. Við sérstök tækifæri fengu börnin stund- um (pabbi þar á meðal) að setja húfuna upp. Afi Vilmundur lést svo 6. júní 1964. Afa þótti svo vænt um hana að hún fylgdi honum alla þessa flutningana og til dauðadags, vafin í smjörpappír til að verja hana hnjaski. Pannig geymdi amma hana líka þar til árið 1988 að hún dó einnig. Húfan hangir nú á veggnum hjá mér, orðin rúmlega 60 ára gömul. Oft verður mér litið á hana og hugsa þá lil afa. Hún er dýrmætasta minning mín um hann, ásamt ljósmynd sem ég á af honum. Já, húfan hans afa er fundið gull í huga mínum. Heimildir: Kristján Vilmundarson, munn- leg heimild. Guðni Vilmundarson, munnleg heimild. Ásta Vilmundardóttir, munnleg heimild. Vélstjóratal. Húfan góðafrá Fæeyjum. Afi, Vilmundur Bernharð Kristjánsson, nýútskrifað- ur vélstjóri. 28 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.